Norðurljósið


Norðurljósið - 01.07.1935, Blaðsíða 5

Norðurljósið - 01.07.1935, Blaðsíða 5
NORÐURLJÓSIÐ 29 Þennan dag' var síðasta samkoman haldin á ströndinn!, •og gamli klerkurinn, sem hafði stjórnað þeim, afhenti verðlaun fyrir tennismótið. Fjekk jeg ágæta bók um aft- urhvarf margra nafnkendra manna. Ætla jeg að þýða ýmislegt úr henni í »Norðurljósið« við tækifæri. Gamla konan, sem við dvöldum hjá, vildi fyrir alla muni láta okkur hjónin fara í skemtiakstur um nær- liggjandi sveitir, áður en við yfirgáfum Eastbourne. Hún fjekk ágæta bifreið handa okkur, en sjálf treysti hún sjer ekki til að vera með. Við ókum um unaðsfagrar sveitir að bænum, sem heitir Battle. Þýðir það nafn »orusta«, og er bærinn nálægt þeim stað, er Vilhjálmur I. »Sigurvegarinn«, eins og hann er kallaður, vann fræg- an sigur yfir Haraldi Englandskonungi og lagði landið undir sig, árið 1066. Vilhjálmur hafði strengt þess heit, að hann myndi reisa þar veglega klausturkirkju, ef hann ynni sigur, og partur af þessari kirkju stendur enn þá. En meiri hluti hinnar mikilfenglegu byggingar hefir ver- ið reistur seinna. Við fengum að ganga inn í klaustur- kirkjuna. Bak við hana sást orustuvöllurinn. Sáum við þann stað, þar sem Haraldur konungur fjell. Ör frá boga eins af Normönnum í liði Vilhjálms kom í auga hans, og beið hann bana af. Orusta þessi gerbreytti sögu Eng- lands. Við hjeldum ferðinni áfram til borgarinnar Hastings, við ströndina. Þar er stór baðvistarstaður, og þúsundir flykkjast þangað frá London og öðrum stórborgum á hverju sumri. Við höfðum frjett, að þar væru miklir hellar mjög einkennilegir, og okkur langaði til að skoða þá. Inngangurinn er hátt uppi á háum hól, sem gnæfir yfir sjóinn. Þegar nógu margir gestir hafa safnast fyrir, fer leiðsögumaðurinn með þá ofan í fylgsni jarðar. Bráð- um kemur maður að stórri höll, sem heitir »l)anssalu'r- inn«, vegna þess að stundum voru haldin »böll« þar fyrir rúmri öld. Langa leið getur maður haldið niður á við, með hægum halla, og víða verða göngin svo breið, að það er líkast höll, sem maður er kominn í. Það, sem okkur hjónunum þótti allra merkilegast, var hellir einn, þar sem sagt er, að kristnir menn hefðust við á ofsóknartímum fyrir mörgum öldum, á fyrstu dög'- um kristninnar. Sagnir fara. af því, að Páll postuli hafi einu sinni heimsótt England, og það er hjer um bil víst, að Jósef frá Arímaþeu hafi komið þangað til að stofna kristinn söfnuð. Hvað sem því líður, er það vitanlegt, að kristnir trúboðar hafa komið til Englands og stofnað söfnuði á fyrstu öldum kristninnar. Og hjer, langt niðri í fylgsnum jarðar, var einn griðastaður þeirra, er of- sóknir dundu yfir. Við horfðum í kring um okkur, hrærð í huga. Svo leiddi fylgdarmaðurinn hópinn að hliðarhelli, út frá hinum stærri, og sagði á þessa leið: »Hjer er skírnarstaður, sem þessi frumsöfnuður notaði til að skíra lærisveinana í. Eins og sjest, er hann rúmbetri en notað ' er alment nú á dögum. Mun það hafa verið vegna þess, að farið var alveg niður í vatnið á þeim dögum.