Fréttablaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 14
HVER ER TILGANGUR LÍFSINS? 14> FRÉTTABLAÐIÐ 27. júlí 2002 LAUGARDAGUR Gallerí Hlemmur: Sænskur gjörningur Jesús Kristur sagði: Elskið hver annan eins og ég hef elskað yður. Það er tilgangur lífs- ins, að við elskum hvert annað. Cuðmundur Jónsson, forstöðumaður. sýninc I dag klukkan 16 opnar Elin Wikstrom einkasýningu í Gallerí Hlemmi. Sýningin ber titilinn Cool or lame? 2002. Verkefni er í vinnslu, og verður listamaðurinn á staðnum allan sýningartímann að starfa við verkefnið og taka á móti gestum. Verkefnið varð upphaf- lega til úr sýningunni „Exchange & transform" á Kunstverein í Miinchen í apríl. „Frá og með 26. apríl 2002 setti ég mér verkefni: Að nota ekki föt sem ég á, né held- ur kaupa ný, og ganga einugis í fötum sem ég hef gert sjálf til 26. apríl 2003 (að skóm og sokkum undanskildum). Sjö vikum seinna kunni ég orðið vel að sauma og hafði lokið gerð sumarfatnaðar og einhverju fyrir haustið. Ég valdi sérstaklega þetta verkefni því það gæti orðið til gagngerra breytinga á lífi mínu og lifnaðarháttum," segir listakonan. Elín Wikström er sænsk. Hún er gjörningalistamað- ur, fædd 1965. Hún hefur tekið þátt í fjölda alþjóðlegra sýninga, meðal annars Feneyja tvíæringn- um og er nú starfandi professor í Umeá Konstögskolan í Svíþjóð. Elín Wikström er talin meðal eftir- tektarverðustu ungu listamönnum á Norðurlöndum. Gallerí Hlemm- ur er í Þverholti 5 og er opið fimmtudaga til sunnudaga klukk- an 14-18.B ELIN WIKSTROM Setti sér það markmið að kaupa enga flík í heilt ár, og ganga bara í fötum sem hún saumar sjálf. Jómfrúin: ' | i r r lno Andrésar Þórs djass Á níundu tónleikum sum- artónleikaraðar veitingahússins Jómfrúrinnar við Lækjargötu í dag, kemur fram tríó gítarleikar- ans Andrésar Þórs Gunnlaugsson- ar. Með Andrési leika orgelleikar- inn Agnar Már Magnússon og hol- lenski trommuleikarinn Rene Winter. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og standa til kl. 18. Leikið verður utandyra á Jómfrúrtorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jóm- frúnni. Áðgangur er ókeypis. ■ Stórsýning Vesturports á Títusi eftir Shakespeare Leikritið verður sýnt í vöruskemmu í kvöld, aðeins íþetta eina skipti. Fjöldi listamanna kemur að sýningunni, sem Björn Hlynur leikstjóri segir að verði stórkostleg upplifun. DRAUMAVERKEFNI Títus er einn af harmleikjum Shakespeares, en í sýningu Vesturports er mikið líf og fjör. Árbæjarsafn: Fjölbreytt dagskrá um helgina söfn Um helgina verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í Árbæjar- safni. í dag verða tónleikar kl. 14, en í sumar hefur safnið lagt áher- slu á að kynna ungt og efnilegt tónlistarfólk. Að þessu sinni syng- ur Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Einnig er í dag boðið upp á dag- skrá fyrir börnin. Á morgun verður heyjað á Ár- bæjartúninu. Húsbændur og hjú í Árbæ slá með orfi og Ijá, raka og rifja, taka saman og binda í bagga. Húsfreyjan í Árbæ býður gestum og gangandi upp á nýbakaðar lummur. Þá verður boðið upp á ýmislegt fyrir börnin, við Korn- húsið eru leikföng; stultur, húla- hringir sippubönd og fleira en ein- nig geta börn og fullorðir farið í búleik og handfjatlað leggi og skeljar. Klukkan 14 hefst sýning á sjónleiknum Spekúlerað á