Fréttablaðið - 26.07.2002, Qupperneq 4
4
FRETTABLAÐIÐ
26. júlí 2002 FÖSTUDAGUR
SVONA ERUM VIÐ
A við góðan
kaupstað
Prestaköll landsins eru eins og gefur að
skilja misjafnlega fjölmenn. Þannig eru
10.528 sóknarbörn í Grafarvogspresta-
kalli, sem er fjölmennasta prestakall
landsins, en aðeins 30 í Þingvallapresta-
kalli, sem er það fámennasta. í fimm
prestaköllum fer fjöldi sóknarbarna yfir
6.000.
Grafarvogsprestakall 10.528 *
Hafnarfjarðarprestakall 7.938
Hjallaprestakall 6.882
Nesprestakall 6.795
Akureyrarprestakall 6.386 |
KALAM
A.P.J. Abdul Kalam, í miðjunni, ásamt
Narayanan, til vinstri, fyrrverandi forseta
landsins. Kalam var kosinn í embættið í
siðustu viku.
Eldflaugavísindamaður
í embætti:
Kalam
nýr forseti
Indlands
NÝJA DELHI.INDLANDI. AP Eldflauga-
vísindamaðurinn A.P.J. Abdul
Kalam sór í gær eið sem næsti for-
seti Indlands. í ræðu sinni við
embættistökuna sagði Kalam að
Indverjar þurfi að vera undirbúnir
fyrir aukna ógn af völdum hryðju-
verka og óþægindi vegna innanrík-
isdeilna og atvinnuleysis. Kalam
hefur í meira en 40 ár unnið að
varnarmálum fyrir Indland, þá að-
allega á rannsóknarstofum vegna
geim- og kjarnorkuáætlana lands-
ins. Hann tók þátt í fimm kjarn-
orkutilraunum neðanjarðar árið
1998, við mikil mótmæli alþjóða-
samfélagsins. ■
ERLENT
Atvinnuleysi í Brasilíu dróst
saman í júní í fyrsta sinn á
árinu. Vonast er til að það gefi
vísbendingar um að efnahagur
landsins sé að skána.
Jack Straw, utanríkisráðherra
Bretlands, segist sannfærður
um að Pólland gæti gengið inn í
Evrópusamnandið árið 2004.
Straw lét þessi orð falla eftir
fund sinn með Wlodzimierz
Cimoszewicz, utanríkisráðherra
Póllands. „Við höfum fylgst náið
með þeim árangri sem Pólland
hefur náð undanfarið í átt að
ESB aðild,“ sagði Straw.
Bandaríska þingmanninum
James Traficant var í gær
vikið úr fulltrúadeild Banda-
ríkjaþings vegna ásakana um
spillingu. Hann er annar þing-
maðurinn frá því borgarastyrj-
öldin stóð yfir sem rekinn er af
bandaríska þinginu. Traficant
var rekinn með 420 atkvæðum
gegn einu.
Þrjár af hverjum f jórum þrí-
tugum konum í Bandaríkjun-
um hafa verið giftar. 43% allra
hjónabanda í landinu enda með
skilnaði innan 15 ára. Þetta kem-
ur fram í könnun sem 11 þúsund
bandarískar konur tóku þátt í.
Minnstar líkur eru á því að
þeldökkar konur giftist. Ef þær
giftast eru þær aftur á móti lík-
legastar til að skilja við eigin-
menn sína.
Palestínskur erindreki:
Israelar skulu
svara til saka
sameinuðu þjóðirnar. ap Erindreki
Palestínumanna hjá Sameinuðu
þjóðunum hefur krafist þess að
Israelar verði látnir svara til saka
hjá nýstofnuðum glæpadómstóli
Sameinuðu þjóðanna fyrir að hafa
myrt 15 manns í eldflaugaárás á
Gasasvæðinu fyrr í vikunni. Sagði
erindrekinn, Nasser al-Kidwa, að
um væri að ræða fyrsta stríðs-
glæpinn sem framinn hefði verið
síðan dómstóllinn var stofnaður
þann 1. júlí.
Fulltrúar arabaríkja boðuðu til
neyðarfundar í gær hjá öryggis-
ráði Sameinuðu þjóðanna til að
ræða árás ísraela. Ekki náðist sam-
komulag um að hvetja ísraela til að
hætta árásum sínum á Palestínu-
menn. Þess í stað samþykktu full-
trúar araba- og vestrænna ríkja að
fordæma framgang ísraela.
