Fjallkonan


Fjallkonan - 22.11.1899, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 22.11.1899, Blaðsíða 1
Kemur út um miðja viku. Ver8 &rg. 3 kr. (4 kr. erlendisj. Uppsögn (ógild nema skrifleg) fyrir 1. okt. Sextándi árg. Heykjavík, 22. nóv. 1899. 48. blað. Smáþættir um kaupmenn. Eftir Jðn Jóns8on. sem sumir áttu að vera komnir fyrir 3 vikum eða máuuði, að þeirra sögn. IV. Ég verð að leiðrétta og árétta lítið eitt í grein minni síðast um kolaverzlunina. Mér kefir það orðið á, að taka það trúanlegt af kaupmönnum, að kolin hafi hækkað í verði í sumar. Eg hefi síðar íengið vissu um það, að þetta eru ósann- indi; þau höfðu ekki hækkað neitt er síðast fréttist, að minsta kosti ekki svo, að það ætti að hafa nokk- ur áhrif á verðið hér. Það gerir t. d. hvorki til né frá á verði kola hér, þó þau hækki um 1 sh. tonnið í Englandi. Háa verðið á kolunum hér í Reykjavík í haust og oft að undanförnu stafar eingöngu af okursam- tökum kaupmannna. Hvernig ætti annars að standa á því, að kol eru miklu dýrari hér en í flestum öðrum veizlunarstöðum Iandsins? í fyrra sumar var t. d. verð á kolum í kaupfélagi Húnvetninga 2 kr. 60 au. skippundið. Það er 100°/0 lægra verð en kol hafa verið seld hér í Reykjavík almennast bæði nú og í fyrra. Hvað ætti að vera því til fyrirstöðu, að hægt væri að að fá kol til Reykjavíkur fyrir jafnlágt verð og til Blönduóss? Hitt er annað mál, að segja má, að kaupmenn hafi heimild til að selja vöru sína svo dýrt sem þeir vilja. Rétt er nú það, en þótt samvizka og siðgæðis- tilfinning komi ekki að jafnaði til greina í verzlun- arefnum, þykir það aldrei drengilegt, að nota sér vöruskort, eða sára kaupþörf til að sprengja upp sölu- verðið. Eða þykir það sæmilegt, að nota sér neyð skipbrotsmanna? Þess er skylt að geta, að það var kaupmaður W. Ó. Breiðfjörð, sem færði niður söluverðið á kolunum hér í sumar. Hann seldi nokkuð af ágætum kolum fyrir 3 kr. 35 au. skipp. — Síðar seldi Thomsen kaupmaður sín kol fyrir sama verð. Möunum kann nú að þykja ég vera orðinn lang- orður um þetta kola-mál. En betur væri að ekki yrði enn meiri vandræði af kolaskortinum hérna. Hann kemur sér enn þá ver fyrir það, að allur eldiviður hefir að kalla ónýzt hjá almenningi. — En kaupmenn koma sér saman nm, að haía engin kol til. Þannig er líka alveg kolalaust á Eyrarbakka og Stokkseyri. Það getur farið svo, að af dragi gamanið. Ekki sést enn hylla undir kolaknerri kaupmanna, V. Ein af stórsyndum kaupmanna er sóðaleg og skeytingarlaus meðferð á íslenzku vörunum. Þetta snertir mest hina stærri útlendu kaupmenn, því það eru þeir, sem kaupa mest af isleczkum vörum. Þeir eiga eflaust mestan þátt i því, að islenzkar verzlun- arvörur hafa komist í meiri og meiri niðurlægingu á síðari árum og stórfallið í verði. Þeir hafa ekkert gert til þess að gera vörurnar útgengilegar; ekkert hugsað um að fylgja tímanum með vöruvöndun eða breyting á framleiðslu. Þetta hefir þó staðið þeim nær en landsmönnum sjálfum, því kaupmenn þekkja rniklu betur en bændur kröfurnar á útlenda markað- inum. Eu þeir hafa venjulega ekki einu sinni gert neinn verðmun á vandaðri og óvandaðri vöru, og með því móti hafa þeir alið upp í landsmönnum óvand- virkni, óþrifnað og hirðuleysi, og jafnvel óráðvendni og sviksemi. Þetta háttalag hinna útlendu kaup- manna stafar af ræktarleysi þeirra til íslands og af því að þeim stendur á sama með íslenzku vöruna; þeir búast sjaldnast við að græða á henni. Allur gróðinn á að koma af útlendu vörunni. Sláturtakan á haustin og öll meðferðin á kjötinu frá upphafi til enda er Ijóst dæmi um það, hvernig spilla má góðri vöru. Skrokkarnir eru að eins brytjaðir í fjóra parta og svo hrúgað ofan í tunnur með feikna salti. Kjötið er síðan fergt, svo að hupp- ar og síður verða eins og skinn, en vöðvar eins og tré. Þetta kjöt missir auðvitað alt Ijúffengisbragð og verður varla manna matur. Enda fer nú verðið eftir því, þegar tunnan nær varla 40 kr., en í hana fara 6 -7 skrokkar. — Erlendis kaupa fáir aðrir islenskí saltkjöt en þeir, sem ekki eiga kost á öðru betra. Ullin sætir litlu betri meðferð. í stað þess að greina hana sundur eftir gæðum í 3—6 flokka er henni allri slengt saman. Blautri haustull er t. d. slengt saman við aðra ull, og við það flóknar miklu meira af ulliuni. Ljóst dæmi um vandvirknina er það, að ekki er langt síðan lagður var inn í Hafnar- firði sauðarskrokkur með húð og hári innan um ull, og var ekki þessu lítilræði veitt eftirtekt fyr en síð- ar, þegar farið var að láta ullina í sekki. Um smjörið er sama að segja. Því er öllu hrært saman, vönduðu og óvönduðu smjöri, og geymslan á

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.