stórum skala en þar býður Þorlákur Ó. Johnson gestum upp á skemmti- dagskrá og varpar ljósi á lífið í Reykjavík á 19. öld. I Dillonshúsi getur fólk satt hungrið, en alla sunnudaga í sumar er boðið upp á heimilislegt kaffihlaðborð. ■ —«— Gallerí i8: Video-inn- setning Birtu sýning í dag klukkan 16 opnar Birta Guðjónsdóttir sýningu í rými undir stiganum í i8. Birta út- skrifaðist frá myndlistardeild LHÍ síðastliðið vor og mun sýna vídeó-innsetningu sem ber heitið „Hér er gott“. „I verkinu leitast ég við að skapa upphafið andrúms- loft, en við slíkar aðstæður er oft auðveldara að komast að niður- stöðu, finna svör við lífsins mikil- vægustu spurningum," segir Birta Guðjónsdóttir. i8 er opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. LAUGARDAGURINN 27. JÚLÍ SKEMMTANIR_________________________ 16.00 Tríó gítarleikarans Andrésar Þórs Gunnlaugssonar á Jóm- frúnni. Með Andrési leika orgel- leikarinn Agnar Már Magnússon og hollenski trommuleikarinn Rene Winter. 22.00 Rauða Húsið á Eyrarbakka. Diskórokktekið & plötusnúðurinn DJ SkuggaBaldur. Players, Kópavogi Geirmundur Valtýs- son með sveiflu í kvöld. Vopnafjörður, Vopnaskak. Sálin hans Jóns míns. I Sjallinn, Akureyri. Stuðmen halda uppi fjörinu. TÓNLEIKAR__________________________ 12.00 Á hádegistónleikum Hallgríms- kirkju í dag leikur Aivars Kalejs, organisti frá Lettlandi í tónleika- röðinni Sumarkvöld við orgelið. Aivars Kalejs er þriðji organistinn frá Eystrasaltslöndunum sem kemur til að veita innsýn í orgel- hefð þeirra. 14.00 Skálhoitshátíð hefst klukkan 14 f dag með umræðum í Skálholts- skóla um viðhorf ungra tónskálda til íslensks söngarfs. Hátíðin stendur alla helgina og verða tón- leikar f kirkjunni klukkan 15 og 17 í dag og klukkan 15 á morgun. LEIKHÚS____________________________ 20.30 Ferðaleikhúsið Light Nights f Kaffileikhúsinu, Hlaðvarpanum. Efni sýningarinnar er íslenskt en flutt á ensku, nema nokkrir þjóð- lagatextar og rimur. Aðgöngumið- ar f Upplýsingamiðstöð ferðmála í Bankastræti. OPNANIR____________________________ í dag verður opnuð í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarð- ar, sýning á verkum austurrísku listakon- unnar Maria Elisabeth Prigge. Sýningin er samstarfsverkefni Hafnarborgar og Borgarlistasafnsins í Albstadt í Þýska- landi. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og henni lýk- ur 12. ágúst. I dag verður opnuð grafíksýning í Sverrissal og Apótekinu í Hafnarborg. Sýnendur eru hópur úr félaginu fslensk grafík sem hefur einnig skipulagt sýn- ingu f Grænlandi 2001 og næst í Fær- eyjum árið 2003. í dag klukkan 16 opnar Elin Wikstrom sýningu í Gallerí Hlemmi. Sýningin ber titilinn Coof or lame? 2002. Gallerf Hlemmur er í Þverholti 5 og er opið fimmtudaga til sunnudaga klukkan 14- 18. Sýningin stendur til 18. ágúst. leikhús Leikhúsið Vesturport sýn- ir í kvöld leikritið Títus eftir William Shakespeare í íslenskri þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Þátttakendur í sýningunni eru, auk leikara, hönnuða og tónlistar- manna Vesturports-hópsins, Kvennakór Reykjavíkur, Karla- kór Reykjavíkur og Götuleikhús íþrótta- og tómstundarráðs Reykjavíkur. Sýnt verður í 1.200 fermetra vöruskemmu, aðeins í þetta eina skipti. Björn Hlynur, leikstjóri, segir margar ástæður fyrir því að verkið