Heimdallur - 01.05.1884, Blaðsíða 6

Heimdallur - 01.05.1884, Blaðsíða 6
því gamla var þá heldur ekki vært, þarna úti í mýrinni. Nú sá liann, að jafnvel gráu trjáræt- urnar, sem væru eldri enn fjörgamall hrafn, og margfljettaðar saman í botnlausu mýrinni — að \ jafnvel þær yrðu að láta undan. beittu öxunum. Og rjett í því að drenghnokkarnir voru komnir . í kastfæri, þandi hann löngu vængina og flaug upp Hann lypti sjer hátt og horfði niður á elju- í mennina og heimsku drenghnokkana, sem gláptu á < eptir honum með steina í báðum höndum; því hærra \ sem hann flaug, því meira svall roskna heiðurshrafn- inum reiðin. Skjótur sem örn steypti hann sjer niður á drengina og um leið ög hann löðrungaði þá með stóru vængjunum, gargaði liann með hræðilegri rödd: ! «fari jeg þá í logandi!». Drengirnir hljóðuðu upp yfir sig og fleygðu ' sjer flötum. Eptir góða stund áræddu þeir loks að \ líta upp, og þá var aptur kyrrð og þögn; - í fjarska í flaug svartur fugl, einsamall, vestur eptir. En allt til fullorðinsáranna og enda alla sína , æfl voru þeir fulltrúa um, að sá vondi hefði hirzt ; þeim í Svörtumýri í geysistóru svörtu fuglslíki og < hefði eldur brunnið úr augum hans. Og svo var það þó ekki annað en roskinn í krummi, sem flaug vestureptir, til þess að grafa ' upp svínseyra, sem hann hafði falið. Líflát Murats, eptir Alexandre Dunrias. þýtt af s. > \ ------------------------------ Snemma morguns þann 13. október 1815 kom > Stratti kapteinn inn í dýflizzuna til konungs. Konungur svaf vært, og ætlaði Stratti því að . hverfa aptur, en rak sig á stól, og vaknaði Murat j við harkið. «Hvað er yður á höndum, kapteinn?», mælti ; konungur. Stratti ætlaði að svara, en fjekk varla orði upp < komið. «Nú nú! ' sagði Murat, «eru komnar frjettir frá Neapel?" — «Já, yðar hátign,* ansaði Stratti í hálfum hljóðum. — «Og hvers kyns oru þær?» — «Að það er haíin lögsókn gcgn yður, horra.» — «Hverir eru þeir, er skulu dæma mig? Ef jeg er talinn konungur enn, eiga konungar einir að sitja \ í dómnum, ef jeg er marskálkur af Frakldandi, eiga < marskálkar að dæma mig, sje jeg hershöfðingi \ og ekki meira — minna er ekki hægt að gera úr > mjer — eiga hershöfðingjar að vera í dómsnefnd- jj inni.» — «Yðar hátign eruð lýstur landráðamaður, > og því á að skipa herrjett til að dæma yður; svo j er ákveðið í lögum þeim um uppreistarmenn, or ; þjer hafið látið út ganga.» — «þau lög ná ekki > til krýndra höfðingja,» svaraði Murat með fyrir- \ litning. «Jeg hefði ekki ætlað Ferdínand konungi í slíkan ódrengskap. »Herra, fýsir yður að heyra > nöfnin á dómendum yðar?» — «0 já, það er víst skrítin rolla. Lesið þjer, jeg hlýði á.» — Kapteinninn las fyrir honum nöfnin; Murat ldýddi \ á og glotti fyrirlitlega. «f>að lítur svo út,» mælti j hann þegar búið var að lesa nofnin, • að allur vari í haíi verið á hafður.» — «Hvað á yðar hátign j við?« — «I>að liggur beint við. Sjáið þjer ekki, 1 að allir þessir menn, nema dómstjórinn, Francesco : Froio, eiga mjer upphefð sína að þakka. Jeg mun ; verða dæmdur sekur í einu hljóði, kann vera að , \ einn verði á öðru máli — dómendur mínir munu óttast að verða sakaðir um hlutdrægni.» — Ef \ yðar hátign vildi ganga fyrir dómsnefndina — ef þjer vilduð tala máli yðar — ef þjer vilduð . . . ». — «þegið þjer, herra minn, þegið,» mælti Murat !, með verðleik. «Ef jeg ætti að viðurkenna lögmæti < dómstólanna, yrði að draga yfir margar blaðsíður í sögunni. Rjetturinn er óbær að dæma, það væri \ smán fyrir mig að ganga fram fyrir hann. Lífi mínu j fæ jeg ekki borgið, það veit jeg, en konunglegs j sóma mins verð jeg að gæta.» í þessari svipan kom inn dómstjórinn, Fran- ; cesco Froio, til að spyrja konung um nafn hans, aldur og fæðingarstað. Murat reis á fætur með verðleik og svaraði: «Jeg er Joachim Murat, konungur í Sikileyjum, jeg skipa yður að fara burt.» Froio gjörði sem hann bauð, og Murat bað nú Stratti að bera konu sinni og börnum síðustu kveðju sína. Stratti hneygði sig, en fjekk engu • svarað. Murat settist við borðið og ritaði svolát- andi brjef: «Ástkæra Carólína! Dauðastund mín er nú nálæg — innan skamms, ert þú orðin ekkja og börnin okkar fóðurlaus; gleymdu mjer aldrei.

x

Heimdallur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.