Máni - 19.10.1880, Side 6

Máni - 19.10.1880, Side 6
27 M A N I. 28 hafa, hafa úr öllum áttum komið umkvart- anir í blöðunum, — þá fyrst hefir andinn komið yfir frelsis postulana, og þá láta þeir í ljósi skoðanir sínar hiklaust, en því gjörðu þeir það eigi áður? Vér erum að sönnu á- vallt að vakna og sjá æ betur að betur hvað efla má framfarir vorar, en þó eigum vér langt í land onn til algjörðra framfara, og ef vér höldum stefnu þeirri, sem þegar er tekin munum vér um síðir sigrast á þraut- um þeim, er enn eru framförum vorum til fyrirstöðu, þótt sá sé lagstur til hvíldar, er mest og best hefir unnið fyrir land vort og þjóð, og sýnt oss fram á að oss sé hollara að vinna með frarasýni og stillingu, en etja ofurkappi við ofjarla vora. Kartöflur. Næst brauði eru kartöflur hið kröptug- asta næringarefni, og í nokkrum löndum svo sem Skotlandi, írlandi og víðaí Suður-|>ýska- landi eru þær nálega hin eina fæða hinna fátækari jafnframt því, sem þær ávallt eru á borði auðmannsins. |>ær eru hollt næring- arefni með annari fæðu, þegar þær eru heil- brigðar og vel undirbúnar til fæðu, en það er mjög komið undir eðli þeitra og tegund, veðráttunni og umhyggju þeirri, er höfð er við yrkinguna. Til hinnar bestu tegundar heyra hinar stóru h v í t u ensku kartöflur, hinar flötu, löngu og mélkenndu, og yfir höfuð allar þær, er hafa þunna húð, er hæglega spryngur sundur við suðuna, er fljótt verða meyrar og þær, er að innan eru lausar við alla óheila bletti. Kartöflur má eigi liafa til fæðu fyrri en þær eru orðnar þroskaðar, sumpart af því, að þær geyma í sér nokkuð af eitri því, er finnst í blöðun- um (Solanin), og sum])urt af því, að þær enn þá eru of vökvakenndar, þungar fyrir melt- inguna og vanta aðalnæringar efnin, þar eð saðningskrapturinn einmitt vex með þorska undirvaxtarins (kartöflunnar). Slíkar óþrosk- aðar kartöflur valda opt iðrakveisu, velgju og uppköstum. þ>að er víst merki að kartöflur eru þroskaðar, þegar plantan hefir fengið fræ og visnar, og ef þær detta hæglega sundur við suðuna. Eigi má heldur borða þær kartöflur, er að hálfu eða öllu leyti liggja ofan jarðar, og mold hefir eigi verið þjappað að; þær eru grænar og beyskar. Að skera toppinn ofan af kartöflugrasinu er og skaðlegt fyrir vöxt þeirra. Varast verður einnig að hafa til matar frostnar kartöflur, er misst hafa saðnings- kraptiun; eru þær þungar fyrir meltinguna og hafa óþægilegt bragð; svo og líka þær kartöflur er hafa frjóanga (spíru), þar eð frjó- anginn einmitt inniheldur hið áðurnefnda eitur. Að minnsta kosti er betra að skera veggi þess, hið græna þak og hinar gullnu hvelfingar; hann hafði einnig orðið hrifinn af kirkjunni, er svo fagurlega var skreytt að innan ; þar voru pílagrímar, er krupu á kné, munkarnir sungu, vaxljósin brunnu og reykelsis ilmurinn angaði um allar áttir; fyrir því bað hann um leyfi að mega vora þar sem þjónn, með því hann ætlaði stað þenn- an svo sem nokkurs konar helga «paradís». En öldungis varð hann höggdofa, er hann komst að raun um, að munkarnir voru svívirðilegir hræsnarar og ábótinn svikari, er beitti brögðum til þess að pressa tárin út af augum náunga síns og peninga úr vösum hinna trúuðu. I>á er hann reyndi til að koma þessu upp og öðrum slíkum svikum, var hann tekinn höndum af lýðn- urn og sendur til Síberíu svo sem bræður hans. Á leiðinni, er liggur frá «hinni elsk- uðu móður þeirra», Rússlandi, til «stjúp- unnar», Síberíu, mættust bræðurnir aptur. þ>á er þeir báru saman raunir sínar, kom- ust þeir að þeirri niðurstöðu, að enginn væri sá staður til, þar er hinir fátæku lifðu hamingjusömu lífi, en öllum kom þoim saman um það, að sá tími ælti að koma, er lýðurinn gjörði undir einu merki upp- reist og sigraðist á kugurum sínum, og upp frá því skyldi hinn fátæki fá að lifa í friði og ró. Eptir það heppnaðist ölliim bræðrun-

x

Máni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Máni
https://timarit.is/publication/111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.