Fréttablaðið - 27.07.2002, Síða 10

Fréttablaðið - 27.07.2002, Síða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 27. júlí 2002 LAUGARPACUR SAMVELDISLEIKAR Knattspyrnustjarnan David Beckham mætti með nýja hárgreiðslu þegar hann hitti bresku drottninguna, Elísabetu 2., í mót- töku fyrir setningarathöfn Bresku samveld- isleikanna I Manchester. ÍÞRÓTTIR í DAG 10.50 RÚV Formúla 1 13.00 RÚV Véihjólasport 13.45 Sýn Símadeildin (ÍA - KR) 14.00 Akranesvöllur Símadeíld karla (ÍA - KR) 14.00 Ásvellir 1. deild karia (Haukar - Þrótt. R.) 14.00 Varmánröllur 1. deild karla (Aftureld. - Sindri) 16.00 Sýn Toppleikir 18.00 Sýn iþróttir um allan heim 22.40 Sýn Hnefaleikar (Forrest - Mosley) ÍÞRÓTTIR SUNNUDAG 11.30 RÚV Formúla 1 14.35 Stöð 2 Mótorsport (e) 19.15 Kaplakrikavöllur Símadeild karla (FH - Þór A.) 19.30 Sýn Golfstjarnan Carlos Franco 20.00 Sýn Golfmót í Bandarikjunum 21.45 RÚV Helgarsportið 22.30 Sýn íslensku mörkin 1 fótboltTI Hinn þrítugi Brasilíumað- ur Rivaldo gengur líklega til liðs við stórliðið AC Milan á Ítalíu. Sagt er að samningurinn verði til tveggja eða þriggja ára og Rivaldo verði að sætta sig við töluvert lægri laun en hjá Barcelona. iddlesboro hefur keypt Brasilíumanninn Juninho frá Atletico Madrid fyrir 6 milljónir punda, svo framarlega sem hann stenst læknisskoðun og fær at- vinnuleyfi. Þetta verður í 3. sinn sem hann leikur með félaginu. Formúla um helgina í Hockenheim: Brautin erfið yfirferðar kappakstur Michael Schumacher virðist enn vera hungraður þótt hann sé þegar búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í For- múlu 1. Hann ók hraðasta æf- ingahringinn á Hockenheim- brautinni í Þýskalandi í gær. Rubin Barrichello náði næst besta tímanum og Kimi Raikkonen þeim þriðja. Kepp- endur áttu í þó nokkrum erfið- leikum á nýuppgerðri brautinni og misstu bæði Jarno Trulli og Alex Yoong bíla sína útaf braut- inni strax í upphafi. Ferrari er þegar búið að tryg- gja sér sigur í keppni bílasmiða. Williams og McLaren berjast um annað sætið. Fyrrnefnda liðið hefur þó nítján stiga forskot. Tímatökur fyrir Hockenheim kappaksturinn verða í dag klukk- an ellefu. Keppnin sjálf verður á morgun og hefst bein útsending klukkan hálf tólf. Helstu fréttir úr Formúlunni í gær voru þó þær að Mika Hakkinen tilkynnti að hann myndi ekki snúa aftur á braut- ina. Hann varð tvisvar sinnum heimsmeistari. ■ HÆTTUR Finnski ökuþórinn Mika Hakkinen tilkynnti í gær að hann myndi ekki snúa aftur á kappakstursbrautina. Hann varð tvisvar sinnum heimsmeistari. EYLEIFUR HAFSTEINSSON Hefur bæði leikið með IA og KR. Hann segist halda með báðum liðum. Hann missir af leiknum í dag þar sem hann verður við veiðar. Heldur með báðum liðum U-21 árs NM í knattspyrnu: Island leikur um 7. sætið fótbolti íslenska kvennalandsliðið U-21 árs tapaði gegn Svíum 3-0 á opna Norðurlandamótinu í knatt- spyrnu í TUrku í Finnlandi í gær. Markalaust var í hálfleik eins og gegn Þjóðverjum í síðasta leik. Þetta var síðasti leikurinn í riðlin- um og ísland leikur því um 7. sætið á mótinu á morgun. Mótherjinn er Grikkland sem tók þátt sem gesta- þjóð á mótinu. Bandaríkin leika við Þýskaland í úrslitaleik eins og búist hafði verið við. Það gekk þó ekki þrautalaust hjá Bandaríkjamönn- um, því bæði Danmörk og Finnland fengu jafnmörg stig í riðlinum en Bandaríkin höfðu hagstæðari markatölu. ■ Dregið í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu: Zeljeznicar eða Lilleström gegn Newcastle fótbqlti í gær var dregið í 3. um- ferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu og komu flest stórliðin inn nú. Newcastle dróst á móti sigurvegara úr leik NK Zeljeznicar, andstæðinga Skagamanna og „íslendingaliðs- ins“ norska Lilleström. Manchest- er United þykir heppið