er bara sýnt einu sinni. „Mig langaði frekar að búa til eina stóra sýningu, eitt augna- blik, heldur en að vinna með þessa endurtekningu sem leik- húsið er alltaf. Við æfum stutt, vinnum hratt og mikið og sú að- ferð skilar sér í sýningunni, sem verður kraftmikil," segir Björn Hlynur. Hann segir Títus hafa verið draumaverkefni sitt í tvö ár. „Við bjuggum Vesturport til og það er einmitt staðurinn til að láta drau- mana rætast. Æfingar, sem hafa staðið í rúma viku, hafa verið óhemju skemmtilegar. Svona stuttur æfingatími gerir það að verkum að maður veltir sér ekki f upp úr hugmyndunum. Fyrsta | hugmyndin er alltaf best og mað- 2 ur bara treystir á það.“ Björn J segir tónlistina líka hafa verið ~ sérstaklega samda fyrir verkið og hún er flutt „live“. Tónlistin setur mikinn svip á sýninguna." Leikritið Títus Andrónikus er einn af fyrstu harmleikjum Shakespeares sem hann skrifaði þegar hann var tiltölulega ungur höfundur og ritstíll hans var enn- þá álitinn heldur hrár og ófágað- í dag verður opnuð sýningin Milli goð- sagnar og veruleika - nútímalist frá arabaheiminum í Listasafni Akureyrar. Sýningin er frá Konunglega fagurlista- ur. Leiksýning eftir þessu til- raunakennda handriti hans var fyrst flutt árið 1593 og síðar gef- ið út 1594 eftir skítugum minnis- blöðum skáldsins og handriti safm f Amman í Jórdanfu og er ætlað að varpa nýju Ijósi á heim araba sem verið hefur svo mikið í kastljósi vestrænna fjölmiðla að undanförnu. Sýningunni lýkur 8. september. Safnið er opið alla daga nema mánudaga milli kl. 12 og 17. í dag klukkan 17 opna Tinna Kvaran, Magnús Helgason, Þuríður Helga Kristjánsdóttir, Ditta (Arnþrúður Dags- dóttir og Steinþór Carl Karlsson sýn- inguna „Jæja já" í Gallerí Skugga, Hverf- isgötu 39. Sýningin í Gallerf Skugga stendur yfir til 18. ágúst nk. og er opin alla daga nema mánudaga kl. 13-17. Að- gangur er ókeypis. "við og við" er yfirskrift samsýningar sjö myndlistarmanna sem verður opnuð í Slunkaríki á (safirði f dag. Listamennirn- ir eru Arnfinnur Amazeen, Baldur Geir Bragason, Bryndfs Erla Hjálmarsdóttir, Elín Helena Evertsdóttir, Markús Þór hvíslara frá fyrstu uppsetning- unni. Leikritið er nú sett upp í fyrsta skipti á íslandi. Sýningin hefst kl. 20 í kvöld í Loftkastalanum.edda @frettabladid.is Andrésson, Sigríður Björg Sigurðardóttir og Þurfður Sigurðardóttir. Á sýningunni eru málverk, teikningar, Ijósmyndir og innsetningar. Listamennirnir eru allir bú- settir á Reykjavíkursvæðinu og hafa starfað og sýnt saman undanfarið ár og meðal annars staðið fyrir myndlistarvið- burðum undir nafninu Opna galleríið. SUNNUPAGURINN ~ 28. JÚLÍ LEIKHÚS_____________________________ 21.20 Ferðir Guðríðar, leikrit eftir Brynju Benediktsdóttur sem sýnt er í Skemmtihúsinu, Laufásvegi 22. Miðasala er í Upplýsingaþjón- ustu ferðamála í Bankastræti. Leikið er á ensku. 20.30 Ferðaleikhúsið Light Nights f Kaffileikhúsinu, Hlaðvarpanum. Efni sýningarinnar er islenskt en 13-17. Tvö námskeið eftir í sumar! Kennt er í tveimur aldurshópum, 10-12 ára og 13-15 ára. Námskeiðin standa yfir í tvær vikur 29. júlí -10. ágúst og 12. ágúst - 22. ágúst Nánari upplýsingar og skráning í síma 575-1575 Leiklistarskóii Borgarleikhússins og Kvikmyndaskóla íslands

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.