« Þar var stór skírnarlaug, auðsjáanlega notuð fyrir niðurdýfingarskírn, og- tvær eða þrjár tröppur lágu niður í vatnið, eða þar sem vatnið hafði áður verið, því að núi var alt þurt. Við stóðum og horfðum hrifin á þessa þreif- anlegu sönnun þess, að hinir fyrstu kristnu lærisveinar skildu orð og skipun frelsarans þannig, að skírnin ætti að tákna greftrun og upprisu, eins og Páll postuli einnig segir í Rómverjabrjefinu (6. kap.), og að þeir hafa fram- kvæmt skírnina með niðurdýfingu. Mjer kom í hug hin fáránlega skýring sumra þjóðkirkjumanna, að »það hafi ekkert að segja, hve mikið vatn sje notað«. Enginn hefiu nokkurntíma deilt um vatnsmagnið, sem til skírnar þarf, svo að jeg viti til, en það hefir mjög mikið að segja> «f vjer ætlum að sýna greftrun og upprisu frelsara vors og þátttöku vora í þessu hjálpræðisverki hans, að vjer not- um þá líkingu, sem hann gaf oss, en finnum ekki upp einhverja aðra í staðinn, sem ekkert á skylt við greftrun og upprisu. Og afsökunin, að »þetta hefir altaf verið gert«, nær ekki nokkurri átt, þar sem ekki aðeins á Eng- landi einu, heldur alls staðar þar sem menn finna forn- minjar frá söfnuðum 1. og 2. aldar, er skírnarstaðurinn auðsjáanlega ætlaður fyrir niðurdýfingarskírn. Þessar hugleiðingar hafa auðvitað enga þýðingu fyrir þá, sem kæra sig lítið um óskir frelsarans. En þeir, sem elska hann af hjarta, munu auðvitað óska þess, að fylgja eftir megni orðum hans sem nákvæmast, — ekki aðeins í þessu atriði, heldur og í öllum greinum. Við hjónin og dóttir okkar dvöldum þar sem lengst og reyndum að gera okkur í hugarlund, hvernig safnaðar- lífið myndi hafa verið á þeim dögum, er skírnarstaður þessi var notaður. Systkini vor frá liðinni tíð, þið sem fyrir löngu eruð komin heim til frelsarans, við hittumst síðar meir! Guði sje lof og dýrð fyrir trúfesti ykkar k ofsóknartímum! Gefi hann, að við megum reynast honum trú, eins og þið! Næsti dagur var okkur hinn síðasti í Eastbourne. Tvær dætur okkar, sem höfðu verið þar með okkur, ferðuðust með áætlunarbifreið til Bristol, kona mín fór á samskonar ferðatæki til London, og jeg fór í sömu átt á bifhjólí mínu. Jeg átti að tala á samkomu í Catford í suðurhluta London þennan eftirmiðdag (laugardag), og þá ætluðum við hjónin að ferðast þvert yfir stórborgina og norðaust- ur til bæjar, sem heitir Chelmsford. Við vorum boðin þangað af trúuðum lögfræðingi, sem hafði skrifstofur bæði þar og í London. Við vorum ókunnug á þessum slóðum, og það var okkur mikil gleði, að sjá hjónin frá Chelmsford á samkomunni í Catford. Þau fóru með okk- ur heim til sín, en bifhjólið skildi jeg eftir í Catford. Við dvöldum tvo daga í Chelmsford. Húsið var á inn- dælum stað fyrir utan borgina. Hjónin voru nýlega kom- in heim úr ferð til Indlands, þar sem þau höfðu ferðast um og heimsótt fjölmargar trúboðsstöðvar. Heyrðum við margt fróðlegt úr þeirri ferð. Sunnudaginn talaði jeg á þremur samkomum, og á mánudaginn hjelt jeg fyrir- lestur um ísland. Næsta dag hjeldum við aftur til London, og fór konan mín með áætlunarbifreið til Bristol. Jeg átti erindi inn í miðborgina og notaði tækifærið til að vera viðstaddur á hádegisbænasamkomunni, sem stöðugt er haldin í mið- borginni, í K. F. U. M. húsinu þar, hvern dag allan árs- ins hring. Þar safnast fjöldinn allur af kristilegum starfsmönnum, og allir, sem geta það, leita þangað, meðan þeir eru í borginni. Á heimleiðinni var rigning mikil og mjög dimt, en jeg kom heim heill á húfi, fyrir Guðs náð. Fjórum dögum seinna (1. sept.), byrjaði vika, sem verð- ur mjer ógleymanleg. 1 síðustu ferðasögu minni (frá sumrinu 1932) sagði jeg frá því, að »Crusaders« (kross- farar, þeir starfa meðal drengja og ungra manna í æðri

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.