Fréttablaðið - 26.07.2002, Side 12
12
FRÉTTABLAÐIÐ
26. júlí 2002 FÖSTUPAGUR
NM kvenna U-21 árs:
Leikið gegn
Svíþjóð í dag
SAMVELDISLEIKARNIR
Ungir skóiadrengir í Manchester æfa Haka,
sem er dans Maóra, frumbyggja Nýja Sjá-
lands. Þeir sýndu dansinn á opnunarhátíð
Samveldisleikanna í gær.
fótbolti ísland leikur gegn Svíum í
dag, í síðasta leik riðilsins á Norð-
urlandamóti U-21 árs í
kvennaknattspyrnu. íslenska liðið
hefur tapað tveimur fyrri leikjun-
um 4-0, gegn Noregi og Þýska-
landi. Svíþjóð tapaði í gær fyrir
Noregi 3-1 og hafði áður gert jafn-
tefli 2-2 við Þýskaland. Noregur
og Þýskaland eigast því við í leik
um fyrsta sætið í riðlinum en ís-
land getur orðið í þriðja sæti með
sigri í dag. Ef það gengur ekki eft-
ir leika þær íslensku um 5. sætið
líklega við Bandaríkin eða Finn-
land. Athygli hefur vakið í hinum
riðlinum að Bandaríkin sem voru
talin sigurstrangleg í mótinu töp-
uðu fyrir Danmörku og gerðu
jafntefli við Finnland. Leikið verð-
ur um sæti á sunnudag. ■
Símadeild kada:
Toppslagur
á Akureyri
fótbolti KA og Fylkir mætast í tí-
undu umferð Símadeildar karla á
Akureyrarvelli í kvöld klukkan
19.15. Fylkir er í öðru sæti deild-
arinnar með 18 stig en KA í því
þriðja með 16. Leikir liðanna hafa
alltaf verið hin mesta skemmtun.
Þau mættust í úrslitaleik Coca-
Cola bikarkeppninnar í fyrra,
þegar norðanliðið lék í 1. deild. Þá
sigraði Fylkir. Þau drógust saman
í undanúrslitum bikarkeppninnar
í ár. Ef Fylkir sigrar í kvöld getur
liðið skotist í efsta sæti deildar-
innar, einu stigi á undan KR. Vest-
urbæjarliðið á þó leik til góða.
Á TOPPINN?
Ef Fylkir sigrar í kvöld geta þeir skotist í
toppsæti Símadeildarinnar.
Fari svo að KA sigri skipta þeir
um sæti við Árbæjarliðið. ■
| ÍPRÓTTIR í PAC |
14.00U21 kvenna NM
B riðill (fsland - Svíþjóð)
16.45RÚV
Fótboltakvöld
18.30 Sýn
fþróttir um alfan heim
19.15Akurevran/állur
Símadeiid karla (KA - Fylkir)
19.30 Sýn
Gillette-sportpakkinn
20.00 Stjörnuvöllur
1. deild karla (Stjarnan - Vikingur R.)
2Q.OOHIiðarendi
1. deild karla (Valur - Leiftur/Dalvik)
20.00 fR-völlur
1. deild karla (l'R - Breiðablik)
20.00 Niarðvlkurvöllur
2. deild karla (Njarðvik - HK)
FÓTBOLTI
Hugsanlegt er að Manchester
United bjóði 4 milljónir
punda í franska varnarmanninn
Julien Escude hjá Rennes. Á dög-
unum seldi United varnarmann-
inn Denis Irwin til Wolves og
þeir þurfa mann í staðinn. Fyrir
nokkrum dögum sögðu forsvars-
menn félagsins hinsvegar að
kaupin á Rio Ferdinand mörkuðu
endalok eyðslunnar í leikmenn.
Fjölmiðlar á Englandi hafa gert
því skóna að Terry Venables
þjálfari Leeds ætli að setja mark-
vörð liðsins Nigel Martyn út í
kuldann vegna þess að hann fór
ekki með í æfingaferð til Asíu.
Martyn sagðist hinsvegar hafa
fengið leyfi hjá Venables til að
vera heima því hann hafi spilað
alla leiki liðsins á síðasta keppn-
istímabili auk þess að hafa verið í
enska landsiðinu á HM. „Á síð-
ustu sex árum hef ég varla misst
úr æfingu eða leik og ávallt helg-
að mig liðinu. Ég geri ekki ráð
fyrir öðru en ég verði aðalmark-
vörður."
nattspyrnustjóri West
Bromwich Albion, Gary Meg-
son hefur undirritað nýjan þrigg-
ja ára samning við liðið. Megson
sem var þjálfari Stoke áður en
Guðjón Þórðarson tók við, stýrði
liði sínu með Lárus Orra Sigurðs-
son innanborðs, upp í úrvalsdeild
á síðasta keppnistímabili. „Meg-
son nýtur mikillar virðingar í
Englandi fyrir að hafa komið lið-
inu upp og hann er mjög mikil-
vægur í okkar fyrstu úrvalsdeild-
arbaráttu," sagði Jeremy Peace
forystumaður í WBA.
IAN THORPE
Ástralska sundstjarnan lan Thorpe, sem
vann þrenn gullverðlaun á Ólympíuleikun-
um í Sydney, verður meðal þátttakenda I
Manchester.
