Fjallkonan


Fjallkonan - 22.11.1899, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 22.11.1899, Blaðsíða 3
18. n6v. 1899. FJALLKONAN. 199 féll sjórinn yfir hann og hestinn og drö hvorttveggja út í linkju1 og skildi þá þar að; flaut hvort í sínu lagi til sama lands. Ég reið yfir um aftur, en hljóp í ofboði fram í löðrið, og náði manni og hesti lifandi aftur. Kimblana rak upp annarstaðar; féll eg í forundrun á eftir, að ég hefði ei farið þar guðs á vald. Brúkaði ég nú betri vara á honum; rak hann undan mér yfir um; so komst ég heim til mín. Söfnuðust þá þeir aumustu Hverfingar tii mín, að fá bjá mér fisk, sem svo féll út, að eg skifti honum upp milli þeirra, og helt seinast eftir þremur, því mín góða koua þoldi ei að heyra kveinan þeirra, en smjör átt- um við þá nðg og bein við þeim. Var þetta í það eina sinn sem þar nokkurn skort liðum, að þá var kallað. En um morg- uninn var komið gott sjðveður; þð ei nema á Oddsfjörum; fisk- aði ég vel um daginn og svo hvern af öðrum, að ég fékk þá á hálfsmánaðar fresti fjórtán hundruð fiska í alla mína hluti. Meiri hlntir gáfust þð síðar. Venja var í Mýrdalnum, að bænd- ur gáfu konum sínum hlut sinn á sumardaginn fyrsta, og' þær sem so voru sinnaðar kölluðu eftir honum sem vitafé, en þær máttu aftur hafa til reiðu í sumargjöf tðbakBpund og brenni- vinspott. Máttu þær af hlutnum, hvort sem hann var mikill eða lítill, gera hvað þær vildu. Nú fékk ég á snmardaginn fyrsta minn eiginn hlut 70 fiska. Þá gekk hún í fjöru og gaf hann allan upp fátækum, sem lítið eða ekkert höfðu fengið af sjð Var henni þetta yfrið tamt. (Pramh.). Tíbrá. Tíbrá er endurskin fannþaktra fjalla, funar sem hrævaljós um strönd og sund; Ijðsan fá bjarma af skínandi skalla skýin, sem líða fram um rökkurstund. Hún sveipar hnjúka-her, hún hvít sem dagsbrún er — tibráin sérkenni íslands er. Eitt sinn úr hafi, þar hrannirnar kvika horfði ég þreytufullur eftir strönd; sá ég þá tíbrá við sjðnhringinn blika, svífandi bjarma yfir jökulrönd. Þá enginn efi var hvort okkur skeiðin bar — landið mitt, ísland, við þektum þar. Eilifa tíbrá, sem tjaldið þitt hvíta titrandi breiðir yfir landið alt! gef hverjum farmanni ljós þitt að líta lýs út á hafið, sem er dimt og kalt. Lát alla sjðmenn sjá og sífelt minn þá á bjart er það land, er þú brosir frá. Guöm. Magnússon. Árnessýslu (ofanverðri), 4. nðv. Nú er sumarið búið að kveðja okkur, og verður það mörgum minnisstætt sökum hinna dæmalausu votviðra. Heyafli hefir hér orðið með minna mðti og úthey mikið betra en i fyrra, en taða mjög víða skemd af bruDa. Hér upp í sýslunni hafa brunnið upp hey á 3 bæjum Skipholti og Seli í Ytrahrepp og Spóastöðum í Biskupstungum. Af 500 hestum sem voru í heyhlöðu Jðns bðnda í Skipholti, er laklegt fóður fyrir 2 kýr eftir enn á Seli af 1000 hestum 5 kúa fðður. Sveitungar þessara bænda skutu saman og gáfu þeim 80 hesta af töðu og 100 kr. i fððurmjöli. Eldiviöur er mjög viða úti enn hjá fðlki, og litur út fyrir stðr vandræði í þessu efni. Sauðfé hefir reynst fremur rýrt á mör í haust, og kemur það mest til af því, hvað það gekk illa undan í vor, og svo meðfram af því hvað sumarið hefir verið kalt. Ekkert her á bráðapest enn þá, enda eru allir hér upp í sýslunni