Fréttablaðið - 26.07.2002, Síða 13

Fréttablaðið - 26.07.2002, Síða 13
FÖSTUPAGUR 26. júlí 2002 FRÉTTABLAÐIÐ u HM fatlaðra í frjálsum íþróttum: Jón Oddur og Haukur á fullri ferð frjálsar Jón Oddur Halldórsson hleypur í úrslitum í 200 metra hlaupi á HM fatlaðra í frjálsum í Lille í Frakklandi í dag. Hann hlaut silfurverðlaun í 100 metra hlaupinu á mánudag svo fróðlegt verður að fylgjast með honum nú. Haukur Gunnarsson lenti í 13. sæti af 15 keppendum í 100 metra hlaupi í gær. Hann hefur því lokið keppni því hann hlaut 17. sæti í langstökkskeppninni um síðustu helgi. Haukur sem 35 ára, er gam- alreyndur og sá sem vakti fyrst athygli á íþróttum fatlaðra hér- lendis. Hann setti heimsmet í 100 metra hlaupi árið 1988. Hann hóf fyrir stuttu æfingar að nýju eftir að vera hættur í nokkur ár. „Það er til marks um framþróunina í íþróttinni að gamli heimsmetstím- inn hans, 12.88 sekúndur, hefði ekki einu sinni dugað í úrslit á þessu móti,“ segir Ólafur Magn- ússon framkvæmdastjóri íþrótta- sambands fatlaðra sem er staddur í Frakklandi með íslensku kepp- endunum. HAUKUR GUNNARSSON Haukur hefur lengi verið í eldlínunni í frjálsum íþróttum fatlaðra enda 14 ár síð- an hann setti heimsmet í 100 metra hlaupi. Ólafur sagði að Úkraína hefði hlotið flest gullverðlaun á mótinu hingað til, en Kínverjar flest verð- laun, 23 talsins. ■ Tour de France: Frigo fyrstur en Jalabert íjallakóngur hjólreiðar ítalinn Dario Frigo sigraði í 17. áfanga Tour de France hjólreiðakeppninnar í gær. Þetta var fyrsti áfangasigur hans með ítalska Tacconi liðinu en Frigo, Mario Aerts sem varð ann- ar og Giuseppe Guerini voru lengi vel með um þriggja mínútna for- skot á aðra keppendur. Þetta var fyrsti áfangasigur ítalsks liðs í keppninni. „Ég er virkilega ánægður með að hafa unnið þenn- an áfanga sérstaklega þar sem hann var í Ölpunum," sagði Frigo. LAURENT JALABERT Besti hjólreiðamaðurinn í fjalllendi á Tour de France ásamt 10 mánaða syni sínum Jules. Frakkinn Laurent Jalabert heldur þó titlinum Konungur fjall- anna í keppninni að loknum þess- um síðasta áfanga í fjalllendi. Hann ætlar að hætta keppni eftir þetta keppnistímabil. Þessi úrslit breyta þó litlu um örugga forystu Lance Armstrong í keppninni. ■ í KENNSLU Arna Þóra Káradóttir sést hér í frjálsu falli undir leiðsögn Þórjóns. Nemendur í Fallhlífastökkskóla fslands sitja tíu tíma námskeið áður en að stökkinu sjálfu kemur. Þórjón segir námskeiðið vera kall- að svartsýnisnámskeið en þar er fólki kennt hvernig eigi að bregð- ast við öllu því sem getur komið upp á. Fyrstu stökkin fara fram á svifflugsflugvellinum á Sand- skeiði. Kennari fer með nemendum í flugvélina og leiðbeinir þeim hvernig eigi að bera sig að þar. Þeg- ar nemendur hafa loks opnað fall- hlífina fá þeir tilsögn í gegnum tal- stöð frá svokölluðum „groundmaster", kenn- ara sem staddur er á jörðu niðri. „Þetta er nú allt orðið mjög ör- uggt. í gamla daga var talað um að fallhlífastökk væri hættulegt en kynlíf öruggt. Nú hefur þetta snú- ist við. Þú ert með aðalfallhlíf og ef hún klikkar þá tekur varafallhlífin við. Það er tölva í varafallhlífinni og ef stökkvari er kominn í 750 feta hæð er tölva sem skýtur henni út.“ Þórjón hefur einnig leiðbeint verðandi kennurum í fallhlífa- stökki. Hann segir kennslu í fall- hlífastökki ekkert hafa með fall- hlífastökk að gera. „Þetta snýst um að selja traust og vera góður í að ljúga fólk út úr flugvélum." kristjan@frettabladid.is STUND MILLI STRÍÐA Michael Schumacher hlær hér með markverðinum Andreas Köpke en þeir léku saman í góðgerðarleik fyrir skömmu. Michael Schumacher: Anægður með breytingarnar fótbolti Nýkrýndur heimsmeistari í Formúlu 1, Michael Schumacher, lofar nýja og endurbætta braut í Hockenheim í Þýskalandi sem keppt verður á um helgina. Braut- in var áður með þremur löngum köflum, þar sem bílarnir náðu allt að 230 kílómetra hraða á klukku- stund. Köflunum hefur verið fækkað um tvo og í stað þeirra eru stuttir kaflar þar sem bílarnir þurfa hægja verulega á sér. „Ég hlakka til að takast á við braut- ina,“ sagði Schumacher. „Breyt- ingarnar eru frábærar og ég held að hún hafi upp á meira að bjóða fyrir áhorfendur. Ég var aldrei hrifinn af gömlu brautinni." Schumacher gekk aldrei vel á gömlu brautinni, vann aðeins eina keppni og var síðast á verðlauna- palli árið 1997. ■ Dundee Utd. sýnir Islendingum áhuga: Arnar í stað Arnars? fótbolti Arnar Gunnlaugsson, knattspyrnumaður, er nú til reynslu hjá skoska liðinu Dundee United. Hann spilaði æfingaleik með liðinu í gærkvöldi gegn Alloa og spilar aftur á laugardag gegn enska liðinu Coventry. Eftir síðari leikinn skýrist hvort Arnari verði boðinn samningur. í samtali við skoska blaðið Courier segir Alex Smith, stjóri Dundee Utd., að hann hafi séð til Arnars fyrir tveimur árum í Evr- ópukeppninni. „Ef hann er sami leikmaður og hann var þá hef ég mikinn áhuga á að semja við hann,“ sagði Smith. Hann lýsir Arnari sem góðum og skapandi leikmanni. Fleiri lið hafa sýnt Arnari áhuga s.s. Brann og Start í Noregi. Dundee Utd. hefur verið að reyna styrkja hópinn fyrir kom- andi tímabil. Annar íslendingur, Arnar Grétarsson leikmaður Lokeren í Belgíu, hefur einnig verið undir smásjánni hjá Smith. Fari hinsvegar svo að Arnar ARNAR GUNNLAUGSSON Hefur æft með Skagamönnum í sumar. Hann var áður hjá Stoke City og hjá Feyernoord f Hollandi. Gunnlaugsson verði keyptur má búast við að Dundee Utd. kaupi ekki nafna hans Grétarsson. ■ Alltaf eitthvaö nýtt frá Júmbó Prófaðu Ijúffengar og mjúkar Fléttur með

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.