að hafa sloppið við tyrkneska liðið Fener- bache, sem þeir drógust fyrst gegn en því var breytt vegna þess að tvö lið frá sama landi höfðu lent sam- an. Þeir leika því annað hvort gegn ungverska liðinu Zalaegerszegi eða NK Zagreb frá Króatíu. Bæði ensku liðin þykja hafa verið heppin með andstæðinga. Fyrri leikirnir eru 13. og 14. ágúst og seinni leikirnir 27. og 28. ágúst. Stórleikur í fótboltanum í dag þegar í A og KR mætast. Eyleifur Hafsteinsson var fyrstur knattspyrnumanna til að skipta úr liði Skagamanna yfir í KR. Hann segist hafa orðið fyrir nokkru aðkasti í heimabæ sínum í kjölfarið. fótbolti Sannkallaður stórleikur verður á Akranesi í dag þegar ís- landsmeistarar Skagamanna taka á móti KR í tíundu umferð Síma- deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 14. „Ég kemst því miður ekki á leikinn, því er nú ver og miður. Ég er að fara í veiði vestur í Dölum. Annars hefði ég örugglega rnætt," segir Eyleifur Hafsteinsson, fyrr- verandi leikmaður KR og ÍA. Ey- leifur lék með meistaraflokki Skagamanna árin 1964-1965. Árið 1966 fór hann til Reykjavíkur að læra rafvirkjun og ákvað að ganga til liðs við KR-inga. Það þótti saga til næsta bæjar enda Ey- leifur fyrsti knattspyrnumaðurinn sem gerðist svo djarfur að ganga úr röðum Skagamanna yfir í lið erkifjendanna í vesturbænum. „Það gekk nú á ýmsu uppi á Akranesi og ég varð fyrir nokkru aðkasti. En það var nú allt í lagi,“ segir Eyleifur sallarólegur þegar hann rifjar upp félagaskiptin. Hann vildi þó ekki hafa eftir þau nöfn sem fólk kallaði hann í kjöl- far slciptanna. „Þetta var nú ekki svo erfitt. Ég tók þetta allavega ekki nærri mér. Ég átti líka svo góðan tíma með KR. Þetta var mjög skemmtilegur tími.“ Eyleifur segist hafa fylgst með deildinni í sumar með öðru aug- anu. Áhugi hans hefur þó minnkað með árunum en hann fer á flesta heimaleiki ÍA. „Það gengur vel hjá KR. Þeir hafa staðið sig von- um framar. Vonandi heldur það áfram. Skagamenn byrjuðu væg- ast sagt mjög illa. Þeir hafa verið að ná sér á strik en fengu skell á móti Fylki í bikarnum. Ég vona að þeir nái sér á strik í leiknum gegn KR,“ segir Eyleifur inntur svara um gengi liðanna. Vesturbæjarliðið er efst í Símadeildinni og hefur sex stiga forystu á Skagamenn. Vinni KR- ingar leikinn í dag er hætt við að ÍA sé búið að missa þá of langt frá sér. „Skagamenn verða að vinna næstu leiki ef þeir ætla a< vera með í baráttunni Það er samt spurning hvort álagið sé ekki búið að vera mikið á liðið því það var að keppa í Evrópukeppn- inni.“ Aðspurður með hvoru liðinu hann héldi í dag sagði Eyleifur. „Ég held nú með báðum liðum og hef gert það í gegnum tíðina en ég þori ekki að spá um úrslitin.“ kristjan@frettabladid.is SVONA LÍTUR DRÁTTURINN ÚT: Shakhtar Donetsk - Club Brugge eóa Dynamo Búkarest Sportíng Líssabon - Inter Milan IHHÍ Rosenborg - Bröndby eða Dinamo Tirana NK Maribor eða APOEL Nicosia - AEK Athens Barcelona - FK Vardar eða Legia Varsjá AC ftfóian 1 Siovan Uberec FC Skonto eða Levski Sofia - Dynamo Kiev eða Pyunik Lilleström eða NK Zeljeznicar - Newcastie Hammarby eða FK Partizan - Bayern Munchen Genk - Sparta P: ;g eða FC Torpedo Kuta- isi Maccabi Haifa eða FC Belsbina Bodruisk - Sturm Graz Celtic - MSK Zilina eða Basel FeyenoJHIÍFe öahce Zalaegerszegi eða NK Zagreb - Mancnester United Boavista eóa FC Hibernians - Auxerre Lokomotiv Moskva - Grazer AK eða FC Sheriff Tiraspol OPID ALLA DAGA K L 12 - 19 O M = I í GÖMLU JAPIS BÚÐINNI, Brautarholti 2 Ný sending af geisladiskum! Ný sending af DVD 356 titlar < POPP-ROCK og HEIMSTÓNLIST - fjölbreytt flóra TÖLVULEIKIR í úrvali □ M =T ur ^ os ofl- 5SSSf*“* Virðum rétt verslunarmanna: LOKAÐ UM VER5LUNARMANNAHELGINA! SQM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.