Fjallkonan


Fjallkonan - 22.11.1899, Blaðsíða 6

Fjallkonan - 22.11.1899, Blaðsíða 6
202 FJALLKONAN. XV, 46.-46. fjóaið er, eða allur útbúnaður þess, þess vandameira er að láta alt fara vel úr hendi. Flest fjós hafa verið og eru enn þannig úr garði gerð, að heyið er gefið í básinn undir kýrnar, engin göng eða upp- hækkuð stétt eftir húsinu og þrengslin svo raikil, að eigi verður þverfótað. Fjósmaðurinn verður að vaða upp í skóvörp og þannig til reika gengur hann upp í básana og ofan á hevið, sem oft liggur slætt fram á bássteina. En þá er hætt við, að hey- ið velkist og verði til muna óiystugra. Kýrnar éta ilia, og gera litið meira en hálft gagn við það, er þær annars gætu gert, ef alt væri í lagi. Ofan á ait þetta bætist svo sífeit myrkur, bæði dag og nótt, því tíðast eru giuggar Iitlir eða engir, og ljós er ó- víða haft nema þá að eins meðan mjaltað er. Þegar á þetta er litið, er eigi að furða, þótt kýrn- ar séu oft arðlitlar og heyið ódrjúgt. Fjósin þurfa því að taka endurbótum, til þess að kúnum geti lið- ið vel í þeim. Endurbæturnar á þeim mundu einn- ig hafa þau áhrif, að auðsóttara yrði að fá fólk til að vera í þeim, og vir.na þau verk, er þar til heyra. — Fjósin þurfa að vera björt, hlý, rúmgóð og leka- laus. Nú er því svo varið fyrir mörgum, að þeir hafa eigi efni á að gera þau svo sem skyldi; en mikið má þó Iagfæra þau, ef vilji og hagsýni skipa öndvegið. Þeim sem kýr eiga fáar, ræð ég heízt til að gera fjós einstœð. Mega þau þá vera mjórri; en þá ætti ávalt. að hafa jötu undir heyið, mjóau flór fyrir aftan bássteinana, og gangstétt meðfram liinurn hliðarveggnum. Þauættu helzt að vera með járnþaki. Þeir sem kýr eiga margar hafa betri efni á að ganga vei frá^ öllu og ættu að gera fjósin eins og þau eiga að vera. En umfram alt ríður á að hafa bjart í fjósunum. Það hefir góð áhrif á kýrnar og gerir öll fjósverkin miklu léttsóttari og auðunnari. n. Eitt af því, sem mjög er ábótavant í meðferð á kúm er það, hvað þeim er gefið iila, gefið lélegt fóður yfir geldstöðu tímann. Hin algenga aðferð er það, að draga við kýr um þann tíma, og það svo, að þær Ieggja oft af til muna. En er færist nær burði, þá er byrjað að traðgefa þeim, „gefa þeim til“, sem kallað er. En þetta er fráleitur siður og hættu- legur. Eftir geldstöðutímann ætti að gefa kúnum, að minsta kosti svo, að þær haldist vel við, og held- ur fitni; en draga fremur úr gjöfinni næstu daga fyrir burðinn. Um burðinn þurfa þær að fá iétt meltanlegt fóður, en þó lystugt, og varast að gefa þeim meira en þær éta. Þá er líður frá burði, t. d 4—8 dagar, má aftur freka gjöfina, og auka hana smátt og smátt þar tii kýrin er fullgrædd. Mjög er það áríðandi, að fjósamaðurinn sé nákvæm- ur við kýrnar. Hann þarf að vera regiufastur í öllu> er að hirðingu kúnna iýtur, og láta sér þykja vænt nm þær. Góðir fjósamenn hafa það fyrir venju> sumir hverjir, að tala við kýrnar, og virðist svo, sem þeim geðjist að þvi, enda er það víst, að þann sið hafa engir aðrir en þeir, er láta sér ant um þær. Það er einkar áríðandi, að alls þrifnaðar sé gætt, bæði hvað snertir hirðinguna, mjaitir og meðferð mjólkurinnar. Mjaltakonurnar þurfa að vera hreinar um hendurnar, og skifta oft um „kastföt", og láta kýrnar aldrei hungra í fjósinu milli mjalta. TTT. Þegar um það er að ræða, hvað gera beri til þess að auka áhuga manna á meðferð og hirðing naut- gripa, og velvild til skepnanna yfir höfuð, þá vand- ast fyrst málið. Heyrt hefi ég suma stinga upp á því, að æskilegt mundi að auka hina verklegu kenslu á búnaðarskóluuum í þessari grein. Getur vel verið, að það mundi hjálpa að einhverju leyti, því eins og nú er taka þeir, sem á skólana hafa gengið, eigi öðrum fram í því að hirða kýr eða vera í fjósi. í Noregi er það tíðkað sumstaðar, að láta fram fara að vetrinum svo nefndar fjósskoðanir („fjösskuer“), og eru til þess valdir þeir menn, er áður hafa notið mentunar í búvísindum. Skoðunarmaður kemur heim á hvern bæ í þeirri sveit, er hann fer um, og lítur eftir heybirgðum, meðferðinni á kúnum og hvernig fjósaverkin eru af hendi leyst. Gefur hann svo hverri fjósakonu eða fjósamanni einkunn fyrir, hvernig alt er umhorfs. Stundum er verðlaunum útbýtt fyrir vel unninn fjósverk, og verðlaunin fá þá þær eða þeir, sem hirða kýrnar eða eru í fjósinu. Þykir þetta örva fólk til þess að vanda verk sín, og eyk- ur virðingu þess fyrir þeim störfum, sem verðlaunuð eru. Það er mjög áríðandi að innræta börnunum á unga aldri, velvild til skepnanna, virðing fyrir verk- um þeim, er lúta að hirðing þeirri. Það er einnig gott að venja þau við að taka þátt í þessum störf- um, að svo miklu leyti, sem þeim er það er mögu- legt. Gagn það er skepnurnar gera, t. d. kýrnar, er undir því komið, hvernig við þær er verið og með þær farið. Það er fært í frásögur um margar eldri búkonur, að þær hafa haft vakandi auga með hirð- ing og meðferð kúnna sinna, og tekið enda sjálfar þátt í fjósaverkunum að nokkru Ieyti. Þetta eftirlit af hálfu húsmæðranna hefir meiri þýðingu en marg- ur hyggur; enda er því ávalt samfara velvild til skepnanna. Það er líka að dæmum haft, að kýrnar hjá þessum, er ég hefi heyrt sumar nafngreindar, hafi mjólkað betur en alment gerist, og er það vel skiljanlegt. Mundu ungu konurnar ekki viija taka þetta til greina, og fara að dæmi hinna eldri í þessu efni? S. Hjá Páli Búa-forseta. Þjóðverji einn, sem heimsótti í haust Pál Búa-for- seta, skömmu áður en stríðið hófst, hefir skýrt svo frá: Forsetinn býr f litlu húsi, eins og bóndabæir ger- ast þar í landi. Húsið er stráþakið og veröud veit út að veginum. Framan við húsið er túnblettur, sem fáein tjöld voru reist á; í þeim voru varðmenn Páls, sem hann hafði nýlega fengið. Ekkert hringifæri var við dyrnar, og börðum við því á dyr með hnefunum. En enginn kom til dyr- anna, þó við æptum og kölluðum. Það var þó auð- heyrt, að einhverir vóruheima í húsinu, því þar var

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.