Heimdallur - 01.05.1884, Síða 5

Heimdallur - 01.05.1884, Síða 5
framan af gekk hann með stífðan vinstri vænginn, ; og seinna varð hann að gefa «parole d’ honneur», :> eins og gamli húsbóndinn komst að orði. petta «æruorð» hafði hann rofið. það var um vortíma — ungur gljásvartur kvennhrafn fiaug yfir garðinum. Nokkru seinna — ef til vill allmörgum árum — kom liann aptur til höfðingjasetursins. En ein- hverjir ókunnir strákar ætluðu þá að sálga lionum með grjótkasti; gamli húsbóndinn og unga heima- ! sætan voru auðsjáanlega ekki heima. þau eru líklega í kaupstaðnum, hugsaði lirafn- inn, og kom aptur eptir nokkurn tíma. En það fór öldungis á sömu leið. f>á þykknaði í roskna heiðvirða hrafninum — því að hann hafði þegar mörg ár á baki — og nú flaug hann hátt yfir húsum uppi. Hann vildi ekki framar hafa nein mök við mennina; gamli húsbónd- { inn og unga heimasætan mættu horfa svo lengi á ; eptir sjer sem þau vildu — hann var svo sem viss J um að það mundu þau gjöra. Og öllu, sem hann hafði numið, týndi liann . niður; bæði örðugu frakknesku orðunum, sem heima- sætan kendi honum inni í stofu og eins hinum margfalt auðvirðari kraptyrðum, sem hann uppá ; eigin spítur gleypti í sig úti í piltaherbergi. Einungis tvær setningar loddu 1 minninu eins ; og endahnútarnir á hinum týnda lærdómi. þegar mjög vel lá á honum, sagði hann stundum: «bon- > jour madame;1)” en væri hann reiður, gargaðihann, / »fari jeg í logandi». Gegnum loptið leið hann skjótt og rösklega í og hafði þegar komið auga á hvítfreyðandi brim- garðinn fram með ströndinni; þá tók hann eptir ! stórri svartri tlatneskju niðri á jörðunni. pað var mómýri. Bæirnir lágu í hring umhverfís á hæðunum; ; mýrin var full míla á lengd og þar sáust engin mannvirki, að eins í jaðrinum fáeinir móhraukar, ! en allsstaðar svartar þúfur og glitrandi pollar á milli. .'Bonjour madame» hrópaði roskni hrafninn og tók að svífa í stórum hringum yfir mýrina. Hon- ! um þótti svo ánægjulegt um að litast, að hann ljet sígast seint og gætilega til jarðar og settist á trjá- rót úti í miðri mýrinni. Allt var hjer um bil eins og forðum autt og ‘) (frb. bongsjúr madam) góðan daginn, madama. liljótt. Á stöku stað, þar sem þurrlendara var, óx j ögn af smályngi og fáeinar seftætlur, mýrasóleyj- > arnar voru fölnaðar, en á stinnu puntstráunum í hjengu hjer og þar skúfar, svartir og samanklepraðir í af haustrigningunni; annars var jarðvegurinn allsstað- ) ar smágjörr, svartur og gljúpur, fullur af vatns- ; gryfjum; gráar og undnar trjárætur stóðu upp úr > og fljettuðust saman eins og flækt net. Roskni hrafuinn skildi vel allt, sem fyrir augun > bar. Fyrrum hafði vaxið lijer trje, enda fyrir hans ! daga. Skógurinn væri horfinn, greinarnar, limið: ekk- ert væri eptir, nema trjáræturnar, fiæktar saman < niðri i kviksindinu. j ISn nú væri breytingin fullkomnuð; svona yrði > það framvegis, og að minnsta kosti færu mennirnir > ekki að róta við þessu. Gamli fuglinn teygði úr sjer. Bæirnir voru ! langt á burtu; hann var öruggur eins og hann væri lieima hjá sjer í miðju loptleysinu. Dálítið af því gamla mætti þó vera í friði: hann sljetti gljásvörtu j fjaðrirnar og sagði hvað eptir annað: «Bonjour > madame!» j En frá næsta bænum komu tveir inenn með ! hest og kerru; tveir drenghnokkar hlupu á eptir. > IJeir óku í marga króka milli þúfnanna, en beint ; út á mýrina. peir komast ekki langt, hugsaði hrafninn. En þeir komu nær og nær; gamla fuglinuin \ fór ekki að verða um sel og skimaði í allar áttir; j það var furða, hvað þeir hættu sjer langt. Loks námu þeir staðar og mennirnir tóku til ! starfa með skóflum og öxum. Hrafninn sá, að þeir ; voru að stíma við digra trjárót, sem þeir reyndu > að losa. þ>eir fá fljótt nóg af þessu — liugsaði lirafninn En þoir uppgáfust ekki; þeir hjuggumeð öxun- um og aldrei á æfi sinni hafði krummi sjeð eins beittar axir; þeir hertu sig sem þeir máttu og loks gátu þeir vellt digra drumbnum á hliðina, svo að öll rótaflækjan stóð beint upp í loptið. Drenghnokkunum var farið að leiðast að grafa rennur milli pyttanna. «Sjerðu ekki stóru krákuna þarna?» sagði annar þeirra. |>eir fengu sjer tvo steina livor og læddust fyrir aptan þúfurnar. Hrafninn sá þá glögglega. En liann hafði sjeð annað ískyggilegra.

x

Heimdallur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.