Máni - 19.10.1880, Blaðsíða 8

Máni - 19.10.1880, Blaðsíða 8
31 M A N I. 32 fallist á eptir tillögum alþingis, og vér vit- um eigi til, að landshöfðinginn hafi verið hlynntur innanlands framförum, hvorki í iðnaði né verslun eða neinu því, er til veru- legra framfara horfir fyrir þetta land; en þennan gamla mjög takmarkaða stjórnar- gang, sem hér er hafður, má hann til að láta framkvæma eptir gömlum vana. Vér biðjum i'Norðling» að benda oss á, hvað 'andshöfðinginn hefir gjört, er honum geti tileinkast, er rýmki nokkuð frjálslega fram- för fyrir iandsmenn. Frelsisvinur. — «Máni!» J>ú sem reikar svo víða og litur yfir byggðarlög manna og skyggnist eptir hýbýlisháttum þeirra og aðgjörðum, getur þu sagt mér, hvar útgefendur »Ljóð- mæla Hjálmars Jónssonar frá Bólu muni vera niðurkomnir, því að svo lítur út sem þeir hafi eigi sinn haus framar fyrir mold ofan með því nú er nær því ár liðið frá því, er hið fyrra eða fyrsta hepti »Ljóðmælanna» kom út og engar sögur fara af því, að fram- halds þeirra sé bráðlega von. Viltu nú gera svo vel, »Máni» minn, og huga að þeim, og, ef þú finnur þá, vil eg biðja þig að vekja þá og hvetja til að ganga héreptir ótrauð- lega til starfa; með því mundu þeir gera mörgum manni þægt verk. Kvæðaviuur. Af 26. tbl. f>jóðólfs má sjá, að skáldið sira M. Joehumsson hefir selt blaðið Hra. Kr. Ó. porgrímssyni í Reykjavík, og að það er hans eign frá 1. desember næstk Nú skuluð þér kæru landar, og pjóðólfs-vinir stilla hendur yðar, að taka pálinn og rek- una að þ>jóðólfi, hann er eigi alveg dauður enn þá, meðan hann á fyrir höndum að ganga í barndómi, og þroskast undir aga hins ötula bóksala og bókbands-meistara Kr. Ó. forgrímssonar, er vér höfum heyrt að hafi keypt hann fyrir 800 kr. — Hér í bænum eru nú 94 handiðna- menn, auk sveina, er læra hjá þeim. Af þeim eru 20 trésmiðir, 9 járnsmiðir, 11 gullsmiðir, 14 skóarar, 8 prentarar, 6 röðl- arar, 6 brauðarar, 5 bókbindarar, 3 laggar- ar, 2 ljösmyndarar, 3 klæðgjörðarmenn, 1 úrari, 1 grafari, 2 múrarar, 1 hattari, 1 málari, 1 bruggari. Auk þeirra, sem hér eru taldir, hafa margir erlendir handiðnarmenn verið við þinghúsbygginguna hér í sumar, og jafn- framt margir innlendir æfst stórum í því að höggva grjót og múra. pinghússbyggingin hefir því verið nytsamleg, eigi að eins fyrir þörfina, sem var á húsinu, og vinnulaunin, er mörgum hafa orðið að góðu, heldur einn- ig fyrir æfingu þá, er margir hafa fengið til húsbygginga. Auglýsingar. — Við verslun Einars prentara pórðarson- ar, fást vasa-ulir, með sérlega góðu verði; gangi þau vel út, býðst hann til að útvega fleiri. — Skjóða með ýmislegu dóti fanst á brúnni niður í Fossvog 1. október um kveldið, og sá, sem sannar eignarrétt sinn að munum þessum getur vitjað þeirra að Vífilstöðum með þvi að borga fundar laun og þessa aug- lýsingu. Jón Jónsson. — Eigi tekur Máni hina hrakyrtu grein um stjórnendur ísafoldarblaðs, og má höfund- urinn vitja þeirra 40 aura, er hann lét fylgja, til Einars jpórðarsonar prentara. Ráðning á talgátunni í 13.—14. tölubl. B e r g v í k. Kví — kver — berg — ber — brek — vík — ger — verk — brík — rek — ker. (Fjósarauður, Hólbúi Hattarson, Bergönundur og Ægir bafa ráðið gátuna). Útgefandi: «Félag eitt í Reykjavík». Ritstjóri: ./ ó n a s J ó n s s o n. Prentaöur í prentstofu Einars pórðarsonar.

x

Máni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Máni
https://timarit.is/publication/111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.