Fréttablaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 6
SPURNING DAGSINS £ FRÉTTABLAÐIÐ 27. júlí 2002 LAUGARPAGUR Vandræði í Fellahverfi í Breiðholti: 14 mínútna gangur í strætó Hver ræður heima hjá þér? Ég og mamma mín. Andri Freyr Halldórsson ALMENNINGSSAIMGÖNGUR „FÓlk er óhresst með þetta. Sjálf er ég 14 mínútur að ganga út á stoppistöð," segir Harpa Njáls íbúi í Fella- hverfinu í Breiðholti. Eins og svo margir aðrir í hverfinu verður Ilarpa áþreifanlega vör við fram- kvæmdir vegna undirganga sem verið er að leggja undir Austur- bergið og hamlar umferð strætis- vagna í hverfinu. Hafa fram- kvæmdirnar leitt til þess að tvær stoppistöðvar í Austurberginu eru ekki lengur hluti af leiðakerfi strætisvagnanna. Hörður Torfa- son vísnasöngvari, sem býr tíma- bundið í Fellahverfinu, lýsti reynslu sinni af strætisvögnunum hér í Fréttablaðinu í gær, en Hörð- ur verður að fara allra sinna ferða í leigubíl og er ósáttur við. Harpa kýs hins vegar að ganga en hefur fundið lausn á vandamálinu sem stjórnendum Strætó yfirsást: „Það væri hægt að láta leið 14 keyra Norðurfellið og taka þar með aðra af tveimur stoppistöðv- unum sem nú eru ekki inn í kerf- STOPPISTÖÐIN I AUSTURBERGI Enginn bíður - enginn strætó. inu. Af því yrði mikið hagræði fyrir strætisvagnafarþega," segir Harpa sem fer með strætó til og frá vinnu dag hvern og oftar ef þannig stendur á. Henni finnst of langt að ganga í 14 mínútur út á stoppistöð. Framkvæmdum við undirgöngin í Austurberginu lýk- ur ekki fyrr en 10. ágúst ef tímaá- ætlanir standast. ■ Sala ríkisbankanna: Gildingarhópur- inn áhugasamur viðskipti „Á meðal hugsanlegra fjárfesta eru m.a. hluthafar í Bún- aðarbanka íslands sem eignuðust hlut í bankanum við sameiningu Gildingar fjárfestingarfélags og Búnaðarbankans,“ segir Þórður Magnússon, rekstrarhagfræðing- ur, sem fer fyrir hópi fjárfesta sem óskað hafa eftir viðræðum um kaup á hlut ríkisins í öðrum hvor- um ríkisbankanum. Hann segir að það sé þó ekki allur hópurinn. Tengslin við Búnaðarbankann eru talsverð í fjárfestahópnum. Þórður segir þó að ekki megi álykta að hugur þeirra beinist eingöngu að Búnaðarbankanum. ■ VIÐSKIPTI [ GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 85,27 -0,29% Sterlingspund 134,70 0.25% Dönsk króna 11,49 -0,05% Evra 85,40 -0,04% Gengisvistala krónu 127,66 -0,15% KAUPHOLL ISLANDS Fjöldi viðskipta 177 l Velta 1101,9 milljón 1CEX-15 1.261,3 -0,44% Mestu víðskíptí Grandi 89.086.000 íslandsbanki 35.267.164 Landsbankinn 13.053.516 Mesta hækkun Fiskmarkaður Islands 13,79% Grandi 4,55% Marel 1,46% Mesta lækkun Tryggingamiðstöðin 5,22% Hraðfrystihús Þórshafnar 3,23% Búnaðarbanki íslands 2,22o/o ERLENDAR VÍSITÖLUR* Dow Jones 8191,7 0,1% Nasdaq 1251,4 0,9% FTSE 4016,6 1,3% DAX 3549,2 0,8% Nikkei 9591.03 -3,41% S&P 842,9 0,5o/o *Erlendar vísitölur kl. 16.15 Ríkissjóður: Afkoman fjórum millj- örðum lakari efnahagsmál Afkoma ríkissjóðs versnaði á fyrri hluta þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Af- koman er einnig verri en gert var ráð fyrir í fjárlögum og munar um 4 milljörðum króna. Þetta stafar að sögn fjármálaráðuneytisins al- farið af viðbótarútgjöldum. Þau eru einkum auknar vaxtagreiðsl- ur vegna innlausnar spariskír- teina, áhrif aðgerða stjórnvalda til að halda aftur af verðbólgu, auknar greiðslur til sjúkrahúsa og greiðslur til lífeyrissjóða vegna uppbóta á lífeyri. Þá vega aukin framlög til Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs og Ábyrgðarsjóðs launa einnig þungt. Heildartekjur ríkissjóðs námu 113 milljörðum króna, hækka um tæplega 5% frá fyrra ári. Skatttekjur ríkissjóðs hækka heldur minna, eða um 4,5%. Til samanburðar námu verðlags- breytingar um 7% á þessu tíma- bili og segir fjármálaráðuneytið því ljóst að áfram gæti nokkurs samdráttar í efnahagslífinu á fyrri hluta ársins. Hins vegar staðfesti tölurnar að samdráttur- inn sé í rénun. ■ Sandgerðisbæ synjað um eigin barnavemdarnefnd Bærinn of fámennur til að hafa eigin nefnd segir Félagsmálaráðuneytið. Setur allt forvarnarstarf í málaflokknum í uppnám segir formaður bæjarráðs IsJÓÐUR SVEITARFÉLAGA Samvinna er af hinu góða en við teljum að þessum