Fjallkonan


Fjallkonan - 22.11.1899, Blaðsíða 5

Fjallkonan - 22.11.1899, Blaðsíða 5
22. okt 1899. FJALLKONAN. 201 menn reyni að stofna mjólkurbú með félagsskap á sama hátt og bezt iiefir gefist í Danmörku. Þessa ritgerð ættu allir góðir búhöldar að lesa vandlega og breyta síðan eftir henni. Þeir ættu að nota sér ákvæði fjárlaganna til að gera tilraunir að rétta ofurlítið við búnað sinn. Verði ekki stigið spor í þessa átt á næstu árum, má búast við að landið leggist, i eyði að mestu Ieyti, og^verði að ein3 ver- stöð útlendra fiskimanna. Þar næst er ritgerð um fjárrækt oftir Sigurð Sig- urðsson frá Draflastöðum í Þingeyjarsýslu, laglega samin. Höf. hefir kyntsér nokkuð trjárækt í Noregi, og er hneigður til þess starfa, enda er hann uppal- inn í einni af þeim fáu sveitum hér á landi, þar sem enn eru nokkrar skógarleifar, Hnjóskadalnum. Fyrri hlut þessarcr aidar var Hnjóskadalar aliur að kalla skógi vaxinn að austanverðu, en nú er varla teljandi skógur þar nema á tveimur jörðurn. Svipuð landspell bafa átt sér stað á þessari öld í Borgarfirðin- um (Hafnarskógur). ' Tílraunir þær sem nú eru gerðar til trjáræktuaar hér á landi, bæði sunnanlands og norðan, ættu að verða undanfari annars meira. Ég hefi séð getið um það í útlendum blöðum, að íslendiugar séu nú farnir að „klæða fjöilin". Þvi miður er hætt við, að það eigi langt í land, að dalur „fyllist skógi“, eins og Jónas Hallgrimsson spáði, og líklega verða þess- ar trjágræðslutilraunir hér á landi fremur til prýðis en gagns fyrst um sinn. Þar næst er ritgerð um húsdýrasjúkdóma eftir Magnús Einarsson dýralækni, og er prentaður út- dráttur úr henni í 40. tbl. Fjallk. þ. á. Þá er ritgerð um lifandi limgarða, eftir Dr. C. F. Schúbeler, sem Mórits Halldórsson læknir hefir íslenzk- að (þ. e. þýtt og samið upp aftur), og eru eflaust í henni margar góðar bendingar. Magnús Einarsson dýralæknir vekur máls á því í sérstakri grein, að Búnaðarritið sé „ekki keypt eða óuppskorið“ úti um landið. — Þetta sama á sér nú stað um allar bækur og blöð, nema vera skyldi hús- lestrabækur, sem líklega eru taldar nauðsynlegast- ar, — þótt einn æruverður prestaöldungur sendi einu sinni blaði þe3su grein&rstúf um það, að húslestra- bækur væri óþarfar eða til kristindómsspillis. Blöð og tímarit kaupa menn alment í félagsskap; sá fé- lagsskapur er auðvitað eitur fyrir allar bókmentir, því verði hann almennur, verða allar blaða og bóka- útgáfur annaðhvort að hætta, eða hvert eintak verð- ur að selja afarverði (t. d. svo sem 10—20 kr.). Ég talaði við mann af Skeiðunum á dögunnm, og spurði hann um blaðakaup þeirra þar. Jú, hann sagði þeir keyptu hann „Plóg“. — „Við kaupum hann þrír í félagi“, sagði hann. Blaðkrílið kostar nú reyndar ekki nema 75 au., en þó þurftu þeir að vera þrir í félagi um það. Ég held nú annars að ekki hafi verið brýu þörf á öðru eins blaði ofan á allan hinn blaðasæginn og oían á ágœtt Búnaðarrit, sem naumast getur staðist með landssjóðsstyrk. Um skóggræðslutilraunir hefir Einar Helgason garð- yrkjufræðingur ritað skýrslu í Búnaðarritið. Skýrsla hans er um tilraunir þær sem gerðar hafa verið til að