Fjallkonan


Fjallkonan - 22.11.1899, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 22.11.1899, Blaðsíða 2
198 FJALLKONAN. XVI, 45. því er ekki betri en bvo, eftir að það kemur i hend- ur kaupmanna, að það liggur þar undir skemdnm. Þá er saltfisknrinn. Það er eina íslenzka varan, sem kaupmenn hafa sýnt nokkra viðleitni að vanda, en þó virðist það oft fara út um þúfur, og sífelt er verið að kvarta um það, að saltfiskurinn frá íslandi sé ekki nógu vandaður, eða aðgreindur nógu nákvæm- lega, og oft mun útskipun á fiskinum gera nokk- uð tiJ. Þótt því verði ekki neitað, að of fáir af bændum hafi enn komist á það lag að vanda vel vörur sín- ar, er sökin þó meiri hjá kaupmönnum, eins og hér er sýnt fram á. Þroskunar-leikfími. Eftir Eróða Sadolin, lækni. Þeir sem þekkja æskulýðinn í skólum vorum kannast við það, að líkaminn er því vanþroskaðri, því hærra sem skólanáminu er komið. í efstu bekk- jum latínuskólans eru það næstum einsdæmi, að lærisveinn finnist, sem sé heilbrigður og fjörugur og vel gerður að líkamsvexti. Uppeldi líkamans hefir ekki verið fullnægjandi eins og það hefir verið í skólunum að undanfórnu. Þetta er engin furða, því þetta höfuðatriði upp- eldisins hefir eingöngu verið látið vera fólgið í leik- fiminni, og Ieikfimina hafa ekki aðrir kent en her- foringjar, sem bera hvorki kensl á uppeldisfræði né heilsufræði.' Menn hafa þó gert sig ánægða með þetta; hafa gerst hjátrúaðir á leikfimiua. Menn eru ánægðir, ef námsgreinin „fimleikar“ stendur á skólatöflunni; kæra sig ekki um að vita nm árangurinn af kensl- unni, og ætla að nú sé barninu eða unglingnum borgið. Og þó að barnið eða unglingurinn verði bog- inn í hnjám og baki, þá er þvi ekki um kent, að neitt hafi verið að athuga við líkamlega uppbldið,— það lærði leikfimi. En nú er því svo farið, að margt af því sem kall- að er leikfimi er gagnslaust, og sumt jafnvel skað- legt, og leikfimin ein út af fyrir sig nægir ekki til hins líkamlega uppeldis. Á síðustu árum hafa tvær líkamlegar uppeldis- greinir bætst við í skólunum: íþróttaleikir og skóla- hagleikur (slöjd). Þar með eru fengin ný skilyrði fyrir öflugri og víðtækari líkamsþroskun unglinganna. Þar við bætast síðan nauðsynlegir fimleikar, sem aðrar likamahreyfingar geta ekki bætt upp, þrosk- unar-fimleikar. Skólaiðnaðurinn þroskar handlægnina og temur höndina til ýmsra starfa. fþróttaleikirnir geramenn leikna í ýmsu tilliti, en herða líka og styrkja allan Iíkamann, gera líkamann allan þolnari gegn áreynslu og færari til að veita viðnám skaðlegum áhrifum. Það er tilgaitgur>[þroskunar-fimleikanna, að gera líkamsvöxt unglingsins sem fullkomnastan og koma honum í sem mesta samhljóðun, og að veita hinum innri lífiærum hagkvæmustu skiiyrði til að geta starfað, gera liðina sem mjúkasta, vöðvana mátulega langa; koma því til leiðar, að allir hlutir líkamans standi í réttu sambandi sín á milli. Með þessumóti hafa fimleikamir áhrif á andardráttinn, blóðrásina og meltingnna. Menning nútímans gerir margar kröfur til ungu kynslóðarinnar, og flestir hafa fengið meiri og minni veikleika að erfðum. Það er þvi fáum gefið, að geta þroskast og orðið hraustir og heilsugóðir menn „af sjálfum sér“, það er: án þess að lögð sé stöðugt stund á líkamlegan þroska. Sem eitt dæml má nefna, að bakið er skælt eða bogið á miklum fjölda af ungling- um. Þessi líkamsgalli er ekki að eins lýti, heldur heilsubrestur, þvl hann dregur úr hreyfingnm brjósts- ins og hindrar þau litfæri, sem starfa þarinni. Það dugar lítið að finna að því við börnin, að þau séu álút; það á að gera limaburðinn eðlilegan, og hann verður það, ef bakvöðvarnir eru nógu styrkvir, og vöðvar og taugar samsvara sér, eins og vera ber, að framan og aftan. Þetta verður áunnið mrð fim- leikum þeim sem við eiga. Foreldrarnir ættu í tíma að gefa gaum að þessari grein uppeldis barna sinna. Þau verða að veita eftirtekt líkama barnanna. Þau verða að gefa gætur að þvl, hvort barnið er beint eða hokið, hvort það ber höfuðið hátt, hvort handleggir og fætur eru í réttum skorðum og hvort vöðvar þess eru fastir og öflugir og hreyfingarnar mjúkar og liðugar. í byrjun- inni geta þan leitað ráða til læknisins. Barnæskan er öllu fremur uppeldistími líkamans en andans; fullþroskaður heili getur hæglega áunuið sér þá þekkingu sem hann vantar, en fullþroskaður líkami verður ekki lagaður svo til sem hinn lifandi ieir barnslíkamans. lSLENZKUR SOGUBÁLKDR Æfisaga Jóns Stelngrímssonar, prófasts og prests að Prestsbakka. [Eftir eiginhandanití. Landsbókas. 182, 4to.] (Framh.). Eitt sinn á vortíma gekk ég og Jón stjúpsonur minn út yfir Ós; var á honum ís, sem var Jjó orðinn laus við land, nema í einstöku stöðum. Var frostveðar, þá eg fór út á hann, en gerði logn og bráðan hita með austankælu, þá vel so var út á hann miðjan kominn. Tók þá þessi sjóís so að bráðna, þó þykkur væri, að einhöggt var allsstaðar ofan úr. Sá eg mér nú ekki annað fyrir hendi, en detta þar kvikur ofan um og drukna. Hlupum við í þankaleysi um nokkurt líf framar, sem við kom- um neðan undir eyjarhornið, þvi þar var forsæla á og saman leknir jakar, allir lausir. Hlupum við hvern af öðrum, því á öngum mátti við standa. þar til að landi komumst. Varð eg framar en frá megi segja feginn þeirri lausn. So bar til í ann- að sinn, að komið var um sumarmál; hafði þangað til ekkert fiskast, en fólk upp á mig komið, en eg orðinn fisklaus, eins og aðrir, en mjólk var lítil; fór eg út undir Fjöll til prófasts frænda míns, og segi honum af efnum mínum. Ég fékk hjá honum hálfvætt fiska, því hann gat ei meira; fer ég til baka með þennan feng; með mér var bóndi sá er hét Jón Gíslason og reiddi þessa kimbla. Þá við komum að Hafursá, var hún ó- fær nema á fjöruvaði, og þurfti þó að taka sér lag milli sjóa, sem eg tók; reið so með hasti yfir og skipaði Jóni að ríða djarflega á eftir, en hann varð hræddur og hikaði við; þar með

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.