Fjallkonan


Fjallkonan - 12.01.1898, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 12.01.1898, Blaðsíða 4
FJALLKONAN. XV, 1-2. Norðuienn hafa síðan sett heima hjá sér. Enn hér dugir ekki að líta á hagsniuni einstakra héraða, heldr landsins alls. B. Búnaðarbálkr. Fjárrækt í Múlasýslum um miðja þessa öld. [Úr „Lýsing Austfjarða" eftir Guttorm prófast Pálsaon]. Það er ei ofhermt, að hinn helzti og vissasti bjargræðisvegr Austfirðinga sé sauðfjárrækt, því þó sumstaðar á búum séu kýr til meira eða minna bjargræðis, ern þær þó hvergi til hlítar, bvo að menn geti lifað eingöngu af þeim, enn svo mikill styrkr þykir þó að þeim vera til manneldiB, að ekki vilja menn fækka nautpeningi sínum til þess að geta haft fieira fé. Þó er fiestum þeim, sem taka npp nýbýli, eins og ekki allfáir hafa gert á seinustu 30 árum, nauðugr einn kostr, að vera kýrlausum nokkur hin fyrBtu ár, því óvíða ern þær engjar, að kýr þyki haldandi til gagnsmuna á ein- tömu útheyi, enn þar á móti reyna bæði þeir og aðrir að fá fjárkyn það, sein arð- samast þykir, einkum að fitu, og hefir mörgum unnizt að bæta svo fjárkyn sitt, að þar sem sauðir fyrir hér um bil 30 árum skárust með ei meira enn 10 til 15 pnndum, skerast þeir nú með 16—30 pd. mörs, og nokkrir hafa fengið það fjárval, að þeir varla skera nokknrn sauð að hausti með minna enn 20 pd. Maðr sá, Bem fyrstr komst upp á það, að eignast svo feitt og holdasamt fé, kvaðst ætíð hafa gefið sjálfr lömbum sinum, og tekið vandlega eftir því, hver lömbin hefðu þrifizt bezt og hver lakast; öllum þeim sem illa þrifnst lógaði hann á næsta hausti, til þess að ekki skyldi undaneldi undan þeim verða í fé hans; eins lógaði hann sem fyrst þeim ánum, er hann sá aö miðr þrifust, og með þessn móti hafði hann bætt svo fjárbragð sitt á ekki full- um 10 árum, að þegar granni haus, sem átti sauði hábeinótta og föngulega á velli, skar þá með 10 og 12 pd., fékk hann 20 pd. og þar yfir eftir sauðinn og það þðtt hvorirtveggju sauðirnir hefðu gengið mestan hluta ársins í sama landi, haft viðlíka fóðr að vetrinum og væru á sama aldri. Menn tóku og eftir því, að hið feita féð var frábrugðið hinu í vaxtar- lagi; það var nfl. lágfætt og digrt; bringan sívalvaxin að neðan, breið að aftan með allmiklnm fitusveppi íraman á bringukollinum; einnig var jafnþykthold að finna á allri bringunni ut undir bóga. Hið magrara féð var þar á mðti háfætt og hrikalegt; bringan breið og flöt að neðan með hvöasum röðum utan á bringu- kollinum; geislungarnir holdberir og lítið útskotnir. Þegar menu komust að raun um þetta, fóru þeir, er í grend bjuggu, að fá Bér hrúta hjá þessum manni, og batnaði við það holdafar fj'ár þeirra, og mun það nú útbreitt nærri um allan Jökuldalshrepp. Enn þeir annmarkar fylgja þessu enu feita fé, að bæði þarf að mjólka ærnar vandlega fyrir sauð- burð, og eins að varast að lbmbin sjúgi móðurina næstu dagana eftir burðinn; heldr er mjólk sú, er fæst úr ánni, blönd- uð vatni og gefin svo lambinu : sé ei þannig að farið, veikjast lömbin, og þeg- ar þau drepast, er hjartapungrinn fulir af vatni; að öðru leyti er og þessu fé langtum hættara við ýmsum kvillum, t. a. m. vatnssullum, hötuðsðtt (meíni) o. fl. Ull þess er fitumeiri og þarf vandlegri þvott, eigi hún að verða góð til vinnu. Siðan menn fóru að leggja stund á að eignast feitt fé, hefir ullargæðum þess verið minni ganmr gefinn enn áðr var, og engir hafa í því skyni fengið fjárkyn frá útlöndum. Til að verja lömb óþrifum, hafa menn það ráð, að