ísraelskir ráðamenn hafa þegar
viðurkennt að þeir hafi gert mistök
í RÚSTUM
Palestínskur drengur stendur í rústum
byggingarinnar sem herþotur ísraela réð-
ust á sl. þriðjudag. Háttsettur meðlimur
innan Hamas-samtakanna féll í árásinni.
með því að gera árás á svæði þar
sem svo margir bjuggu.B
Hugðust smygla 350 kg
af hassi með skútu
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær þrjá menn fyrir tilraun til að
smygla rúmum 30 kg af hassi til landsins. Höfuðpaurinn fékk tveggja
ára fangelsisdóm. Hassið var falið inn í sérsmíðaðri spænskri viðarhurð.
dómsmAl Héraðsdómur Reykjavík-
ur dæmdi í gær þrjá menn um fer-
tugt í fangelsi fyrir tilraun til þess
að smygla rúmlega 30 kílóum af
hassi hingað til lands frá Spáni í
nóvember árið 1999. Talið er að
mennirnir hafi einnig ætlað að
smygla um 350 kílóum af hassi til
landsins með skútu. Einar Óli Ein-
arsson fékk þyngsta dóminn eða
tveggja ára fangelsi, en hinir tveir
fengu vægari dóma. Annar þeirra
fékk 9 mánaða skilorðsbundinn
dóm en hinn fékk 9 mánaða dóm
þar af 6 mánuði skilorðsbundna.
Málið átti sér þónokkurn að-
draganda og má rekja upphafið til
vísbendingar sem lögreglan fékk
sumarið 1998 um að fyrirhugaður
væri innflutningur á mjög miklu
magni af hassi. I framhaldi af því
voru símar nokkurra hinna grun-
uðu hleraðir og fylgst með þeim.
Fljótlega kom í ljós að Einar Óli
var í sambandi við menn erlendis,
bæði í Frakklandi og á Spáni, í
þeim tilgangi að
smygla fíkniefnum
til landsins. Talið
er að strax um
haustið árið 1998
hafi skúta með um
350 kíló af hassi
lagt af stað til ís-
lands frá Suður-
Evrópu og átti hún
að koma í land við Djúpavog eða
Loðmundarfjörð. Áætlað söluverð-
mæti efnisins var rúmlega 200
milljónir króna og auk íslands var
rætt um markaðssetningu í Fær-
eyjum og á Grænlandi. Efnið komi
hins vegar aldrei til landsins og
mun skútunni hafa verið snúið við
vegna veikinda skipstjórans.
Árið 1999 hóf Einar Óli undir-
búning á sendingu á rúmum 30
kílóum af hassi frá Spáni. Var efn-
ið falið inni í einni af tíu sérsmíð-
uðum viðarhurðum. Um haustið
voru hurðirnar komnar til flutn-
ingsmiðlara í Barcelona og átti að
—♦—
Auk íslands
var rætt um
markaðssetn-
ingu í Færeyj-
um og á
Grænlandi.
---▲
HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR
Við ákvörðun refsingar sakborninganna tók Héraðsdómur m.a. tillit til þess þrjú ár eru lið-
in síðan málið hófst og þótti dómara Ijóst að það hefði haft áhrif á lif þeirra. Það sem
einkum tafði málið var seinagangur í gagnaöflun frá Spáni.
flytja þær hingað til lands í nafni
íslensks fyrirtækis. Eigandi þess
hafði gefið einum sakborninganna
leyfi til að nota nafn fyrirtækisins,
en hafði ekki hugmynd um að ver-
ið væri að reyna að smygla fíkni-
efnum. Þann 8. nóvember 1999
gerði spænska lögreglan hassið
upptækt og handtók tvo Spánverja
sem voru í vitorði með íslending-
unum. Þeir hafa ekki enn verið
ákærðir. Af fyrirliggjandi gögnum
hefur ekki verið ráðið hvort leit
hefur verið gerð að tengilið íslend-
inganna í Frakklandi, sem gekk
undir nöfnunum Yves, „sundkapp-
inn“ og „frændinn."
Við ákvörðun refsingar sak-
borninganna tók Héraðsdómur
m.a. tillit til þess að þrjú ár eru lið-
in síðan málið hófst og þótti dóm-
ara ljóst að það hefði haft áhrif á
líf þeirra. Það sem einkum tafði
málið var seinagangur í gagnaöfl-
un frá Spáni. Gæsluvarðhald sak-
borninganna dregst frá refsingu
þeirra.
trausti@frettabladid.is
BJÖRGUN UNDIRBÚIN
Námuslys í
Bandaríkjunum:
Níu menn
lokaðir inni
bandaríkin, ap Níu námuverka-
menn lokuðust inni í kolanámu
skammt frá Somerset í Pennsil-
vaníu í Bandaríkjunum í fyrrinótt.
