Fréttablaðið - 26.07.2002, Side 14

Fréttablaðið - 26.07.2002, Side 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 26. júlí 2002 FÖSTUOACUR HASKOLABIO HAGATORGI • SÍHI 530 1919 • STÆRSTA SVKINCABTjAlD UHOSIMS Sýnd kl. 6 og 8 m/ísl. tali Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Iabout a boy kl. 5.50, 8 og 10.101 jSCOOBY DOO kl. 61 AMORES PERROS kl. lo| [BIG FAT LIAR kí.6, 8 og I0| ImÁVAHLÁTÚR kl. 8 og 101 I 'g£ HÚGSA SmfíRHxS BÍÚ Sýnd kl. 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10 og 11 MR. JONES MR.SMITH winB Sýnd kl. 4.30. 6.30, 8.30 og 10.30 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15 !new CUY kl.4 ogj UNFAITHFUL kl, 8 og 10.401 □□ Dolby /DD/ .ii" TFix slMl 564 0000 - www.smarablo.ls t»au hafa 45 nunútur ti að bjarsa heiminum. En þau þuria 46 minútur. Sýnd kl. 4 og 6 m/ísl. tali urr 410 sýnd kl. 4,6 og 8 m/enskt. tali m 407 Sýnd kL 6,8 og 10.10 vrr 406 Sýnd kl. 6,8 og 10.10 jSCOOBY DOO k,.40g6j^ |BAD company kl. 10.10 (1*3 jMONSTERS m/fsl. tali kl.3.50|Sj iMOIHMAN PROPHEQES 8 og 10,20 | gj |ABOUT A BOY kl.8ogloTÍÖ| gj) IMURDER BY- kl. 5.40,8 og 10.201 EjS IpÉTUR PAN m/ísl. tali kl. 41 Tvö námskeið eftir í sumar! Kennt er í tveimur aldurshópum, 10-12 ára og 13-15 ára. Námskeiðin standa yfir í tvær vikur 29. juli -10. ágúst og 12. ágúst - 22. ágúst Nanari upplýsingar og skranmg i sima 575-1575 Leiklistarskóli Borgarleikhússins og Kvikmyndaskóia íslands AUCNAPOPP REIGN OF FIRE Leikarinn Christian Bale skoðar hér drekaegg og gleymir líklegast ekki að þvo sér um hendurnar eftir á. Eldregn og eldmóðir menn í dag frumsýna Laugarásbíó, Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó á Akureyri kvikmyndina „Reign of Fire“ sem er framtídartryllir um baráttu mannkynsins við nær ósæranlegar skepnur. kvikmyndir Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Það getur því enginn útilokað með fullri vissu að eftir áttatíu ár verði ekki hægt að sjá til sólar fyrir eldspúandi pirruðum drek- um. Og hver veit nema mannkyn- ið neyðist til að berjast fyrir til- veru sinni eins og rottur í holu. Kannski ekki afar líklegt en það hefur jú verið aðall vísindaskáld- sagna að leyfa hugarfluginu að ráða ríkjum. Kvikmyndin „Reign of Fire“ tekur engin mið í lík- indareikningi og fjallar blygðun- arlaust um baráttu mannsins við fljúgandi framtíðardreka. Það er 12 ára piltur að nafni Quinn sem finnur dreka djúpt í iðjum Lundúnaborgar og vekur hann upp frá margra alda svefni og litli Quinn á svo sannarlega eftir að sjá eftir því að hafa vak- ið drekann. Túttugu árum síðar er drekinn búinn að fjölga sér upp í milljón og þeir búnir að jafna flest þjóð- félög við jörðu. Ekki hjálpar til að skepnurnar eru fluggáfaðar og beita hinum ýmsu brögðum til að ryðja sér til rúms á jörðu. All- ar rústir og útlit minna á gráan veruleika miðaldanna. Quinn (þá leikinn af Christian Bale) er orðinn yfirmaður lítils samfélags manna sem kann að verjast árásum drekanna en hef- ur fyrir löngu gefið upp alla von um að losa jörðina undan oki þeirra. Andinn í búðunum breyt- ist við komu Bandaríkjamanns- ins Van Zan (Matthew McCon- aughey) sem blæs nýjum eld- móði í íbúana. Hann heldur því fram að hann kunni að drepa skepnurnar og safnar saman her- liði í allsherjar árás á Lundúnir, þar sem hjarta drekanna slær. Myndin er stærsta verkefni leikstjórans Rob Bowman til þessa en hann gerði m.a. „X- Files“ kvikmyndina. Með önnur hlutverk fara Bondstúlkan úr Goldeneye, Isabella Scorupco, Gerard Butler og þúsundir staf- rænna dreka. biggi@frettabiadid.is Það er um 20 kvikmyndir að velja í kvikmyndahúsum borgarinnar þessa stundina og óhætt er að mæla með About a boy (Strákasögu) sem er prýði- lega skemmtileg og notalega gamansöm mynd með hinum kvenholla stórsjarmör Hugh Grant sem leikur lífsglaðan pip- arsvein á skipulögðu undanhaldi undan alvöru lífsins. Mothman Prophecies (Flugumannsspárnar) er dulræn spennumynd með hjartaknúsaranum Richard Gere í hlutverki ekkjumanns sem tek- ur að heyra undarlegar raddir að handan og er ágætisafþreying án þess að verið sé að gera manni bylt við allan tímann. Murder by Numbers (Morð samkvæmt for- skrift) er prýðilegur krimmi með Söndru Bullock um tvo roggna menntaskólapilta sem ætla að fremja fullkominn glæp til að sanna snilli sína. Um þessar mundir gefst líka tækifæri til að sjá íslensku myndina Mávahlátur eftir Ágúst Guðmundsson en þetta er ágætur gamankrimmi sem skartar hinni ómótstæðilegu Uglu Egilsdóttur í aðalhlutverk- inu og er að sjálfsögðu byggð á samnefndri metsölubók. Og svo er loks hægt að mæla með Amor- es Perros (Ástarraunir) sem er mexikönsk gæðamynd handa þeim sem hafa ánægju af kvik- myndum sem eru meira en popp- korn fyrir augun. Þráinn Bertelsson SANYL ÞAKRENNUR Næsta mynd leikstjórans Michael Mann verður kald- hæðnisleg gamanmynd um hóp lögreglumanna í Los Angeles. Mann er þekktastur fyrir myndir sínar The Insider, Ali og Heat. Myndin mun heita „Fortu- ne’s Fool“ og fjallar um það þeg- ar lögreglumennirnir stela vinn- ingslottómiða upp á 36 milljónir dollara af alræmdum eiturlyfja- sala. Tvær fyrrum söngkonur Dest- iny’s Child sem kærðu sveit- ina fyrir textabrot í slagaranum „Survivor" hafa nú náð sáttum. LeToya Luckett og LaTavia Ro- berson héldu því fram setningin „thought that I wouldn’t sell wit- hout you, sold 9 million" væri beint að þeim. Stelpurnar hættu í sveitinni árið 2000 og héldu því fram að Beyonce Knowles og fað- ir hennar vildu hafa stjórn á öllu. í þeirra stað komu söngkonunnar Farrah Franklin og Michelle Williams. Franklin hætti nokkrum mánuðum seinna og Destiny’s Child hefur verið tríó upp frá því. Tíu ný lög sem hljómsveitin Radiohead hefur verið að leika á tónleikum undanfarnar vikur eru þegar komin á netið. Hljómsveitin hefur verið í hljóð- veri síðustu mánuði að hljóðrita nýja breiðskífu og er talið að hún komi út snemma á næsta ári. Peter Jackson, leikstjóri Lord of the Rings þríleiksins, hefur kallað nokkra leikara til baka á tökustað til þess að skjóta nokkur ný atriði í næsta hluta „The Two Towers“ sem frumsýnd verður í desember. Bæði Elijah Wood og Sean Astin, sem leika þá Fróða og Samma, voru kallaðir til baka. Ástæðan er sú að Jackson vill gefa ferðalagi Hobbitanna og Gollum til Helsdyngju dýpra til- finningarlegra vægi. Fást í flestum byggingavöru- verslunum landsins. ALFABORG Skútuvogi 6 • Sími 568 6755 .TÓNLIST Með allt niður um sig Oasis hefur enn mikið aðdráttar- afl. Kannski ekki furða, enda var sá tími sem hljómur þeirra og vitsmunalegar lagasmíðar komu sem ferskur blær frá annars staðn- aðri tónlistarsenu Breta. Þeir höfðu nægilegt vit til þess að leyfa meló- díunni að vera í aðalhlutverki. í dag virðist lítið vera eftir af vitinu bak við þykkar augnabrýr Gallagher bræðra. Fyrsta smáskífan, „The Hindu Times“, rétt slapp fyrir horn. Ágætis lag sem gaf góð fyrir- heit um framhaldið. Næsta smá- skífa „Stop Crying Your Heart Out“ gæti hugsanlega verið þeirra besta síðan „D’You Know What I Mean?“. En það segir samt ekki mikið þar sem þær hafa verið allmargar síðan sú smáskífa kom út árið 1997. Á OASIS: HEATHEN CHEMISIRY plötunni er svo eitt fínt þriggja gripa lag eftir Liam, „Songbird", sem græðir sjarma sinn á barns- legri einfeldni sinni. En þar með er það upp talið. Noel, sem hefur vanalega séð einn og óstuddur um lagasmíðar, nær einungis að punga út 5 lögum. Þrjú þeirra hefðu aðeins getað end- að sem slöpp aukalög á smáskífur hér áður fyrr. Liam semur 3 sem gefur svo nýjum liðsmönnum sveit- arinnar rúm til þess að ota sínum smávaxna og innihaldsrýra tota að. Noel Gallagher er því miður búinn að missa það. „Heathen Chem- istry”, án efa versta plata Oasis frá upphafi. Birgir Örn Steinarsson FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.