Norðurljósið


Norðurljósið - 01.03.1913, Blaðsíða 6

Norðurljósið - 01.03.1913, Blaðsíða 6
22 NORBURLJÓSIÐ • • • • ••••••< Molar frá borði meistarans. (Á þessari blaðsíðu verða jafnan fluttar uppbyggilegar greinar fyrir trúaða.) Hinn sanni söfnuður Guðs. eftir Ryle, biskup í Liverpool. (Framh.) Þessi er hinn eini söfnuður, sem hefir sanna eining. Meðlimir hans eru fullkomlega sammála um öll hin mikilvægustu atriði trúarinnar, því að þeim er öllum kent af einum og sama Anda. Þeír eru sammála um Guð og Krist og Heilagan Anda, um synd, eigin hjörtu sín, um trú, iðrun, nauðsyn heilagleikans, gildi biblí- unnar, mikilvægi bænárinnar, um upprisuna og dóminn, — um öll þessi atriði trúarínnar eru þeir sammála. Ef hægt væri að að safna saman þremur eða fjórum með- limum þessa safnaðar, hverjum öðrum gerókunnugum, sínum úr hverri heimsálfu, og heyra vitnisburð þeirra, hvers út af fyrir sig, þá muudi það koma í ljós, að þeir væru allir á sama máli. Þessi er hinn eini söfnuður, sem hefir sannan heilag- leika. Meðlimir hans eru allir heilagir. Það er ekki að- eins játning þeirra, að þeir sjeu heilagir; þeir eru ekki aðeins heilagir að nafninu til; og ekki heldur eru þeir aðeins heilagir, þegar væglega er dæmt; nei, þeir eru allir heilagir í raun og veru, í lífi og sannleika. Þeir eru allir, meíra eða minna, farnir >að líkjast mynd Sonar Guðs«. Enginn, sem ekki er heilagur, er af þess- um söfnuði. Þessi söfnuður er hinn eini, sem með rjettu má kalla allsherjar-sófnuð. Hann er ekki söfnuður nokkurrar vissrar þjóðar; meðlimir hans eru alstaðar í heiminum, þar sem menn taka á móti náðarboðskapnum í trú. Hann er ekki háður takmörkum nokkurrar þjóðar nje nokkurs viss stjórnarfyrirkomulags. I honum er enginn munur á Oyðingi og Grikkja, á svörtum manni og hvítum, á þjóðkirkjumanni og utanþjóðkirkjumanni, — j-allir eru eitt í Jesú Kristk. Meðlimir hans munu safn- ast frá norðri og suðri, frá austri og vestri á þeim mikla degi, og þeir inunu verða af öllum þjóðum og tungumálum — en allir eitt í Jesú Kristi. Þessi söfnuður er sá eini, sem er sannkallaðurposru/- legur söfnuður. Hann er bygður á grundvellinum, sem postularnir lögðu, og heldur þær kenningar, sem postul- arnir predikuðu. Hin tvö háleitu takmörk, sem meðlimir hans keppa að, eru postulleg trú og postulleg verk; og þeir álíta þann mann, sem talar um að feta í spor postulanna, án þess þó að hafa þessi tvö takmörk fyrir sjer, eins og hljómandi málm eða hvellandi bjöllu. Þessi er hinn eini söfnuður, sem mun vissulega fá staðist alt til endans. Ekkert getur kollvarpað eða eyðilagt hann með öllu. Meðlimir hans hafa verið of- sóttir, kúgaðir, settir í varðhald, húðstrýktir, hálshögn- ir, brendir; en hinum sanna söfnuði verður aldrei út- rýmt; hann rís upp eftir öll harmkvæli sín; hann lifir, þrátt fyrir eld eða vatn. Heródes, Neró, Díokletian og aðrir hafa gert híð ýtrasta til að bæla niður þenna söfnuð, en það hefir orðið til einskis. Þeir drepa nokkr- ar þúsundir þeirra og svo hverfa þeir sjálfir og »fara til síns eigin staðar«. Hinn sanni söfnuður lifir þá alla og sjer útför þeirra, hvers á sínum tíma. Hann er steðji, sem hefir nú þegar mölvað marga hamra og mun eiga eftir að mölva margaenn; hann er »þyrnirunnur«, sem stendur oft í »ljósum loga«, en brennur ekki. Það er þessi söfnuður, sem gerir verk Krists hjer d jörðii. Meðlimir hans eru ekki nema »lítil hjörð« og fámenn, samanbornir við heimsins börn, einn eða tveir hjer og tveir eða þrír þar, En þessir eru þeir, sem á- hrif hafa á heiminn; það eru þeir, sem breyta forlög- um þjóðanna með bænum sínum; það eru þeir, sem starfa af kappi til að útbreiða þekkingu á »hreinni og flekklausri guðrækni«; það eru þeir, sem eru lífæð þjóðar sinnar, skjöldur, sverð og stoð hennar. Það er þessi söfnuður, sem verður síðarmeir gerður vegsamlegur. Þegar öll jarðnesk dýrð er horfin, þá mun söfnuður þessi samt vera flekklaus fyrir hásæti Guðs Föður. Hásæti, hefð og tign verða að engu, en þessi söfnuður mun skína sem stjörnurnar og vera »látinn koma fram fyrir dýrð Guðs lýtalaus í fögnuði«. Þegar Drottinn »tilreiðir sjer sina eiginlegu eign« og »opinberun Ouðs barna« á sjer stað, þá verður ekki nema einn söfnuður tekinn til greina, og það er »söfn- uður hinna útvöldu«. Lesari minn, þetta er hinn sanni söfnuður, sem menn verða að tilheyra, ef þeir vilja frelsast. Þú ert ekki annað en glötuð sál, fyr en þú ert orðinn sanuur meðlimur hans. Það má vel vera, að þú hafir hlotið ótalmargar blessanir; það má vel vera, að þú hafir mikið ljós og mikla þekkingu, en ef þú ert ekki limur á »líkama Krists«, mun ekki Ijós þitt, þekking þín eða blessanir þínar geta frelsað sál þína. Menn ímynda sjer oft, að þeir eigi að gerast fjelagar í hinu eða þessu kirkjufjelagi og »neyta sakramentisins« og framkvæma vissa siði, og þá verði sálu þeirra óhætt. »Ekki eru allir þeir Israelsmenn, sem af Israel eru komnir«, og ekki rieldur eru þeir allir »Iimir á líkama Krists«, sem kalla sig kristna. Tak þú eftir þessu: Það er hægt fyrir þig að vera rjettur þjóðkirkjumaður, eða fríkirkjumaður, eða baptisti, eða meþódisti eða »Plymouth-bróðir«, — en vera samt ekki í hinum sanna söfnuði Guðs. Og ef þú ert ekki í honum, þá væri þjer betra, að þtí hefðir aldrei sjeð ljós þessa heims.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.