Mennirnir eru lokaðir inni djúpt
niður í Quacreek námunni en í
gærkvöld vonuðust björgunar-
menn til þess einhverjir af þeim
væru enn á lífi. Sérstaklega þar
sem þeir töldu sig heyra í þeim.
Mennirnir lokuöust inni þegar
þeir boruðu óvart gat inn í gamla
námu sem var full af vatni. Þrýst-
ingurinn frá vatninu olli því að
náman hrundi. En þegar það gerð-
ist voru mennirnir um 2,5 km frá
námuopinu. Nú hefur komið í ljós
að kortið sem mennirnir studdust
við var rangt. Gamla náman var
mun nær þeirri nýju en kortið
sagði til um.
Talið er að björgunaraðgerðir
verði mjög erfiðar. Reyna á að
bjarga mönnunum með því að bora
gat, um einn metra í þvermál, nið-
Níu menn lokuðust inni þegar þeir boruðu
óvart gat inn í gamla námu sem var full af
vatni.
ur á staðinn þar sem mennirnir eru
fastir. Björgunaraðgerðir hafa taf-
ist þar sem verið var að bíða eftir
bornum, en hann var í Vestur-Virg-
iníu. Talið er að það geti tekið um
18 klukkustundir að bora gatið. ■
Villinganesvirkjun:
Fagnaðarefni
að hætt hafi
verið við
villinganesvirkjun Samtök ferða-
þjónustunnar fagna því að sveitar-
stjórn Skagafjarðar skuli hafa fall-
ið frá áformum um Villinganes-
virkjun. Samtökin segja að ákvörð-
unin stuðli sannarlega að áfram-
haldandi uppbyggingu ferðaþjón-
ustu í Skagafirði. Samtök ferða-
þjónustunnar mótmæltu virkjun-
inni kröftuglega þegar umhverfis-
áhrif hennar voru metin á síðasta
ári og bentu á að á þessu svæði
væri búið að byggja upp fljótasigl-
ingar sem bæði skapaði fjölmörg
störf á svæðinu og væri mikilvæg-
ur hluti ferðaþjónustunnar þar. ■
Landvernd um Alcoa:
Tilhæfulaus
ummæli
landvernd Landvernd segir um-
mæli talsmanns Alcoa, þess efnis
að lítil sem engin andstaða sé á ís-
landi við stóriðjuáform á Austur-
landi, tilhæfulaus og afar óvið-
kunnanleg. Ummælin gefi til
kynna að fulltrúar Alcoa hafi enn
ekki kynnt sér nægjanlega vel þá
víðtæku og ítarlegu umfjöllun
sem þetta mál hafi fengið hér á
landi og þær fjölmörgu og rétt-
mætu athugasemdir sem fram
hafi komið vegna áforma um
Kárahnjúkavirkjun. Stjórn Land-
verndar andmælir fullyrðingum
Alcoa og hvetur fyrirtækið til að
kynna sér framlagðar athuga-
semdir vegna þeirra alvarlegu og
víðtæku umhverfisáhrifa sem
framkvæmdin muni óhjákvæmi-
lega valda. Þá andmæla samtökin
einnig ummælum talsmanns
Alcoa um að mótmælin séu ein-
ungis frá háværum minnihluta
náttúruverndarsinna. ■
-.4—.
Tony Blair:
Ætla ekki
að ráðast
áírak
lundúnir. ap Hernaðaraðgerðir
gegn Irak eru ekki yfirvofandi, að
sögn Tony Blair forsætisráðherra
Bretlands. Á blaðamannafundi
sem sjónvarpað var í Bretlandi
sagði hann að ekki hafi verið
ákveðið að ráðast á landið. Sagðist
hann þó telja að Saddam Hussein,
forseti íraks, væri að reyna að
framleiða kjarnorkuvopn. Bætti
hann því við að næsta skref í
stríðinu gegn hryðjuverkum væri
að stemma stigu við gereyðingar-
vopnum í heiminum. ■
| ERLENT I
veir menn sem eftirlýstir
voru fyrir að hafa rænt 7 ára
gamalli stúlku voru handteknir í
suðvesturhluta Fíladelfíu í gær.
Náðust mennirnir, sem eru á þrí-
tugsaldri, eftir eltingaleik við
lögregluna.
Að minnsta kosti 25 manns lét-
ust í Tyrklandi í gær þegar
mikill stormur gekk yfir landið.
Flóð, eldingar og aurskriður ollu
dauðsföllunum. Að minnsta kosti
20 annarra var saknað auk þess
sem um 200 manns misstu heim-
ili sín.
AP/MYND