Fréttablaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 27. júlí 2002 LAUGARPAGUR SVONA ERUM VIÐ KONUR HAFA VINNINGINN Karlar eru fjölmennari en konur í þremur af tólf póstnúmerum Reykjavíkur. ( öllum hinum póstnúmerunum í höfuðborginni hafa konur vinninginn. KYNJASKIPTING EFTIR HVERFUM KARLAR KONUR 101 Reykjavík 7.294 103 Reykjavík 832 968 104 Reykjavík 4.510 4.847 105 Reykjavík 7.449 7.825 107 Reykjavík | 4.912 108 Reykjavík 5.967 6.276 109Reykjavík 6.147 6.356 110 Reykjavík 4.567 4.430 11JReykjavík 4.760 112 Reykjavík 8.654 8.905 113 Reykjavík 107 117 116 Reykjavík 395 372 HEIMILD: HAGSTOFAN| Hassmálið til ákæruvaldsins: Rannsókn lokið logregla Fíkniefnadeild lögregl- unnar í Reykjavík hefur lokið rannsókn á máli sem tengist inn- flutningi á um 30 kílóum af hassi. Maður um fimmtugt hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Búist við því að gögn í málinu verði send ríkissaksóknara á næstu dögum. Lögreglan lagði hald á efnið í mars, en það kom til landsins í gámi með flutningaskipi frá Norðurlöndunum. Lögreglan hef- ur aldrei áður lagt hald á jafn- mikið magn af hassi í einni send- ingu. I fyrradag var maður dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir til- raun til smygls á 30 kílóum af hassi frá Spáni, en efnið var gert upptækt á flutningamiðstöð í Barcelona. ■ Stofnfj áreigandi í SPRON: Vill van- traust á stjórn spron Sveinn Valfells, stofnfjár- eigandi í SPRON hefur sent stjórn sparisjóðsins bréf þar sem hann krefst þess að á fyrirhuguð- um fundi stofnfjáreigenda, 12. ágúst næstkomandi, verið tekin fyrir tillaga um vantraust á stjórn sjóðsins og ný stjórn kjör- in. í bréfi sem Sveinn sendi Jóni G. Tómassyni, formanni stjórnar SPRON, segir að ástæða van- trauststillögunnar sé ummæli stjórnar SPRON á opinberum vettvangi um að hún hyggist ekki samþykkja viðskipti á grundvelli samnings fimm stofnfjáreigenda við Búnaðarbankann. ■ Skuld Norðudjósa við Islandsbanka Hætt við gjaldfellingu norðurljós Samkomulag hefur tekist milli íslandsbanka og Norð- ur'.jósa vegna stefnu sem þingfest hafði verið á hendur Norðurljós- um. Bankinn stefndi vegna eftir- stöðva 60 milljóna króna víxils. Norðurljós hafði greitt 20 milljón- ir króna af þessum víxli til ís- landsbanka, en 40 milljónir voru eftir, auk vaxta og kostnaðar. Það hefur nú verið gert upp. Gjaldfell- ingar íslandsbanka og Lands- banka sem mikið hafa verið til umræðu að undanförnu hafa því verið dregnar til baka. Gjaldfell- ing þriðja bankans, Búnaðar- banka íslands hf. stendur því ein eftir. ■ Eigið fé Islandsbanka 20 milljarðar: 1.647 milljóna hagnaður Islandsbanka afkoma íslandsbanki hagnaðist um 1.647 milljónir króna eftir skatta á fyrri hluta ársins. Árs- hlutauppgjör bankans var birt í gær og sýndi að arðsemi eigin fjár fyrstu sex mánuði ársins nam 17,6%. Stjórnendur bankans gera ráð fyrir að afkoman verði jafnvel betri á síðari helmingi ársins. Staða íslandsbanka er afar sterk. Eigið fé bankans nam 20 milljörðum króna í lok síðasta mánaðar og er eiginfjárhlutfallið á CAD grunni 12,2%. Heildareign- ir bankans voru í lok júní metnar á 320 milljarða króna. Þá höfðu þær að vísu dregist saman um 8,1%, einkum vegna gengisáhrifa. Hreinar vaxtatekjur námu tæpum fimm milljörðum króna á tímabilinu. Þær drógust saman um 9,1% á milli ára. Þar ræður lækkandi verðbólga miklu. Vaxta- munur var 3,5% fyrri hluta síð- asta árs en 2,9% fyrstu sex mán- uði þessa árs. Rekstrartekjur bankans námu 6.893 milljónum króna en rekstr- arkostnaður 3.714 milljónum. Kostnaður sem hlutfall af tekjum var 53,9%. ■ ÍSLANDSBANKI Afkoma bankans fyrstu sex mánuðina var með besta móti. Forstjórar hans gera sér vonir um betri seinni hluta árs. FRÉTTASKÝRING Allt annað en frjáls innflutningur Tillögur Bandaríkjanna um niðurskurð á stuðningi við landbúnað hafa valdið deilum. Þær gera ráð fyrir stórfelldum niðurskurði til landbúnaðar. Búverndin hér á landi kostar fjögurra manna Qölskylduna andvirði mánaðarvinnu árlega. landbúnaður Tillögur banda- rískra stjórnvalda um að draga verulega úr ríkisstyrkjum til landbúnaðar og lækka innflutn- ingstolla hafa vakið blendin við- brögð meðal annarra þjóða. Evr- ópusambandið og Japan, þar sem stuðningur við landbúnað er einna mestur, hafa lýst efasemdum um tillögurnar og heilindi Banda- ríkjamanna, en