Heimdallur - 01.05.1884, Qupperneq 9

Heimdallur - 01.05.1884, Qupperneq 9
73 við kirkjuna okkar — þjer senduð mjer 40.000." — «f>að kom til af því að það lagðist í mig, að jeg mundi verða jarðaður hjer,» svaraði Murat brosandi. «0g jeg hef þá öruggu trú,» mælti prestur, «að yðar hátign muni heldur ekki synja mjer annarar bsénar. Á knjám mínum bið jeg yður þess: deyið sem kristinn maður.» Hinn gamli múnkur fjell á knje frammi fyrir konungi. «Mun það gleðja yður?» spurði Murat. »Hinn skamma tíma, er jeg á ólifað hjer á jörðunni, gæfi jeg fúslega til, að drottinn vildi vera hjá yður á hinni síðustu stund.» — «Gott og vel, heyrið skriptir mínar: í æsku í óhlýðnaðist jeg foreldrum mínum, á fullorðinsárum hef jeg ekki haft annað að átelja mig um.« - »Herra, ] gefið mjer merki þess, að þjer gangið í dauðann - sem rétttrúaður kristinn maður.» Murat tók penna og skrifaði liðugri hendi þessi orð: «Jeg Joachim dey sem kristinn maður í trúnni 1á heilaga postullega rómversk-kaþólska kirkju. Og nú, faðir,» mælti hann, «ef þjer hafið aðra bæn að biðja mig, þá flýtið yður, að hálfri stundu liðinni verð jeg ekki meðal lifenda.» Múnkurinn kvað , nei við og fór burtu. Mnrat gekk um gólf nokkra hríð og settist <! síðan niður. Um fjórðung stundar sat hann hugsi, \ og leit efiaust yfir hina Ijómandi lífsleið sína ? frá hinu litla og ómerkilega veitingahúsi í þorþinu, | þar sem hann var borinn og barnfæddur, til kóngs- | hallarinnar. Loks reis hann á fætur fölur, en rólegur, ■ gekk fyrir spegil ogfór að laga hár gútt; hann var | sjálfum sjer líkur — hann prýddi sig til hinnar | síðustu göngu. Klukkan sló fimm. Murat lauk upp hurðinni ; og gekk út úr herberginu. A ganginum beið > Nunziante hershi fðingi lians. »Jeg þakka yður fyrir það, hershöfðingi,» ; mælti Murat, «að þjer efnduð orð yðar, faðmið mig < í síðasta sinn.» Hershöfðinginn kastaði sjer grátandi í faðm í honum, og fjekk ekki orði uj>p komið. «Verið þjer hughraustur,» mailti konungur, — «sjáið þjer ekki, hve rólegur jeg er.» pað var eimitt þessi óbifanlega ró, sem fjekk svo mikið á hershöfðingjann; liann hljóp eins og óður maður eptir ganginum og út úr höllinni. Murat hjelt áfram út í garðinn; þar var allt búið til aftökunnar. Undirforingi og níu hermenn | aðrir stóðu í röð gegnt háum múrvegg; þrjú skref | frá múrveggnum var pallur; þar stje Murat upp á og snori andlitinu að hermönnunum. Hann tók úr sitt fram rólegur, horfði á mynd konu sinnar og skipaði fyrir með styrkri raust: ■ hlaðið byssurnar! » og síðan: «skjótið». Fimm skot riðu af. Murat stóð ósnortinn. Hermennirnir fyrirurðu sig fyrir að skjóta á konung sinn. Á þeirri stundu sýndi Murat betur en nokkru sinni áður þá hugprýði, sem hann hafði til að bera fremur flestum mönnum öðrum. Engin taug bærð- ist í andliti hans, liann stóð kyrr som múrveggur og horfði á liermennina með gremjublöndnum þakk- lætissvip. «Jeg þakka ykkur fyrir, vinir mínir,» mælti hann, «en einhverntíma verður ykkur nauðugur einn kostur að miða rjett; lengið ekki dauðastríðið. Jeg bið ykkur nú einungis um einn hlnt: miðið á hjartað og hlífið andlitinu. Heilir svo enn á ný». Með sömu rósemi og áður skipaði hann fyrir rjett eins og þetta væri hversdagleg heræfing. í þetta sinn miðuðu hermennirnir rjett, og þá er hann hafði kallað: «skjótið», fjell hann fyrir átta kúlum, og heyrðLt, engin stuna, og hjelt á úrinu sem áður. Hermennir báru líkið þöglir inn í höllina, og var settur vörður við dyrnar. Um kveldið kom ókunnugur maður og beiddist inngöngu í herbergi það, er konungur lá á börun- um í. En er varðmaður synjaði honum þess, heimti hann hallarstjórann á tal við sig og sýndi brjefiega skipan, er auðsjáanlega- stafaði frá einhverjum, sem mátti sín mikils, því bæði var það að hallarstjóra brá sýnilega er hann hafði lesið þau fáu orð, sem þar stóðu í, enda gekk hann fyrir komumanni til herbergis þess, er líkið stóð uppi í. «Herra Luidgi er heimil innganga», mælti hann við varðmanninn. Hermaðurinn hlýddi boðiuu og lauk upp dyrunum fyrir komumanni. Að tíu mín- útum liðnum fór maðurinn á burt og hjelt á ein- liverju í blóðugum vasaklút. Varðmaður fjekk ekki sjeð hvað það var, og ljet hann fara leiðar sinnar. Stundu síðar kom trjesmiður með kistu utan um líkið; óðar en hann var kominn inn í stofuna, kallaði hann óttasleginn á varðmanninn og benti honum á likið — það var höfuðlaust. Mörgum árum síðar, er Ferdínand konungur var dauður, fannst í leynihirzlu í svefnhúsi hans höf- uðið af Murat konungi, vel geymt í vínanda. Viku síðar en aftakan í Pizzo fór fram, höfðu

x

Heimdallur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.