Fjallkonan


Fjallkonan - 22.11.1899, Blaðsíða 7

Fjallkonan - 22.11.1899, Blaðsíða 7
22. okt. 1899. F JALLKONAN. 203 að heyra inni mikinn hávaða. Loks gengum við inn og kölluðum svo hátt sem við gátum, en eng- inn kom að heldur. Við börðum J)á á dyr, þar sem okkur heyrðist mestur hávaðinn vera. Ea enginn kom enn til dyra. Samferðamaður minn var einn af þingmönnum Búa, og réðst hann í að lúka upp hurð- inni. Þegar við komum inn, sáum við að þar sátu um þrjátíu manns og gátum við naumast greint þá fyr- ir tóbaksreyk. í miðjum hópnum sat gamall maður herðibreiður en dálítið Iotinn í herðnm, sem eg tók fljótt eftir, af því hann talaðl sem sá maður, er veit hvað hann segir og með skipandi augnaráði. Hann sótti orðin ofan í barka, og við og við lét hann fylgja högg í borðið. Ef einhver varð á öðru máli en hann, leit hann á hann rólega og alvarlega og með dálitlum furðusvip, sem að eins kjarkmenn mundu þola, og gaus hverri reykjarstrokunni eftir aðra beint á hann. Mér sýndist honum svipa til Bismarcks; það sópaði svo að honum. Þetta var Páll Kriiger, Búa-forseti, og var hann á ráðstefnu með helztu mönnum ríkisins. Hann kem- ur oftast sínu fram og það sem ráðið er í þessum sal, sem sótugur er af tóbaksreyk, stendur sem staf- ur á bók. Gerðir þjóðþingsins eru að eins til mála- myada. Páll „frændi“ hofir alt af verið heppinn, og flestir heldri Búar halda að hann sé óskeikull’ Og konan hans er honum ’samboðin. Hún er fyrirmynd bændakvenna, og þegar til ófriðar kemur, gengur hún sjálf í herinn, eins og allar konur Búa, til að verja land sitt. Þótt forsetinn í Transvaal búi í lítilsháttar bónda- hýbýlum, hefir hann í rann og veru meiri völd og meiri dýrð í kringam sig en flestir stjórnendur Evrópu ríkjanna. Þjóðin hlýðir honum nær því í blindni, og þegar hann fer eitthvað að heiman, fylgja honum ætíð vopnaðir riddarar, þótt hann hafi manna minst ástæðu til að óttast um sig. Illræðismaðurinn Nilsson, sem var valdur að druknun mannanna á Dýrafírðl i haust, og hafði nærri því banað Hannesi sýslumanni Hafstein, hefir að vonum verið tekinn fastur í Frederikshavn á Jótlandi 8. þ. m. Hefir hingað borist bréf frá Tryggva bankastjóra Gunnarssyni, þar sem hann skýrir frá þvi, að þann dag hefði verið sent hrað- skeyti frá Friðrikshöfn til Kaupmannahafnar um að sama skipið (,,Royalist“), sem Nilsson var skip- stjóri á, hefði verið tekið þar að veiðum í landhelgi þann dag, og hefði þá þegar verið sent hraðskeyti aftnr um það, að taka skyldi skipstjóra undir rann- sókn. Er því vonandi að hann hafi ekki sloppið í þetta sinn. Laura kom ekki til Kaupmannahafnar fyr en tveim dögum eftir áætlun. Einkasonur Napoleons mikla. Hann hét öllu nafni Napoleon Franz Karl Bona- parte, og er fæddur 1811. Hann var nefndur tígn- arnafninu „konungurinn af Rómi“. Hann varð að eins rúmlega tvítugur; dó 1832 í Vín. Tildrögin til dauða hans vóru þau sem hér skal greina. Árið 1832 bjó hann i höllinni Schönbrunn við Vín, og hafði verið sjúkur árum saman og lifað gleðilausu lífi. Þá flaug sú fregn um borgina, að þaugað væri komin heimsfræg danskona, Fanny Elssler, sem hafði getið sér ódauðlegan orðstir um alla Evrópu fyrir fegurð og listfengi. Hún var upp- alin í Vín, og ætlaði nú af nýju að sýna listir sínar á æskustöðvum sínum. Öll hirðiu var þess aibúin, að fleygja sér í dustið fyrir þessu goði. Konungurinn af Rómi, eða her- toginn af Reichstadt, var eini maðurinn, sem lét sér fátt um finnast. Hann forðaðist kvenfólk, og eink- um hafði hann óbeit á öllum leikkonum; þótti þær ekki vera svo siðprúðar sem konur ætti að vera. Hann lét því ekki sjá sig um þessar mundir og lík- aði keisaranum og hirðinni það ilk; þeim hafði held- ur aldrei verið vel til þessa keis&rasonar, sem allir hötuðu vegna föður ’nans, þótt hann sjálfur hefði aldrei unnið til þess. Einn góðan veðurdag var prinsinn einn á gangi í skóginum við Schönbrunn, eins og bann áttlvanda til. Hann var í döpru skapi, en alt í einu birti honum fyrir augum: hann sá unga bóndastúlku koma á móti sér; hún var undur-fríð og bauð óvenjulega góðan þokka, klædd í ginnandi Tyróla-búning, og horfði á prinsinn stórum og sakleysislegum augum og blátt áfram. Hann var ætíð þur á manninn og seinn til, en honum geðjaðist svo að þessari stúlku, að hann fór að tala við hana. Hún svaraði honum glaðlega og blíðlega, en þó með hæfilegri feimni, og varð hann þá enn hrifnari. Hann varð þó mest ut- an við sig af aðdáun, þegar hann komst að því af samtalinu við hana, að þessi bóndastúlka var engu síður framúrskarandi að mentun og andlegum hæfi- Ieikum en að fríðleiksnum. Keisarasonurinn varð undir eins svo elskur að þessari bóndadóttur, að hann varð utan við sig. Hann elsk&ði í fyrsta og seinasta sinni á æfinni af öllu sínu hreina og göfuga hjarta. Hann var svo drenglyndur og hreinskilinn, að honum kom ekki til hugar, að dylja hana þess, hvaða maður hann var. Heldur sagði hann henni alt um hagi sína, um allar sorgir sínar og áhyggjur, um það hve einmana hann var og hve bágt hann átti, þó hann væri innan um glaum og alls nægtir, um alla hans horfnu dýrð og öll hans vonbrigði. Hún hlustaði með meðaumkun á hann, og þegar hann síðast fór að spyrja hana, hverra manna og hvaðan hún væri, sagði hún honum ekkert annað en það, að hún héti Fanny og væri nýkomin úr sveit- inni. Kvaðst hún búa hjá frænda sínum, skógverði, í kofa skamt þaðan, sem þau sæu. Þau mæltu sér mót daginn eftir, og keisarasonur fór heim til sín ó- venjulega glaður í bragði. (Framh.)

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.