málaflokki verði betur sinnt heima í héraði, eink- um forvarna- starfinu sandgerðisbær „Synjun ráðuneyt- isins setur í uppnám starf félags- málastjóra á sviði forvarnarmála leikskóla, grunnskóla og á sviði ___4__ félagsmála al- mennt. Við viljum að ráðuneytið end- urskoði fyrri ákvörðun sína og heimili okkur að hafa eigin barna- verndarnefnd, þrátt fyrir að 100 manns vanti upp á lágmarksíbúa- fjölda," segir ^___ Reynir Sveinsson, formaður bæjar- ráðs Sandgerðisbæjar. Sandgerðisbær sótti í lok júní um undanþágu frá ákvæðum barnaverndarlaga sem kveða á um að íbúafjöldi að baki hverri barnaverndarnefnd skuli ekki vera færri en 1.500. Bæjaryfir- völd bentu á að íbúar Sandgerðis- bæjar hefðu um síðustu áramót verið 1.400 og þeim færi ört fjölgandi. Þá hefði verið ráðinn vel menntaður félagsmála- stjóri til bæjarins sem sinnti barnaverndar- starfi í bænum og engar kærur eða áminningar hefðu borist bæjaryfir- völdum vegna þessa við- kvæma málaflokks. Félagsmálaráðuneytið hafnaði ósk Sandgerð- inga og sagði að ekki hefðu komið fram nægar ástæður fyrir undanþágu frá lágmarkinu. Ráðuneytið segir samgöngur góð- ar og fjarlægðir litlar á Suðurnesj- um. Landfræðilegar aðstæður eigi því ekki við og ekki hafi verið bent ' AHADUNEYTI • 'iAL AFfAtM G*mí*r Squalltr ftmitf AUtfrt SAMQONGUBÁÐUHEYTl MHiisTBvor commtncmGm COBfflBnf/ÍlítfA* VINNUMÁLASTOFNUM OWtClMKtt ■OfJ.MVM REYNIR SVEINSSON, FORMAÐUR BÆJARRÁÐS SANDGERÐIS Viljum undanþágu þótt 100 hausa vanti í bæjarfélagið. Forvarnarstarf i leikskólum og grunnskólum er í húfi. á hvaða aðrar aðstæður hamli sam- einingu barnaverndarnefndar Sandgerðis við nágrannasveitarfé- lag, til dæmis Reykjanesbæ. „Bæjarráð samþykkti í vik- unni að óska eftir greinargerð frá félagsmálastjóra um málið og sú greinargerð fer með ítrekaðri ósk okkar til ráðuneytisins. Sam- vinna er af hinu góða en við telj- um að þessum málaflokki verði betur sinnt heima í héraði, eink- um forvarnastarfinu," segir Reynir Sveinsson. í framhaldi af ósk Sandgerðis- bæjar hefur Félagsmálaráðu- neytið sent öllum sveitarfélögum í landinu bréf þar sem vakin er athygli á umræddu ákvæði um að 1.500 manns skuli að lágmarki vera að baki hverri barnavernd- arnefnd. ■ Gísli Marteinn Baldursson á nýjum slóðum: Varaborgarfulltrúi með spjallþátt sjónvarp „Þetta verður opið og létt,“ segir Gísli Marteinn Bald- ursson varabogarfulltrúi sem ráð- inn hefur verið til að stjórna spjallþætti í Ríkissjónvarpinu á laugardagskvöldum í vetur. Hitar Gísli Baldur þar upp fyrir Spaug- stofuna sem aftur fer á stjá um svipað leyti. „Þetta verða 30 - 40 mínútna þættir þar sem ég fæ til mín einn eða fleiri gesti og blanda öllu saman. í raun er þetta útvíkk- un á Kastljósi á laugardögum og ef ég á að nefna einhverja fyrir- mynd þá er það Michael Parkin- son sem verið hefur með svona þætti í BBC svo áratugum skipt- ir,“ segir Gísli Marteinn sem er klár í slaginn og hlakkar til. Sem borgarfulltrúi situr hann í sam- göngunefnd Reykjavíkurborgar, Miðborgarráði og svo í samráðs- nefnd lögreglunnar á höfuðborg- arsvæöinu. Þá er Gísli Marteinn varamaður í menningarnefnd og hefur setið fundi hennar í sumar: „Ég get lifað á þessu tvennu enda geri ég ekki miklar kröfur," segir Gísli Marteinn sem er að fly- tja úr Þingholtunum yfir á Mel- haga. Á Urðarstígnum var orðið of þröngt um fjölskylduna og því kærkomið að komast á Hagana þar sem víðara er á milli veggja. ■ GÍSLI MARTEINN Niðurstöður borgarstjórnarkosnínganna í vor leiddu hann í sjónvarpið aftur. Sigmar frá Stöð 2 til Sjónvarpsins Fer í Kastljósið fjölmiðlar Sigmar Guðmundsson, fréttamaður á Stöð 2, verður þriðji maðurinn í Kastljósi Sjónvarpsins í vetur, eftir því sem kemur fram á vefnum strik.is. Fyrir eru Eva María Jónsdóttir og Kristján Krist- jánsson. Sigmar Guómundsson kemur í stað Gísla Marteins Baldurs- sonar, sem sinnir öðrum verkefnum hjá Sjónvarpinu og sagt er frá hér til hliðar. Sigmar var til skamms tíma fréttamaður á Sjónvarpinu, flutti sig árið 2000 upp á Krókháls en er nú á heimleið á ný. ■ EVA MARÍA Hún og Kristján Kristjánsson fá nýjan samstarfs- mann í Kastljósið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.