Norðurljósið - 01.03.1929, Qupperneq 3
NORÐURLJÓSIÐ
aö Guð hafi ætlað oss öllum að verða ein.s og Helen
(Keller, eða Hallgrímur Pjetursson, cða Jón Bunyan,
eða Jón Newton. Það má vel vera, að verk Guðs
opinberist best á oss, meðan vjer gegnum hinum
hversdagslegu störfum vorum, sem virðast vera svo
þreytandi og leiðinleg, eða meðan vjer liggjum í
rúmi voru líkamlega veikir. Vjer verðum í öllu falli
að læra að vinna sigur, vfir kringumstæðum vorum
heima fyrir, áður en vjer förum út til þess að vinna
•sigur annarsstaðar. Merkilegustu dærnin frjettast út
um heiminn og bækur eru skrifaðar um þau. 5*688
vegna viturn vjer um þessa menn og konur, sem
hjer eru nefnd. En ótal þúsundir munu efalaust op-
inberast á hinum síðasta degi, sem hafa í ömurlegum
kringumstæðum lifað Gúði og Kristi ti! dýrðar, unn-
ið sigur í kraftinum, sem kemur að ofan, og látið
ljós sitt skína á hinu takmarkaða sviði tilverunnar,
þar serri Guð hefir sett þá. Pá koma launin. Og þá
verður armæðan og sorgin og vonbrigðin fljótt gleynid.
•»Guð mun þerra hvert tár af augum þeirra.«
Mannkynsfrelsarinn.
(Framhald.)
Engin af þessum kenningum, út af fyrir sig, gefur
fullnægjandi skýringu á dauða Krists. Eins og vjer
höfum sjeð, voru margar myndir ,og líkingar nauð-
synlegar, til þess að sýna oss, hver Kristur er;
á sama hátt eru margar líkingar nauðsynlegar til
þess að lýsa því, sem hann hefir gert fyrir oss.
Pað er þess vegna ófullnægjandi, og jafnvel vill-
andi, að einblfna á einn ritnirigarstað,eða nokkura
sarnhljóða ritningarstaði, og halda þá, að vjer höf-
um fengið í þeim fulinaðarskýringu á lausnarverki
Jesú Krists. Vjer verðum að taka til greina alla spá-
dómana og fórnalíkingarnar, ef vjer viljum komast
að rjettri niðurstöðu um þetta mikilvæga atriði.
Vjer verðum að hlusta á hin örlagaþrungnu orð,
sem töluð voru í Edensgarði, ef vjer viljum fræðast
um það, hvernig höfuð höggormsins á að merjast.
Vjer verðum að líta skinnkyrtla hinna seku hjóna
þar, ef vjer viljum skilja, hvernig syndasekt vor verði
hulin og burt tekin. Vjer verðum að bera saman
fórnargerð þeirra Kains og Abels, ef vjer viljum læra,
hvernig vjer getum aflað oss velþóknunar Ouðs.
Ásamt Abraham og ísak verðum vjer að klifra upp
hina háu brekku Móríafjalls, ef vjer viljum læra um
»einkasoninn«, sem fórnað er, og um lambið, sem
Guð sendir til að líða og deyja í staðinn fyrir oss.
Vjer verðum að fylgjast með sögu Jósefs, hins elsk-
aða sonar, sem bræður hans hötuðu og seldu í
ánauð, en varð þó »krýndur dýrð og heiðri«, ef
vjer viljum fræðast um hinn sanna »frelsara heims-
ins«. Ef vjer viljum vita, hvernig »Sonurinn gerir
oss frjálsa«, skulum vjer horfa á hinn mikla fjölda
endurleystra þræla, sem gengu út úr hinum blóði-
drifnu dyrum og komust yfir landamæri hins hat-
aða Egiptalands. Til þess að skilja það, sem Guð
hefir ætlað með endurlausnarverki Krists, verðum
11
vjer að ganga inn í hina undraverðu tjaldbúð, sem
Móse reisti í eyðimörkinni. Vjer verðum að standa
við hlið þess manns, sem hreinsaður er af líkþrá,
og horfa á fórnina, sem prestur Drottins færir, ef
vjer viljum byrja að skilja þann leyndardóm, hvernig
hinn heilagi Guð hreinsar menn af líkþrá syndar-
innar.
