Norðurljósið


Norðurljósið - 01.07.1935, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 01.07.1935, Blaðsíða 2
26 NORÐURLJÓSIÐ staflega engan þar, sem hafði haft samskonar reynslu og játaði Drottin Jesúm Krist sem per- sónulegan frelsara sinn. Hjer á Norðurlandi var leitun að manni, sem hafði nokkra trú á ritning- una sem Guðs orð, biblían var hvergi fáanleg og trúleysið og deyfðin á hæsta stigi. í tuttugu ár hafði únítari verið sálusorgari Akureyringa, kirkjurnar voi’u víða afarilla sóttar, og siðferðis- ástandið var eftir þessu. Við álitum rjettast að setjast að á Akureyri, því að hjer var sama sem ekkert starfað, en í Reykjavík var þó ofurlítill vottur fyrir krístilegu starfi. Stefna okkar hefir altaf verið sú, að reyna ekki að keppa við aðra, sem boða Krist og hann krossfestan, mönnum til hjálpræðis, jafnvel þó að við getum ekki að öllu leyti samsint kenníng- um þeirra í sumum atriðum. Og hver var tilgangurinn með trúboðsstarfið? Ekki að stofna nýjan sjertrúarflokk, heldur fyrst og fremst að leiða sálir að krossi Jesú Krists, þar sem þær gátu öðlast fyrirgefningu synda sinna og hreinsun frá þeim; og að boða þeim hinn lifandi, upprisna Krist, sem getur veitt þeim kraft til að bera ávöxt samboðinn iðruninni. En við höfum altaf skilið, að þetta er ekki nema partur af stefnuskrá safnaðar Krists, sam- kvæmt orðum hans, er hann fól lærisveinunum (ekki postulunum einum) það starf, að »gera allar þjóðir að lærisveinum«. Orðin eru skýr og ótvíræð, og enginn þarf að misskilja þau. Þegar menn eru gerðir að lærisveinum Krists fyrir boð- un orðsins, hvað kemur næst? Meistarinn sagði: »Skírið þá til nafns Föðurins og Sonarins og hins Heilaga Anda, og kennið þeim að halda alt það, sem jeg hefi boðið yður.« (Matt. 28. 19.) Orð Krists eru í gildi enn, þrátt fyrir það, að þýðend- umir reyndu að breyta þeim, í síðustu þýðing- unni. Kristur er enn þá höfuð safnaðarins, og allir eigum vjer að lúta honum, enda verðum vjer að gera honum reikningsskap fyrir því, hvemig vjer höfum farið eftir orðum hans. (Jóh. 12. 47. —49.) Leiðin hefði verið auðveldari, frá mannlegu sjónarmiði, hefðum við færst undan því, að hlýðnast Drotni í þessu atriði, og það er enginn vafi á því, að við hefðum getað náð miklu meiri yfirborðs árangri. En við sjáum ekki eftir því, að við höfum reynt eftir megni að fylgja orðum Drottins en ekki manna. Eflaust munum við ekki sjá eftir því, á þeim degi, er Drottinn leiðir alt f Ijós og prófar verk allra þjóna sinna eftir mæli- kvarða hans eigin oröa og skipana. Páll postuli staðhæfir, að »öll ritningin er inn- blásin af Guði og er nytsöm til fræðslu, til um- vöndunar, til leiðrjettingar, til mentunar í rjett- læti, til þess að guðsmaðurinn sje alger, hæfur ger til sjerhvers góðs verks.« (II. Tím. 3. 16,—- 17., sbr. frummál). Ekki er hægt að skilja orð hans öðruvísi en að þau verk, sem guðsmaðurinn kann að gera, og ekki eru samkvæm heilagri ritn- ingu, sjeu elcki góð verk. Vjer viljum því forðast að hvika frá kenningum ritningarinnar í nokkrtt máli. Orð Jesú Krists og postula hans eru oss áreiðanlegri og meira virði en orð allra annarra manna, hvers fyrir sig eða sameiginlega. Framhald þessarar greinar mun fjalla um það, með hverjum hætti reynt hefir verið að starfa fyr- ir Drottin, hvernig árangurinn hefir orðið, um ýmsar árásir frá óvinum stefnu vorrar og um framtíð stai-fsins. (FramhaJd). Niðri í Vatnsstræti. (Niðurlag). Bók Mr. Hadleys endar með því, að segja frá. starfsmönnum trúboðsins, og lesendur hafa ef- laust ánægju af að heyra ofurlítið um þá. Mr. Hadley er sjálfur kominn heim til Drottins fyrir nokkrum árum, en hjer er útdráttur úr því, sem hann ritaði um stai'fsmennina og störf þeirra, stuttu áður en hann dó. Við búum á efri hæðinni, fyrir ofan trúboðs- salinn. Frú Lamont, sem er aðstoðartrúboði, dvel- ur hjá okkur hjónum. Auk hennar höfum við marga góða vini, sem koma til að hjálpa okkur á samkomunum og við »kaffikvöld« okkar. Þús- undir fá að borða hjá okkur, menn, sem hafa ekki fengið að smakka mat dögum saman, — við rekum engan hungraðan mann í burtu. Við spyrjum þá einskis, en tökum á móti þeim í nafni Drottins. Þeir, sem hafa snúið sjer til Guðs, koma ofi saman á hinu litla heimili okkar. Borð okkar er vanalega þjettskipað við hádegisverð. Við reyn- um að láta öllum finnast, að þeir sjeu eins og- heima hjá sjer. Einu sinni var frú ein frá fjarlægri borg gest- ur okkar. Hún sagði við mig: »Mr. Hadley, hvað það er skemtilegt fólk hjerna hjá yður. Jeg bjóst alls ekki við, að sjá slíkt hefðarfólk hjer.« »Talið ekki um það, frú mín,« svaraði jeg. »Hver einasti maður hjer, að undanskildum yður, konu minni og trúboðskonunni, hefir verið refsi- fangi. Sá, sem lengst hefir setið í steininum, hef- ir verið þar tuttugu ár.« Konan var svo yfirkomin af undrun, að það lá við, að hún gleymdi að snerta matinn. Vatnsstrætistrúboðið stendur opið frá snemma morguns til síðla nætur. Menn, sem koma úr fangelsi, drykkjumenn allskonar, karlar og kon- ur á öllum þrepum andlegrar og líkamlegrar niðurlægingar, leita hælis hjá okkur. Þótt menn hafi aðeins haft í hyggju, að fá húsaskjól eina nótt, kemur það oft fyrir, að þeir taki eftir orð- inu, sem flutt er, og ákalli Drottin og finni hann. Þá er það okkar hlutverk, að standa við hlið þeirra og hjálpa þeim til að vaxa í náð Guös

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.