nudda viðar- eða taðösku inn í ull þeirra strax á haustum. Þeir sem reynt hafa að brúka til þess mðösku, hafa fundið, að ullin hefir gulnað í þvott- inum og hafa þeir því forðazt það eftir á; enn sé aska borin í ull sauðfjár, þarf að þurka hana vandlega, áðr þvegin er, og hrista vel úr henni öskuna. Sumir hafa og þvegið fráfærulömb sín, eða bor- ið í þau hákarlslýsi áðr á fjall vórn rekin. Málnyta sauðfjár er næsta ínisjöfn á AuBtfjörðum, eftir landgæðunum; til eru þær sveitir, þó fáar séu, þar sem ærin mjólkar mörk í mál, að minsta kosti fyrsta mánuðinn eftir fráfærur; aðrar þar sem 3 ær gera einn pott í mál og enn aðrar þar sem ærin mjólkar ei nema pela; til eru og svo mögr Iönd, að 3—4 ær mjólka ekki yfir mörk í mál mestan hluta sumarsins; mnn þó fjárkynið eflaust eiga nokkurn þátt í þessu. — — — Druknun (úr bréfi úr Þingeyjarsýslu): 4. nóv. týndist fiBkibátr frá Húsavik með 4 mönnum. Pormaðrinn hét Gunn- ar Þórarinsson, enn hásetarnir voru: Friðgeir Friðbjarnarson frá Sandi, Karl Sigtryggsson frá Höfða (við Húsavík) og Kristján Hallgrímsson frá Klambraseli. Þeir vóru allir vaskir menn og er að þeim mikill mannskaði. Skiptapi þessi varð nokkuð með undarlegum hætti, og skal því farið um hann nokkurum orð- um, og er sú saga á þessa leið: Þeir vðru í veiðileitum vestr undir Náttfara- vikum; höfðu með sér sildarnet og vórn einkum að leita eftir síld til beitu. Þeir lögðu svo heimleiðis árla morguns; vildu leggja beint á þveran flóann, enn vðru lattirþess, því veðr var hvasslegt. Héldu svo inn með fjöllum og ætluðu að þræða landsteina sem leið liggr austr með sandi, Bem liggr fyrir innan fjarðarbotninn, og út með Tjörnesi. Veðr tðk þegar að hvessa, og náðu þeir með barningi inn að Skjálfandafljðtsðsi, enn komust eigi fýrir ðsinn fyrir straumi og stormi, og brýndu ferjunni í svo kallaðri Hellisvík, sem er vestan við ðsinn. Þar biðu þeir mestallan daginn, að þvi sem ætla má; og það er víst, að ferðamenn hittu þá eftir miðjan dag. Veðrið æstist því meir sem á daginn leið; hafði að visu verið stólparok allan daginn, enn fyrir nðn- skeið gekk áttin úr suðvestri í þvervestr og harðnaði þá um allan helming. Allir pollar og sprænur vðru i hálofti, enn yfir sjðinn að sjá eins og lauBmjallað lág- lendi, sem stðrviðri leikr um. Það eru engar ýkjur, að meira veðr heflr hér aldrei komið i manna minnum. Jafn- framt gekk stðrhríðarbakka úr hafi og tók hann upp á háloft. Laust fyrir rökkr lægði veðrið að gððum mun, oger skyggja tðk, snerist hann á norðan og gerði snarpan byl með fjúki. — Eftir öllum likum hafa mennirnir lagt af stað þegar vestanveðrið tók að lægja, þðtt útlitið væri að öllu bvo geigvænlegt, að manndrápsveðr sýndist í nánd. Þegar norðanhrinan Bkall á, hafa þeir verið komnir austr að Laxárösi, sem er austast við fjarðarbotninn, og þar fanst bátrinn i Ærvík svo nefndri, og formaðrinn ör- endr í austrrúminu með stýristauminn utan um sig. Enn hvernig sem þeim hefir borizt á, verðr því ekki neitað, að mjög mikla dirfð og skammsýni þurfti til þess, að leggja frá landi í svo voðalegu útliti, sem þá var, undir náttmyrkr, á bvo langa leið, að nema myndi 2—3 klukku- stundarððri, enn opinn vegr til náttstaðar á tvær hendr á landi þaðan sem þeir biðu um daginn. Þetta er ekki í fyrsta sinni, sem skiptapi verðr fyrir þarfleysu- kapp og ógætni. Sljs. 11. des. f. á. datt drengr 7 ára ofan stiga á Útskálum og dð eftir fáar klukkustundir. Hann var sonr séra

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.