Fjallkonan


Fjallkonan - 12.01.1898, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 12.01.1898, Blaðsíða 3
12. janúar 1898. FJALLKONAN. t * er álitið eitthveit hið lakasta mein heirnsins, að vera tregr til framfara, að vera eins og fastr á öðrum endanum, enn hitt er heldr ekki affaragott, að vera eins og fiðla, sem allir geta sungið á hvað sem þeir vilja. Þeir menn, se.m svo eru gerðir, verða hinum slægvitru að bráð, svo þeir njóta ekki sveita síns, nema af skorn- um skamti. Á milli þessara ó- kosta verðr engin marklína dreg- in. Skynsamr og athugull maðr fer eamt nálægt meðalveginum, Þá er nautnin eitt af því, sem til menningar heyrir; hún má hvorki verða ofléleg, né ofmikið í faana borið. Fæðan þarf að vera holl og haganleg fyrir lífskraftinn og óll önnur aðbúð eftir því sem heilsa og þróttr þarfnast, því fátt er dýrmætara enn heilaan. Enn það er ekki hægðarleikr, að breyta vilja og hugsunarhætti tíl batn- aðir; vaninn og farg almennings- -álitsins er eugin léttavara, en samt má til að reyna flugið, þó vængirnir séu hálffrosnir niðr, þó engin hlý hönd þýði klakann, enn erviðar eru þær þrautir. Ein varúðin er það í þjóðlífi og framfaralífi, að selja ekki lang- vinna velgengni og hagsæld fyrir fárra stunda munað ; ekki má heldr selja nytsama hluti fyrir 6- nytju hégóma, þó hann beri fal- legan lit eða hafi viðfeldið bragð; ekki selr heidr sönn menuing gull fyrir eir eða grjót. Þjóðræknin og umhyggjan fyrir velgengni almennings er hið þýðingarmesta atriði þjóðmenning- arinnar. Sá, sem æðar og andar- dráttr þjóðlífsins gengr í gegnum og ann af heilum hug ættjörð sinni, er aldrei án sælu eða and- legs vegs. Stundum sýpr hann eúran bikar, enn oft bergir hann á hunangi andans. Sú þjóðmenn- ing, sem hafa skal þýðingu fyrir land og lýð, verðr að vera án sundrungar og tvídrægni, og án stéttamatnings oghlutdrægni; því alt er einn líkami. Það fer ekki vel, ef hægri höndin mezt við vinstri höndina, eða vinstri fótr- inn mezt við hinn hægri. Lífs- aflið leggr ekki meiri rækt við höfuðið enn litlu tána, og ekki meiri rækt við litlu tána enn höf- aðið. Þannig á þjóðmenningin að vera. Líf hins einstaka á að streyma út í þjóðlífið og líf þjóð- arinnar aftr til einstaklingsins eins og blóðstraumrinn rennr frá hjartanu út í líkamann og þaðan aftr til hjartans. Þá fær líf mannsins fyrst fulla þýðingu, þó hann berjist með veikum mætti. J. B. Tollr á hvala-nytjum. Það hefir komið til orða í blöðunum, að rétt væri að leggja útfiutningstoll á nytjar at hvölum, sem aflað er hér við land. Eins og kunnugt er, hafa norskir auðmenn nú um nokkur ár haft aðsetr á Vestfjörðum og stundað hvalveiðar; hafa þeir grætt á þessum atvinnuvegi svo miljónum skiftir. Þeir hafa hæði stækkað fitveginn smámsaman hver fyrir sig og fjölgað. Eru nú farnir að hafa verstöð á Norðr- landi, og líklega koma þeir þar brátt upp fleiri verstöðvum; sagt er og, að einhverir þeirra hafa í hyggju að koma upp verstöð í Vestmannaeyjum og ef til vill á Eyrarbakka. — Nú eru einnig fleiri útlendingar enn Norðmenn farnir að gefa gaum að þessari íslenzku auðsuppsprettu, því Dan- ir hafa nú stofnað félag til að stunda hvalveiðar hér við land. Allir þessir útlendingar verða að vera hér búsettir að nokkru leyti til þess að hagnýta veiðina. Þeir flytja út lýsi^hvalskíði^gúano, hvalkjötsmjöl, hvalbeinamjöl, hval- bein, o. s. frv. Það má fullyrða, að þessi atvinnuvegr er einhver hinn ábatavænlegasti; sumar nytj- ar af hvölunum eru afardýrar og hækka líka meira og meira í verði. Landsmenn láta sér nægja að horfa á þessa útlendinga raka hér saman miljónunum, og eru ánægðir, ef hvalveiðamennirnir sletta í þá fáeinum hvalþjósum, eða taka fá- eina innlenda menn í vinnu. ís- lendingar hafa lengi verið lítil- þægir við útlendinga, einkum kaupmennina, sem þeir hafa eink- um átt saman við að sæida. AI- menningr er vanr víð það frá fornum tímum, að leyfa útlending- um að ganga á hlut sinn. 1) Á hvalskíðunnm er útflutningstollr. íslenzkir fjármálamenn hafa verið svo hagsýnir, að leggja út- flutningstoll á saltfisk, sem lands- menn sjálfir afla, og er álaga þessi sjálfsagt ekki neitt heillavænleg fyrir viðreisn sjávarútvegarins, sem kalla má að sé í byrjun. Öðruvísi fara Frakkar að; þeir veita há verðlaun fyrír hver 100 kíló af þurrum fiski, sem fiski- menn þeirra afla. Enn fjármálamönnum vorum hafa sannarlega verið mislagðar hendr, þar sem þeir hafa ekki enn lagt neina sérstaka gjaldálögu á hvalveiðar, arðsamasta atvinnu- veginn i landinu, sem rekinn er af útlendingum einum og með svo miklu kappi, að hann verðr ger- eyddr áðr enn mörg ár líða. Hvalveiðarnar við Finnmörk eru nú svo eyddar, að það þykir ekki framar svara kostnaði að stunda þær; sama er að segja um aðrar hvalveiðistöðvar erlend- is. Sama reynsla er þegar feng- in hér á landi; hvalirnir eru eyddir að miklu leyti fyrir Vestfjörðum og verða nú hvalveiðimennirnir að sækja þá norðr með öllu landi (norðr undir Melrakkasléttu) og suðr fyrir land (til Vestmanneyja). — í fornöld var miklu meiri mergð hvala í hafinu kringum ís'and enn nú er; það sýna sög- urnar og ótal örnefni; viðkoma hvalanna er lítil, enn vanhöldin mikil vegna hafísreksins; þegar þar við bætist hin mikla eftirsókn veiðimannanna, þá hljóta hvalirn- ir brátt að fækka, eins og reynd hefir líka á orðíð. Menn eru gramir við botnverpingana, enn þeir munu þó aldrei geta eytt avo flatfiskinum (annan fisk skeyta þeir ekki um) sem hvalveiðamenn- irnir geta eytt hvölunum. Alþingi á að leggja háan út- flutningstoll á allar nytjar af hvölum, sem héðan eru fluttar til útlanda. Búast má við því, að menn í einstökum héruðum á Vestrlandi verði á móti þessari tillögu, af því, að þeim þykir vænt um hvalveiðamennina, eins og fram kom 1895, þegar þingið setti lög um hvalleifar, sem vin- um hvalveiðimannanna þóttu of hörð, þótt þau séu hvergi nærri jafnhöið sem samskonar Iög, sem

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.