Norðurljósið


Norðurljósið - 01.07.1935, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 01.07.1935, Blaðsíða 3
NORÐURLJÓSIÐ 21 og einnig að fá atvinnu. Þetta er oft mjög erfitt. En við kennum þeim, að biðja Guð um að hjálpa þeim að fá atvinnu, og sendum þá svo út um bæinn til að leita hennar. Menn, sem hafa reynst illa í öllum stöðum, sem þeir hafa fylt, alla æfi, vildu náttúrlega helst láta útvega sjer atvinnu, en reynslan hefir kent okkur, að það er ekki gott að gera það fyrir þá. Ef maður er raunverulega endurfæddur maður, þá höfum við sjeð það, hvað eftir annað, að Drottinn veitir honum atvinnu undir eins og hann er fær um hana. Þegar mað- urínn hefir gengið um borgina nokkrar vikur og er nær því uppgefinn og vonlaus, þá fer hann að sannfærast um það, hve gott það er að fá stöðuga atvinnu, og tollir miklu betur í þeirri stöðu, sem hann fær, jafnvel þótt hún sje ekki að öllu leyti eins og hann hefði kosið. Krafturinn í samkomum okkar er vitnisburður þeirra, sem hafa snúið sjer. Það er alment kann- ast við það, að hann hefir orðið til þess, að leiða menn til að snúa sjer frá spiltu líferni og koma til Krists. Hið blessaða nafn, Jesús, er kjaminn í prjedikun okkar. »Sá, sem hefir soninn, hefir lífið.« Hin blíða nálægð Guðs sonar er áþreifan- leg á samkomum okkar, og þar sem ætíð er talað um hann og brýnt fyrir mönnum, að líta upp til hans, opinberar Heilagur Andi hann þeim, sem þurfa hans við, svo að hver og einn getur skilið og tekið á móti »vini syndaranna«. Samkomui- eru haldnar hvert kvöld og kl. 3 á sunnudögum. Okkur þykir vænt um, að sjá vini og starfsmenn frá öðrum stöðum, en við þurfum ekki á hjálp þeirra að halda, til þess að geta hald- ið starfinu við. Það eru fleiri en komast að, sem eru færir um að stjóma samkomunum, og jeg er að leitast við að finna eitthvert jiýtt starf handa þeim, sem hafa snúið sjer til Drottins og vilja vinna aðra fyrir hann. Á »kaffikvöldum« okkar, þegar öllum er boð- ið að koma inn og fá sjer hressingu ókeypis, ganga margir menn um og bera bakka, sem á er brauð og kjöt, og ilmandi kaffikönnur. Þetta eru alt menn, -sem einu sinni hafa komið inn á samkomur okkar í djúpri neyð, nær dauða en lífi, en hafa fundið frelsarann, sem gaf þeim nýtt líf og löngun til að hjálpa öðmm, sem eru eins og þeir voru einu sinni sjálfir. Árið, sem leið, var tala þeirra, sem sóttu sam- komur okkar, 46,000, og voru langflestir þeirra umrenningar eða vonlausir drykkjumenn. Fleiri en 3,000 komu fram að bænabekknum og báðu til Drottins. Jeg fer oft til Sing Sing fangelsins til að prje- dika Krist, og þar býð jeg föngunum að koma í Vatnsstrætistrúboðið, þegar þeir losna úr fang- elsinu. Um 4—500 þeirra koma, á hverju ári, og nokkrir þeirra finna frelsarann. Hvað eftir annað hefi jeg sjeð menn leita frels- arans, meðan drykkjumannsæði er enn á þeim. Stundum eru menn svo drukknir, að það verður að hjálpa þeim fram að bænabekknum. En það kemur fyrir, að þeir losna algerlega við áfengis- ástríðuna og tóbaksþrældóminn áður en þeir rísa aftur á fætur. Slíkur er hinn frelsandi kraftur Krists! Tóbaksástríðan er mörgum viðkvæmt mál og erfitt úrlausnar. Sumir falla aftur i drykkju- skapinn, ef þeir hætta ekki við tóbakið líka, en ekki allir. Einn af vinum okkar var afskaplegur drykkju- maður áður en hann frelsaðist. Hann virtist aldrei geta losnað við syndina, nema aðeins um litla stund. Hann fjell aftur og aftur. Seinast varð jeg að senda hann í sjúkrahúsið vegna drykkjumannsæðis. Þessi maður var líka gerfall- inn tóbaksþræll. Jafnvel eftir að Drottinn hafði frelsað hann frá valdi áfengisins, var hann trylt- ur í tóbakið. En hann fyrirvarð sig fyrir þetta og vildi helst ekki að fólk sæi hann reykja. Hann gat ekki keypt nógu sterkt munntóbak, svo að hann safnaði vindlastubbum af götunni tij að tyggj a. Það var nefnilega atvinna hans, að hreinsa göturnar. Hann bað Drottinn þess heitt, að frelsa hann einnig frá þessari ástríðu. f heila viku snerti hann ekki tóbak, en einn dag, meðan hann var að sópa götuna, varð ílöngunin svo áköf hjá honum, að hann fann, að hann gæti ómögulega haldið lengur út. Hann leit á klukk- una og sá, að hún var níu. Þá sagði hann: »Þeg- ar klukkan er orðin tíu fer jeg í tóbaksbúðina og kaupi mjer rjól.« En þegar klukkan var orðin tíu, var hann alveg búinn að gleyma þessu. Drott- inn hafði sjeð, að hann gæti ekki þolað meira, og hann tók ílöng-unina algerlega frá honum, og hún kom ekki aftur. Jeg hefi átt marga ágæta aðstoðarmenn í þessu starfi. (Hjer telur Mr. Hadley upp nokkra þeirra). Einn, sem studdi trúboðið ríflega með gjöfum sínum, kom til þeirra eins og hjer segir. Eitt kvöld varð Mr. Hadley að tilkynna þeim, sem komu til að fá ókeypis kvöldverð, að þetta yrði hið síðasta sinn, því að nú væri sá sjóður orðinn tómur, sem kvöldverðafjeð var tekið úr. Honum leið sjáanlega illa meðan hann tilkynti þetta, og menn kölluðu upp, þar sem þeir sátu, og sögðu: »Við vitum, hve þjer þykir þetta leitt, Mr. Hadley, og við vitum, að þú myndir gefa okkur kvöldverð framvegis, ef þú gætir. Við erum þjer þakklátir fyrir alt, sem við höfum fengið hingað til.« Samkoman var svo haldin, og 26 komu fram til bænar. Heldri maður, sem Mr. Huyler heitir, sat og horfði á. Rjett um leiö og menn fjellu á knje til að biðjast fyrir, sagði hann við Mr. Hadley: »Hvað ætlið þið að gera nú?« Hadley svaraði: »Við ætlum að biðja. Viljið þjer ekki flytja bæn fyrir þessum aumu mönn- um ?« Það varð löng þögn. Þá stóð hann upp og sagði klökkum rómi: »0, Drottinn, bróðir Hadley segir mjer að biðja

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.