Já, vjer verðum að hlusta á hörputóna Davíðs og
Ijúka upp bókfelli Jesaja, og Ijá öllum spámönn'
um Drottins eyru, ef vjer viljum sktlja til hlítar með
hverjum hætti Kristur hefir dáið fyrir syndtr vorar.
Og þegar vjer höfum gert alt þetta, skulum vjer
minnast þess, að það guðlega mál, sem vjer fhugum,
er óendanlega miklu yfirgripsmeira og háleitara en
allir spádómar og fórnarmyndir geta nokkurntíma
lýst fyrir oss dauðlegum mönnum, að sínu ieyti eins og
sólin á himni er ósegjanlega miklu dýrðlegri en
hinn besti listmálari gæti málað hana.
Spámennirnir, sem Andi Guðs notaði til þess að
vitna fyriríram uin píslir Krists og dýrðina þar
á eftir, rannsökuðu þessa hluti kostgæfilega; »inn í
þetta fýsir englana að skygnast«. (I. Pjet. 1- 10.—12)
En bæði spámenn og englar, og vjer einnig, verð-
um að bíða þangað til »opinberun Jesú Krists* ber
að (13. vers), til þess að skilja dýrðina, sem leiðir
af þjáningum hans.
Oss nægir nú, eins og það nægði tveimur læri*
sveinum Jóhannesar skfrara forðum, að heyra orð-
in: »Sjá það Guðs lamb!« »Og lærisveinarnir tveir
heyrðu hann fala þetta og fóru á eftir Jesú.« (Jóh.
1. 35. 37.). í aliri auðmýkt skulum vjer gera hið.
sama.
Ef vjer gerum það, munum vjer læra, að eins og
Faraó, óvinur Guðs fólks, var sigraður, eins hefir
frelsari vor, fyrir dauða sinn, »að engu gert þann,
sem hefir mátt dauðans, það er að segja djöfulinn,
og frelsað alla þá, sem af óíta við dauðann voru
undir þrælkun seldir alla sína æfi « (Hebr. 2. 12.—15.)
Og ekki nóg með það, — jaínvel veik djöfulsins
verða brotin niður, og í þeim tilgangi birtist Guðs
sonur, (I. Jóh. 3. 8.); hinn líkþrái hreinsast, hinn
lami rís upp og gengur. Mest af öllu rnunum vjer
fagna yfir því, að sGuð í Kristi sætti heiminn
við sig.«
„Sœttur!“ Abel, er hann stendur við rjúkandi
altari sitt, sæll í þeirri fullvissu, að Guð telur hann
rjettlátan; sonurinn, sem einu sinni var týndur, er
hann situr við hlið föður síns, fagnandi yfir hinum
kærleiksríku viðtökum, sem honum hafa hlotnast;
þessir og aðrir, sem ritningin segir fiá, sýna oss að
einhverju leyti, hve sælt það er, að vetða sættur við
Guð á rjettlátum grundvelli. En sálin skilur það ekki
til fulls fyr en hún hefir reynt það.
Jeg vildi, að jeg gæti talað nokkur alvarleg orð
persónulega við þann, sem nú er að lesa það, sem
hjer er skrifað. Jeg vildi segja við hann: »Vinur
minn, Drottmn Jesús Kristur hefir, at kærleika til þín,
gefið þjer ávísun, ef svo mætti segja, undirskrifaða
með sínu eigin blóði. Hún er stíluð til þín og tjáir
þjer fyrirgefningu synda þinna og gjöf eilífs lífs.
Pú efast víst ekki um, að hann hafi rjett til þess
að veita þjer þetta. Alt, sem vantar, er að þú veitir
því viðtöku, sem hann býður þjer. Pegar menn