Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.07.2002, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 26.07.2002, Qupperneq 1
BANKI Ekkert athugvert bls. 2 AFMÆLI Hringir i **' í háloftum TÓNLIST Gaman hiá öllum bls. 22 Fyl?ist með okkur! Alltaf lœgra vcrð FRETTABLAÐIÐ 1 1 134. tölublað - 2, árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavik — sími 515 7500 Föstudagurinn 26. júlí 2002 FOSTUDAGUR Fréttaljósmyndir í Kringlunni SÝNINC Ljósmynda- sýningin World Press Photo 2002 verður opnuð í Kringlunni fyrir há- degi í dag. Þetta er þekktasta sam- keppni í heiminum á sviði fréttaljósmyndunar. World Press Photo samkeppnin hefur verið haldin árlega síðan 1955. Að sam- keppninni og sýningunni stendur sjóður sem hefur aðsetur í Hollandi. Að þessu sinni bárust í keppnina 49.235 myndir frá 4.171 ljósmyndur- um sem koma frá 123 löndum. Þrjár konur í porti sýning Sýning þriggja iistakvenna frá þremur löndum hefst á íslandi í kvöld klukkan 19.00 verður opnuð í Vesturporti á Vesturgötu 18 Sýn- ingin stendur yfir í þrjá daga í hverju landi og verður Vesturport opið helgina 27. til 28. júlí nk. frá kl. 14.00 til 18.00 báða dagana. IVEÐRIÐ í DACl REYKJAVÍK Suðvestan 13-18 m/s og skúrir. Hiti 8 til 13 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI ísafjörður Q 13-18 Rigning 09 Akureyri O 13-18 Skúrir O’6 Egilsstaðir Q 10-15 Bjart O14 Vestmannaeyjar Q 10-15 Skúrir fjl' Fjör í fótboltanum keppni Einn leikur verður í Síma- deild karla. KA og Fylkir eigast við á Akureyrarvelli klukkan 19:15. í fyrstu deild karla eru eftirtaldir leikir. Stjarnan - Víkingur, Valur - Leiftur/Dalvík og ÍR - Breiðablik. |KVÖLDIÐ í KVÖLP j Tónlist 16 Bfó 14 Leikhús 16 Iþróttir 12 Myndlist 16 Sjónvarp 20 Skemmtanir 16 Útvarp 21 NOKKRAR STADREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára íbúar á höfuð-®5^ borgarsvæð- 'o inu á föstu- dögum? Meðallestur 25 til 39 ára á föstudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá mars 2002 70.000 eintök 70% fólks les blaðið MEÐALLE5TUR FOLKS A ALDRINUM 25 TIL 80 AKA Á HÖFUÐBORCARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN CALLUP I MARS 2002. Margir vilja eignast ríkisbankana tvo Fimm fyrirtæki og hópar fjárfesta óskuðu í gær eftir viðræðum við einkavæðingarnefnd um kaup á hlut ríkisins í Búnaðarbanka og Landsbanka. Ríkissjóður fær tólf til þrettán milljarða seljist öll hlutabréf ríkisins í öðrum hvorum bankanum. EINKAVÆÐINC Fimm aðilar lýstu áhuga á að hefja viðræður við framkvæmdanefnd einkavæð- ingar um kaup á hlut ríkisins í Búnaðarbanka og Landsbanka áður en frestur til þess rann út í gær. Áhuginn á bönkunum reyndist meiri en ýmsir höfðu spáð fyrir og líklegt að hart verði slegist um hlut ríkisins í bönkun- um. Björgúlfsfeðgar og Magnús Þorsteinsson ítrekuðu áhuga sinn á að eignast bankana en það var umleitan þeirra serÁ varð til þess að bankarnir voru auglýstir til sölu. Þórður Magnússon, kennd- ur við Gildingu og Búnaðarbank- ann, óskaði eftir viðræðum fyrir hönd hóps fjárfesta. Kaldbakur og íslandsbanki lýstu einnig áhuga. Þá hafa sex aðilar tekið höndum saman og óskað eftir viðræðum, það eru eignarhalds- félögin Andvaki og Samvinnu- tryggingar, Skagfirðingur, Kaup- félag Skagfirðinga, Samskip og Samvínnulífeyrissjóðurinn. „Við vissum svo sem ekki al- veg við hverju var að búast en það var varla hægt að búast við meiru en þessu,“ segir Ólafur Davíðsson, formaður einkavæð- ingarnefndar. Ólafur segir að í fyrsta áfanga verði rætt við alla þá aðila sem hafa lýst áhuga á því að kaupa bankana. í fram- haldi af því ráðist hvernig staðið verði að samningaviðræðum um sölu á bönkunum. Hann segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvort einum aðila verði seldur allur hluti ríkisins í öðr- um hvorum bankanum. Það sé eitt af því sem eigi eftir að ráð- ast. Allir þeir sem óskuðu eftir viðræðum um kaup á bönkunum lýstu áhuga á báðum bönkunum. Því er ekki ljóst í hvorn bankann er meiri ásókn. Áður höfðu stjórnvöld ákveðið að aðeins ann- ar bankinn yrði seldur á þessum tímapunkti. Það er ljóst að sala á hlut rík- isins í öðrum hvorum bankanum skilar ríkissjóði talsverðum tekj- um. 54,91% hlutur ríkisins í Bún- aðarbankanum er metinn á 13,4 milljarða króna. Ríkið á 48,29% í Landsbankanum og er andvirði þess hlutafjár 12,1 milljarður króna. Óskað var eftir viðræðum um kaup á fjórðungshlut hið minnsta. Verði af sölu og kaup- verðið samkvæmt markaðsverði skilar það ríkissjóði ekki minna en sex milljörðum króna. brynjolfur@frettabladíd.is | ÞETTA HELST | Hugðust smygla 350 kílóum af hassi með skútu. Voru dæmdir í fangelsi. bls. 5 [etaðsókn er að Lögregluskól- anum. bls. 6 enn í baráttu við Lánasjóð ís- Llenskra námsmanna. bls. 6 GARÐRÆKT Í LAUGARDALNUM Reykvísk,börn hafa lagt.leið slna í skólagarðana I ófáar kynslöðir. I Laugardalnum eru ll9 garðar þar sem böm fást við að rækta margs konar'gráanmeti. Þær Anna Kristín og Áróra voru önnum kafnar við ræktina þegar Ijósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Enn er í mörg horn að gægjast en uppskeran lítur væntanlega dagsins Ijós um miðjan næsta mánuð. Höskuldur Jónsson um bjór og léttvín í matvöruverslunum: ÁT VR líður undir lok Baráttan um öldur ljósvakans. Ekki er víst að Fjölmiðlafé- lagið fái útsendingartíðnir Norð- urljósa komi til gjalþrots félags- ins. bls. 8 Enn berast fréttir af bókhalds- svikum stórfyrirtækja í Bandaríkjunum. bls. 10 ÁFENGISVANDAIVIÁL Iiöskuldur JÖnS- son, forstjóri Áfengis - og tóbaks- verslunar ríkisins, telur einsýnt að stofnun sín líði undir lok ef sala á bjór og léttvínum verði leyfð í mat- vöruverslunum. í framhaldinu er því ekki óvarlegt að álykta sem svo að Höskuldur verði þar með síðasti forstjóri ÁTVR: „Ef við hættum að selja bjór og léttvín þá eru ekki lengur neinar forsendur fyrir rekstri nema tveg- gja verslana ÁTVR á landinu öllu. Viðskiptavinir mundu aldrei sætta sig við slíka þjónustu," segir Hösk- uldur. „Þá er ég jafn viss um það eins og sól kemur upp og sól sest að strax og áfengissala yrði gefin frjáls fengjum við á okkur kæru vegna óeðlilegra ríkisafskipta." ÁTVR er 80 ára gömul stofnun sem dreifir 14 milljónum lítra af áfengi og þar eru sterkir drykkir í miklum minnihluta, eða 800 þús- und lítrar. Hún gæti því aldrei lifað á því einu að selja sterka drykki. „Við höfum ekkert á móti því að selja einnig sterka drykki en fyrs- ta skrefið er að koma til móts við háværar kröfur almennings um sölu á léttvínum og bjór,“ segir Emil B. Karlsson, hjá Samtökum verslunar og þjónustu. „Vín er orð- ið hálfgert krydd með mat og þyk- ir sjálfsagt með kvöldmatnum. Ef ÁTVR þarf að selja þessa vöru til þess eins að geta selt sterk vín hvers vegna sækja þeir þá ekki líka um að fá að selja brauð og mjólk til að styrkja stöðu sína?“ spyr Emil sem hefur trú á því að breytt viðhorf muni leiða til þess að vín og bjór verði í hillum mat- vöruverslana fyrr en margur ætl- ar. „Bæði Svíar og Finnar standa frammi fyrir því að þurfa að rýmka áfengislöggjafir sínar fyrir árið 2004 vegna samþykkta og reglna Evrópusambandsins. Hvernig þróunin verður þar á lík- lega eftir að hafa sín áhrif hér á landi,“ sejgir Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR. ■ Heilbrigður lífsnautnamaður b at \ 7 ÍÞRÓTTIR % Sáttur við sitt SÍÐA 12

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.