Fjallkonan


Fjallkonan - 22.11.1899, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 22.11.1899, Blaðsíða 4
200 F JALLKON AN. XVI, 45.-46. Gufuskipið „Tejo“ (tekó), sem sameinaða guíu- skipafélagið sendi hingað í haust auk hinna ákveðnu skipa þess hér við land og tekið hafði mjög mikið af saltfiski bæði héðan og af höfuum vestanlands, strandaði í norðanroki 7. þ. m. 4 kvartmilur fyrir vestan Siglufjörð. Mennirnir komust ailir á bátum til Haganess í Fljótum. Skipið var fult af sjó, og ekki útlit fyrir að því yrði bjargað, því steinar voru genguir upp úr botninum. í skipinu voru nokkur þúsund skippund af fiski. Rétt á eftir var gufuskipið „Víkingur" þar á ferð, og þykir líklegt að strandmennirnir hafi farið með þvi skipi, eða að minsta kosti að með því skipi hafi þegar borist fregnin um straudið til útlanda. — Daginn eftir að skipið strandaði var gott veður, svo að líkindi eru tii að einhverju hafi verið bjargað. Tíðarfar alt af mjög óstilt og regnsamt en snjó- laust að líkindum um alt land. Toiubóla. Iðflaðarmannafélagið hélt nýlega tom- bólu og varð ágóðinn af henni rúmar 1000 krónur. — Allar gjafir til tombólunnar vóru frá félagsmönn- um sjálfum. Sjónleikar. „Leikfélag Reykjavíkui“ lék í fyista sinni í vetur á sunnadagskveldið. Það var „Dreng- urinn minn“. Það þótti í þetta sinn takast miður en í fyrra, mest þó fyrir þá sök, að nú vóru tveir leikendur nýir og óvanir í stað Sig. Magnússonar, sem var einn af beztu leikendunum, og frk. Þuríðar Sigurðardóttur (sem nú dveiur í Khöfn), er líka lék vel. Hinir, Kristján Þorgr., Árni, Stefanía, Gunnþórnnn o. fl. léku vel að vanda. — Næst á að leika „Æfin- týri á gönguför“. Guilbrúðkaup. 13. þ. m. héldu Reykyíkingar fyrv. yfir- kennara Halldðri Kr. Friðrikssyni og Leópoldínu frú hans sam- sæti í minningu þess, að þá var 50. afmælisdagur brúðkaups þeirra. 120 manns tðku þátt i samsætinu. Auk gullbrúðkaupshjðu- anna vðru heiðursgestir: tengdasonur þeirra (bæjarfðgetinn) með konu og börnum, Júlíus læknir sonur þeirra og Þóra dótt- ir þeirra. — Biskupinn mælti vel fyrir minni brúðhjónanna og þakkaði brúðguminn með snjallri ræðn. Hag. Benedikt Gröndal orti kvæði, sem sungið var í samkvæmiuu. Stúdentafélagið sendi ávarp, skrautritað af Ben. Gröndal. Samsætið var bið skemtilegasta og stóð langt fram á nótt. Samsöng héldu þeir Brynjólfur Þorláksson landshöfðingja- skrifari og Jón Jónsson sagufræðiugur 5. þ. m., og þótti báð- um takast vel. Sérstaklega þótti Brynjólfur leika snildarlega á harmoníum, og mun það hafa verið misráðið af þinginu, að það veitti honum ekki í sumar þann iitla framhaldsstyrk, sem hann sótti um. — En þessir námsatyrkir eru oft skornir svo við negl- ur, að ekkert gagn verður að þeim. Bókmentir. Lögfræðingnr. Útgef. Páll Briem. 3. árg. Aknr- eyri 1899. Þessi árg. Lögfræðings flytnr:—1. þýðing af yfirliti yfir lagasögn íslands, sem dr. Konráð Maurer hefir samið. 2. Ritg. um ágang búfjár eftir útgefandann (framh. frá f. árg.). — 3. Yfirlit yfir löggjöf í út- löndum. — 4„ Erfðaábúð, sjálfsábúð og leiguábúð, eftir útgef. Ritið er fróðlegt, eins og að undanfórnu, en ekki er það eiginlega alþýðurit. Það er þó gefið út með styrk úr landssjóði sem svarar öllum prentkostnaði. Með því móti er auðvelt að gera út tímarit. Blöðin fá engan styrk úr landssjóði, og eru þau þó miklu ver borguð en tímaritin. Búnaðarrit. Útgef. Hermann Jönasson. 13. ár. Reykjavík 1899. Þetta tímarit er líka gefið út með styrk úr lands- sjóði, og þótt það hafi talsverðan kaupendafjölda og þyki gott og nauðsynlegt rit, getur það ekki staðist, og hefir því legið við hvað eftir annað, að hættyrði við það. Sýnir þetta eitt meðal anuars, hve örðugt er að gefa út timarit og blöð hér á landi um þessar mundir. í þeasum árg. Búaaðarritsins er löng ritgerð um mjóikurbú í Daumörku og Noregi eftir Sigurð Sig- urðsson frá Langholti. Ritgerð þessi tekur nærri þriðjung af árganginum. Hann skýrir þar frá hin- ura ýmsu mjólkurbúum á Norðurlöndum og meðferð þeirra á mjólkinni; það var einkanlega sú grein Bú- naðarins, sem liann átti að kynna sér eftir ráði bú- naðarfélags Suðuramtsins, sem veitti honum styrk til utanfarar, og hefir hann eflaust leyst það vel af hondi. Ritgerð hans kemur í góðar þarfir á þessum tíma, eérstaklega af því, að út lítur fyrir, að menn muui fara að reyna koma hér upp mjólkurbúum, að minsta kosti í smáum stíl, eins og ráðið var til í ritgerð um það efni í þessu blaði eítir Pétur alþing- ismann Jónsson og ritstjóra þessa blaðs. Til þessa lutu einnig fjárveitingar í fjárlögunum fyrir 1900— 1901 : 2000 kr. til kenslu í mjólkurmeðferð og 20 þús. kr. lánsheimild til sveitarfélaga til að stofaa mjólkur- bú. Búnaðurinn mun nú fara að breytast í þá átt, að minsta kosti í sumum héruðum, að menn fækka sauðfé meir og meir en fjölga kúm, og leggja því mesta stund á túnræktina. Sauðfé hefir verið fækk- að óvanalega mikið á Suðurlendi í haust, og stöku bændur hafa gert sig sauðlauss. Séra Eggert Páls- son á Breiðabólstað, einn af beztu búhöidum af sunn- lonzku prestunum, fargaði öllu fé sinu í haust og ætlar framvegis eingöngu að hafa kúabú. Þ&ð hlýt- ur eflaust að vera áb&tavænlegxa, sð taka þá stefnn 1 búnaðinum, ef afurðir sauðfjárins haldast framveg- is í jafnlágu verði og að undanförnu. Höfundurinn jsegir í niðurlaginnu: „Eitt af því fyrsta, sem nú þarf að gers, er að koma upp mjöik- urbúum sem víðast. Verði það eigi gert, hafa menn þar með kveðið upp dauðadbm yfir landbúaðinum á Islandi og islemku þjóðerni“. Hann vill láta koma upp kenslustofnun í mjólkurmeðferð, helzt við Hvann- eyrarskólann, og að fenginn sé maður, helzt frá Jót- landi, sem er vel að sér í öllu verklegu sem Iítur að smjörgerð og ostagerð, til þess að annast kensluna. Hann ætlast til að kvenfólk læri þessi störf og ann- ist þau á heimilunum. Síðast leggnr haun ti!, að

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.