Bresku samveldisleikarnir:
Stefnir í
miðasölumet
samveldisleikar Miðasala á
Bresku samveldisleikana sem
hófust í Manchester í gær hefur
gengið framar björtustu vonum
skipuleggjenda. Yfir 90% miða
sem ætlaðir voru til almennrar
sölu eru þegar seldir og stefnir í
miðasölu-metið sem sett var á
Ólympíuleikunum í Sydney árið
2000. Þá er átt við hlutfall seldra
miða sem var 94% í Sydney. Niels
de Vos sem stýrir skipulagningu
fjármálahliðar mótsins sagði að
nú þegar hefði selst tvöfalt meira
á þessa leika en áður hefur þekkst
á samveldisleikum. Nokkrum
klukkustundum fyrir opnunarhá-
tíðina í gær voru aðeins 200 miðar
eftir og voru þeir á dýrasta stað,
kosta 195 pund eða um 26 þúsund
krónur. Ein milljón miða er gefin
út á hina 17 viðburði keppninnar
og opnunar- og lokahátíð. Þar af
eru 750 þúsund í almennri sölu.B
Umboðsmaður Dennis Wise
segir leikmanninn ætla í lög-
fræðing ef Leicester rýfur samn-
inginn við hann, eins og þeir eru
að velta fyrir sér eftir að Wise
kinnbeinsbraut samherja sinn í
Finnlandi á dögunum. Umboðs-
maðurinn segir að Wise, sem er
35 ára fyrrverandi lykilmaður
Chelsea, vilji leika áfram með
Leicester. Leicester gefur út yfir-
lýsingu í dag um það hvað gert
verður í málinu.
Fallhlífa-
stökkvarar vita
jaðarsport „Ég hef haft 1260 nem-
endur og það hefur engin slasast,
fyrir utan eitt tábrot," segir Þórjón
Pétursson, sem rekið hefur Fall-
hlífastökkskóla íslands síðan 1985.
„Tölfræðilega séð er öruggara
að stökkva úr flugvél en að keyra í
bíl á stökksvæðið. Þegar þú ert
hins vegar kominn á 200 kílómetra
hraða í átt að móður jörð þá er þér
slétt sama um alla tölfræði," segir
Þórjón inntur um hættuna af
stökkinu. „Þetta er mjög öruggt
sport en það fer illa ef það mis-
tekst. Ef þú ert vakandi og þekkir
öryggisatriðin þá ertu í góðum mál-
um. Ef þú ert hins vegar orðinn of
kaldur og klár þá grípur vindurinn
í rassinn á þér.“
Þórjón
fékk
1 ðaÉ
YNGSTI STÖKKVARINN
Ottó Aage Þórjónsson, tíu
ára, er yngsti stökkvari
landsins. „Hann var lengi
búinn að væla um að fá að
koma með enda er hann al-
inn upp við þetta," segir Þórjón
sem stökk með hann framan á
sér í sumar.
STOKKIÐ ÚR FLUGVÉL
Þórjón segir að af tæplega 1300 nemend-
um hafi tveir eða þrír hætt við þegar að
stökkinu var komið.
STJARNA HÁTT
Á HIMNI SKÍN
Þeir sem eru lengra komnir í
fallhlífastökkinu leika ýmsar
kúnstir og listir í loftinu.
stökkbakteríuna með Flug-
björgunarsveitinni árið
1983 og hefur verið óstöðv-
andi síðan. Hann á að baki rúmlega
tvö þúsund stökk.
Byrjendur í greininni stökkva
fyrst í um þrjú þúsund fetum (1300
metrar). Þeir vönu stökkva úr allt
að tíu þúsund fetum. Þórjón segir
fallhlífastökk stríða gegn öllum
lögmálum skynseminnar. „Þetta er
samt eins og kynlífið. Það er ekki
hægt að lýsa þessu ef þú hefur ekki
prófað það. Það er fræg setning
sem segir að aðeins fallhlífa-
stökkvarar vita af hverju fuglarnir
syngja. Tilfinningin er nefnilega sú
að þér finnst þú vera að svífa en
ekki falla.“
af hverju fugl-
♦ ♦
armr syngja
Um 50 manns stunda fallhlífastökk reglulega
hér á landi. Mun fleiri hafa lært sportið. „Or-
uggt sport en fer illa ef mistekst,“ segir skóla-
stjóri Fallhlífastökkskóla Islands.
Hermann Hreiðarsson hjá Ipswich:
Sáttur vid sitt
fótbolti Hermann Hreiðarsson,
knattspyrnumaður hjá Ipswich,
segist ekki vita til þess að hann
verði seldur frá félaginu eins og
komið hefur fram í enskum fjöl-
miðlum. Samkvæmt enskum net-
miðlum er hugsanlegt að Her-
mann verði seldur til úrvalsdeild-
arliðs áður en leikmannamarkað-
urinn lokar, þann 1. september.
Fulham og Blackburn eru sögð
sýna honum áhuga.
„Ef eitthvað gerist þá gerist
það í næst mánuði," sagði Her-
mann í viðtali við Fréttablaðið.
Hann segist afar sáttur hjá
Ipswich en liðið féll úr úrvals-
deildinni eftir síðasta tímabil.
„Það vilja allir spila í úrvals-
deild og metnaður minn liggur
þar. Ef eitthvað gerist og ég verð
seldur til liðs í úrvalsdeildinni þá
verð ég sáttur við það. Ég verð
samt líka sáttur ef ég verð áfram
hér.“ Ipswich Town á við fjárhags-
örðugleika að stríða og hefur
þurft að selja marga af bestu leik-
mönnum sínum. ■
HERMANN HREIÐARSSON
Hefur meðal annars spilað með Crystal
Palace, Wimbledon og Brentford. Hann er
metinn á fimm milljónir punda.