rækta skóg á Þingvelíi og í öðru lagi hjá Grund í Eyjafirði, hvorttveggja fyrir forgöngu Ryders sjóiiða- foringja og póstskipsstjóra fyrir samskot erlendis og með styrk frá landbúnaðarfélaginu danska. Þess- ar tilraunir eru svo skamt komnar, að ekki er séð hvernig þær hepnast. Gert er líka ráð fyrir, að koma upp trjáræktunarreit í Reykjavík með fé þvi er ísiand á tilkall til hjá landbúnaðarfélaginu danska, Þá er skýrsla um etofnun „Búnaðarfélags íslands", sem stofnað var í snmar upp úr Búnaðarfélagi Suð- uramtsins; lagði Búnaðarfélag Suðuramtsins til af sjóði sínum 23 þúsund krónur til Búnaðarfélags ís- lands gegu 400 kr. ár .tillagi frá norðuramtiau, 200 kr. frá austuramtinu (og væntanlega) 400 kr. frá vesturamtinu. Síðast er í Búnaðarritinu, eins og venja hefir ver- ið að undanfórnu, yfiriit yfir árið sem leið (1898), veðráttu, heyskap og alt sem að atvinnumálum lýtur. Þar á rncðal yfirlit yfir ritgerðir um búuað og &t- vinnumál í tímaritum og blöðum. Það yfirlit er ekki nægilega nákvæmt Búnaðarbálkur. II m hirðing á kúm. I. Þau verk, sem sérstaklega lúta að hirðlng á kúm, svo sem gjafir á málum, brynning, mjaltir, mokstnr o. fl., nefnast í daglegu tali „fjósverk“. Þykja þau störf oft miður þokkaleg, og því er það, að mörgum fellur illa að þurfa að vera í fjósi. Þek sem inna þessi störf af hendi, eru einnig oft nefndir fjósmenn eða fjóskonur, og er það álitið af sumum óvirðing- arnafn í meira lagi. Bæði það, að fjósverkin eru oft óþokkaleg, og eins hitt, að vera kallaður fjós- maður, veldur því, að eigi svo fáir hliðra sér hjá þessum verkum, og þykir liklega virðingu sinni hall- að, ef þeim er skipað að vera í fjósi. Sumum er Iíka hálf-illa við fjóslyktina, sem svo er kölluð, og og óttast mjög að hún loði föst við þá. En ástæðu- iaust er að hræðast það, ef alls þrifnaðar er gætt. Fyrir þessa sök er það, að þeir eru oft iátnir vera í fjósinu, sem sizt eru færir til þess, svo sem kven- fólk af eldra taginu, gamlir piparsveinar og börn. Það er með öðrum orðurn, að fjósverkin eða hirð- ingin á kúnum iendir tíðum á þeim, sem eigi þykja gjaldgengir til annara verka, og sem undir ýmsum kringumstæðum geta eðlilega ekki leyst þessi störf viðunanlega af hendi. Að eldra fólk og vanburða er oft valið til þess að gegna þessum verkum, er ekki ætíð af því, að aðrir ekki fáist til þess, heldur af hinu, að þessi störf eru álitin í sjálfu sér lítils virði, og að eigiþurfi valinn mann til þess að innaþau svo af hendi, að vel megi við una. En þetta er mesti misskilningur, því hirðing á kúm, bæði utan húss og innan, er eitthvert hið þyðingarmesta og vanda- samasta verk, sem heyrir til sveitabúskap. Það á því ekki við að lítilsvirða fjósverkin, eða hafa þau að eins konar olcbogabarni meðal heimilisverkanna, sem allir gjóta hornauga til, og öllum er illa við. Að vísu er það svo, að fjósin sjálf eru oft orsök í því, hvað sumum er ógeðfelt að vera í þeim. Það er engin furða, þótt fólki, bæði körlum og konum, þyki fremur ófýsilegt að hirða kýr í þeim fjósum, sem eru bæði Iítil, lág og dimro. Því lélegra sem

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.