Ný-sjálensk stjórnvöld hafa tekið tillögunum fagnandi. Samkvæmt tillögum Banda- ríkjanna, sem eru ætlaðar sem innlegg í umræðuna um breyting- ar á alþjóðareglum um viðskipti með landbúnaðarafurðir, myndu tollar falla úr 62% að meðaltali í 15% og þak yrði sett á ríkisstyrki til landbúnaðar sem næmi fimm £ prósentum af andvirði framleiðsl- I unnar innanlands. Ef tillögurnar § næðu fram að ganga yrði það i stærsta skrefið í átt að frjálsum | viðskiptum við landbúnaðarafurð- £ ir hingað til. Á því eru hins vegar £ litlar líkur. Japanir og Evrópu- sambandið óttast áhrif frjálsrar verslunar á minni býli. Að auki benda þau réttilega á að einungis tveir mánuðir eru liðnir frá því bandarísk stjórnvöld samþykktu að fara langleiðina í að tvöfalda styrki til landbúnaðar næsta ára- tuginn. í gegnum tíðina hefur gengið erfiðlega að semja um frjálsari viðskipti með landbúnaðarafurðir. Það skýrist að sumu af því að um gríðarlegar upphæðir er að ræða og öfluga þrýstihópa. Samkvæmt tillögum Bandaríkjastjórnar myndu bændur í ríkari löndum heims verða af 8.500 milljörðum króna sem þeir hafa fengið í ríkis- styrki. Það jafngildir 37 földum fjárlögum íslenska ríkisins. Sá hluti í tillögum bandarískra stjórnvalda sem almenningur finndi mest fyrir ef tillögurnar næðu fram að ganga er talsverð lækkun á tollum á innfluttum mat- vælum. Bandaríkjamenn vilja að tollarnir verði ekki hærri en 15%. Hér á landi leggst 30% verðtollur á innflutt matvæli. Við það bætist magntollur á hvert innflutt kíló. Sá tollur nemur frá 202 krónum á kílóið upp í 1.462 krónur. Þessir tollar gera það að verkum að inn- fluttar landbúnaðarafurðir geta ekki keppt við innlendar. Bú- verndin kostar almenning 10,6 milljarða króna árlega. Það jafn- gildir um 150.000 krónum á fjög- KEYPT f HELGARMATINN Ríkisstyrkir til bænda og hömlur á innflutn- ingi landbúnaðarafurða hafa í för með sér að almenningur er að greiða mun hærra matvælaverð en ella væri. urra manna fjölskyldu. Miðað við tvær fyrirvinnur með 200.000 krónur í laun fyrir skatta lætur nærri að hvor fyrirvinna um sig verði að vinna hálfan mánuð á ári til að standa straum af kostnaði vegna búverndarinnar. brynjolfur@frettabladid.is Tollar á landbúnaðarafurðum: Alögur sem gera innflutning ómögulegan TOLLAR OG ÚTSÖLUVERÐ NOKKURRA TEGUNDA Afurð Tollur á hvert kíló Verð í Nóatúni 26. júlí Nautalundir ;|; 1.462 kr. +30% 3.298 kr. Hakkað nautakjöt 510 kr. +30% 949 kr. Svínabógur 464 kr. +30% 599 kr. Svínahryggssneíðar 775 kr. +30% 1.045 kr. Lambalærisneiðar 382 kr. +30% i—BiBgl 1.398 kr. j Heill kjúklingur 603 kr. +30% 695 kr. matvæli Með samþykkt Alþjóða viðskiptastofnunarinnar um heimsviðskipti með landbúnaðar- afurðir á fyrri hluta síðasta ára- tugar var samþykkt að taka upp verðtolla í stað innflutningsbanna til að gera stuðning við landbúnað sýnilegri. Reglurnar hafa í för með sér að leyfilegt er að flytja inn landbún- aðarafurðir frá útlöndum en framkvæmdin gerir það ómögu- legt þar sem ekki er hægt að keppa við innlendar í verði. Frá því er þó sú undantekning að flyt- ja má inn afurðir sem nema þrem- ur til fimm prósentum af heildar- sölu á lægri tollum. Eins og sjá má á töflunni hér til hliðar eru tollarnir misjafnir milli tegunda en geta verið mjög háir eins og sést á því að þeir sem flytja inn nautalundir verða að greiða 1.462 krónur á hvert kíló í magn- tolla auk 30% verðtolla sem eru reiknaðir af innkaupsverði. Þó magntollurinn sé hæstur þar í krón- um talið finnst meira fyrir honum í sumum öðrum afurðum. Þannig verður að greiða 603 krónur í tolla af hverju kíló af heilum kjúklingum sem er flutt inn auk 30% verðtolls. í gær mátti kaupa heilan kjúkling út úr búð á 695 krónur. ■ Bætt afkoma Nýherja: 90 milljóna viðsnún- ingur AFKOMA Nýherji skilaði 53,8 millj- óna króna hagnaði eftir skatta fyrstu sex mánuði þessa árs. Þetta sr talsverð breyting frá því á sama tíma á síðasta ári. Þá var 36,3 milljóna króna tap á rekstri fyrirtækisins eftir skatta. Þetta kemur fram í árs- hlutauppgjöri Nýherja sem var birt í gær. Stór hluti viðsnúnings- ins átti sér stað á öðrum fjórðungi ársins. 30 milljóna króna hagnað- ur var í ár en 40 milljóna tap á sama tíma fyrir ári. Eigið fé Nýherja er 1.274 millj- ónir króna. ■ NÝHERJI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.