búnir að bðlusetja með leifum af bðluefni frá í fyrra. Pjársala hefir keyrt fram úr öllu hðfi í haust (mikið meira til Englands en í fyrra), enda er sjðnarleg stðrfækkun á fé hér um sveitir. Pjár- heimtur eru fremnr gððar, og má það þakka dugnaði einstakra manna, sem leggja sjálfa sig í hættu að leita inn um fjöll þeg- ar komið er fram á vetnr. — Matjurtagarðar hafa víða heppnast þolanlega, þð hofir að mun borið á sýki í jarðeplum. — Heilsufar fólks fremur gott, samt hefir borið á kvefi síðan fór að kólna i veðri. — Haustveðnráttan hefir verið mjög stirð, skiftst á stðr- rigningar og frost. Nú er búið að standa norðanveður með frosti alt upp í 8° í hálfan mánuð. Fríkirlrja. Fríkirkjuhreyfingin hér í bænum, sem er bein afleiðing af lögum síðasta þings um gjöld til presta og kirkna, er nú komin svo langt, að söfnuðurinn er myndaður, og er séra Lárus Hall- dórsson ráðinn prestur þeasa safnaðar fyrst um sinn (um eitt ár), enda mun hann hafa átt nokkurn þátt í hreyfingu þessari. Lög fríkirkjunnar voru samþykt nú ásunnudaginn og kosin stjórn hennar. Forstöðumaður er séra Lárus Halldórsson og með honum safnaðarráð: Jón Gk Sig- urðarson og Ólafur Runóífsson, en safnaðarfulltrúar: Arinbjörn Sveinbjarnarson bókbindari, G-ísli Finns- son járnsmiður, Jón Brynjólfsson skósmiður, Sigurð- ur Einarsson bóndi, og Þórður Narfason snikkari. í söfnuðinn eru gengir 230 heimilisfeður að með- töldu lausafólki, eða alis víst yfir 1000 manns. Skipstrðnd. Aðfaranótt 15. þ. m. strönduðu tvö skip hér suður frá; annað í Grindavik, gufuskipið „Rapid“, sem var hlaðið salti og steinolíu til kaup- mannanna Geirs Zoéga og Th. Thorsteinsson, en átti að taka hér saltfisk frá þeim; hitt strandaði á Yatnsleysuströnd, seglskipið „Málfríður“, hlaðið vörum til verzlunar 0. Olavsen í Keflavík. ÍJti varð maður aðfaranótt 16. þ. m. í Fossvogi, Eyvindur Ólafsson, úr Hraununum. Ránstilraun og ofbeldi við kvenmann. Rétt fyrir næstsíðustu helgi var á ferð hér í bænum Helgi Jakobsson frá Vífilsstöðum að selja fé. Þegar hann fór héðan, hitti hann mann skamt fyrir ofan bæinn, sem á heima í Garðahverfinu á Álftanesi. Garð- hverfingurinn réðst þegar á Helga og barði hann; mun hafa vitað, að hann hafði á sér eitthvað af pen- ingum fyrir féð, sem hann hafði selt. En þegar Helgi tók á móti, sló Garðhverfingur öllu upp í gaman, og urðu þeir svo samferða suður að Kópa- vogi. Þar fór Helgi heim og Garðhverfingur á eftir, en réðst þá á Helga, fleygði honum niður og reif föt hans, en bóndinn í Kópavogi sá viðskifti þeirra og kom Helga til hjálpar. Garðhv. hljóp þá á burt og stal hesti, sem þar var nálægt, og reið síðan sem leið liggur suður undir Arnarnes. Þegar þangað var komið, mætti hann kvenmanni úr Kópavogi; stökk hann þá af baki og ræðst á kvenmanninn; fleygði henni niður; hann tróð svo vasaklút upp í hana, en hún beit þá í vísifingur hans. Þá slepti hann tökum, enda kallaði þá stúlkan: „Páll“ (svo heitir bóndinn í Arnarnesi), og hefir maðurinn líklega ótt- ast, að heyrast mundi til stúlkunnar heim að Arnar- nesi. Stúlkan liggur veik síðan. Maðurinn hefir nú verið tekinn fastur. *) Orðið er óljóst; stafurinn á undan k ðgreinilegur.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.