Norðurljósið


Norðurljósið - 01.07.1935, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 01.07.1935, Blaðsíða 1
Norðurljósið XVIII. árg. | Júlí—Ágúst 1935. | 7.-8. 30 ÁRA STARF Á ÍSLANDI. Hinn 3. ágúst 1905 kom ritstjóri þessa blaðs fyrst til Akureyrar til að hefja trúboðsstarf sitt. Hefir hann því starfað hjer á landi í 30 ár. Var þess minst með sjerstakri samkomu á Sjónarhæð, sunnud. 4. ágúst s. 1., og flutti hann þá fyrir- lestur, sem hjet: »Saga 30 ára á íslandi.« Hann hafði snúið sjer til Drottins á unga aldri, en 19 ára gamall tók hann kristilega skírn og gekk í frjálsan söfnuð, sem ekki tilheyrði nein- um sjertrúarflokki. Fjórum mánuðum seinna (25. ágúst 1902) fjekk hann ákveðna köllun frá Guði til að helga sig þjónustu náðarboðskaparins á ís- landi. Það voru margar hindranir í veginum. Meðal annars vildi faðir hans ekki heyra það nefnt, að hann starfaði sem trúboði á frjálsum grundvelli. En Drottinn nam allar hindranir í burtu og opnaði honum veginn, svo að hann gat, tæpum þremur árum síðar, lagt af stað til ís- lands. Hann hafði kynst trúboðanum Mr. Frederick H. Jones, sem kom hingað fyrir aldamótin og reisti trúboðshús á Akureyri. Varð það að sam- komulagi, að hann starfaði fyrst hjá Mr. Jones sem aðstoðarmaður. En Mr. Jones var heilsuveill og dó snemma árs 1905, svo að ekkert varð úr samstarfinu. Hvað hefir Drottinn gert á þessum 30 árum? Eitt af hinu minsta, sem hann hefir gert, er það, að hann hefir sjeð fyrir þörfum starfsins og starfsmannanna í öll þessi ár og haldið þeim við með óbilandi trúfesti. Hann hefir veitt þeim alt, sem þurft hefir með, þrátt fyrir það, að enginn flokkur, fjelag eða söfnuður hefir borið neina á- byrgð á starfinu, eða lofað nokkrum stuðningi, beint eða óbeint, og enginn maður, hjer eða er- lendis, hefir nokkurn tíma verið beðinn að styðja starfið. Það hefir verið nóg, að biðja Guð. Bæn og trú hafa reynst betur en betl eða samskot. Jeg segi, að þetta sje eitt af hinu minsta, sem Drottinn hefir gert, en þess skal þó getið hjer fyrst, vegna þess að margir líta frekar á hið sýnilega en á hið ósýnilega, og sumir veiktrúaðir gætu fengið meira traust til Drottins í ósýnileg- um efnum, er þeir sæju hönd hans áþreifanlega með þjónum hans í sýnilegum og tímanlegum hlutum. Það vakti athygli Móse, er hann tók eftir þyrnirunninum, sem stóð í ljósum loga, en brann ekki, (II. Mós. 3. 2—4.). Drottinn hefir svarað bænum okkar og sent alt, sem til starfsins hefir þurft, í þrjátíu ár. Stund- um hefir vei'ið unnið lítillega, eins og oss ber að gera að dæmi postulanna, til þess að styrkja starfið, en aldrei hefir verið nauðsynlegt að biðja nokkurn annan en Guð. Hann er trúfastur, eins og allir þeir hafa reynt, sem hafa viljað haga sjer eftir oi'ði hans og treysta honum einum. Sem dæmi má geta þess, að þegar trúboðahjónin, ný- gift, lögðu af stað frá London áleiðis til Akureyr- ar árið 1907, þá áttu þau ekki einu sinni fyrir fargjaldinu til Leith, hvað þá til íslands! En Drottinn lagði það til, sem þau þurfu, altaf í tæka tíð. Eins var það vorið 1909, er þau ferð- uðust aftur til Englands. Þegar farið var frá Ak- ureyri, áttu þau ekki fyrir fargjaldinu til Eng- lands. En þegar »Vesta« garnla var að fara frá Fáskrúðsfirði, kom símskeyti til skipstjórans um að fara til Vestmannaeyja og taka þar fisk. Þar hitti trúboðinn mann, sem skuldaði honuin tölu- verða upphæð fyrir bækur, sem hann hafði haft til sölu í nokkur ár. Þessi rnaður borgaði reikn- inginn að fullu og neitaði að taka sölulaun vegna dráttarins, — og þá voru komin fargjöldin! Þannig hefir Drottinn í þrjátíu ár haldið hendi sinni yfir starfinu og starfsmönnunum, sjeð fyr- ir þörfum þeirra og hjálpað þeirn í hinni góðu baráttu. »Þeir skulu þakka Drotni miskunn hans og dásemdarverk hans við mannanna börn, og færa þakkai'fóxmir og kunngera verk hans með fögnuði.« (Sálm. 107. 21.—22.) En var þöi'f á kristilegu ti’úboðsstarfi hjer á landi? Frá sjónarmiði biblíulegs kristindóms var ástandið ólíkt verra þá en nú er. Trúuð kona í Reykjavík, sem hafði snúið sjer til Krists um það leyti, hefir sagt mjer, að hún þekti þá bók-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.