Norðurljósið


Norðurljósið - 01.07.1935, Blaðsíða 4

Norðurljósið - 01.07.1935, Blaðsíða 4
28 NORÐURLJÓSIÐ fyrir þessum aumu mönnum; en kæri Drottinn, jeg þarfnast fyrirbænar eins mikiö og þeir. ó, Jesús, hjálpaðu mjer og frelsaðu okkur alla!« Aldrei hefi jeg sjeð slík áhrif sem þau, er þessi einlæga bæn hafði á samkomuna. Mr. Huyler tár- aðist. Drykkjumennirnir táruðust. Allir báðu heitt til Drottins um hjálpræði hans, og margir frelsuðust þetta kvöld. Eftir á bauðst Mr. Huyler til að leggja fram fjeð fyrir þessa ókeypis kvöld- verði, einu sinni í viku. Hann er orðinn reyndur og tryggur vinur starfsins. Hann elskar þessa aumu menn, vegna þess að fáir aðrir elska þá. Hann elskar þá vegna þess, að þeim líður illa. Hann hefir mörgum störfum að sinna, en hefir þó ætíð tíma til þess að hugsa um þessa menn, sem þurfa hjálpar hans við. Það hefir komið fyrir, að hann hefir reynt að hjálpa manni, sem hefir fallið aftur og aftur og hefir virst algerlega von- laus. Þá hefir hann fengið brjef frá honum, þar sem maðurinn eys yfir hann allskonar skammar- orðum. Um leið og hann hefir sýnt Mr. Hadley brjefið, hefir hann sagt: »Æ, bróðir Hadley, hvernig getum við náð þessum auma manni og leitt hann til Krists?« Mr. Huyler varð síðar meir formaður í trú- boðsnefndinni. Þegar Mr. Hadley var jarðaður, í febrúar 1906, hjelt líkræðuna hinn heimskunni vakningar- prjedikari J. Wilbur Chapman, doktor í guðfræði. Sagði hann meðal annars, að S. H. Hadley væri eitt af mikilmennum New York borgar, og reynd- ar Bandaríkjanna, ef mikilleiki reiknaðist eftir því, hve menn elskuðu meðbræður sína og lifðu kærleikslífi í líkingu við Krist. 1 tíu ár hefði nafn hans staðið á skrá ræðumannanna við Biblíu- mótið mikla í Winona, og þrátt fyrir það, að margir af gáfuðustu mönnum heimsins söfnuð- ust þar, skaraði hann fram úr. Orðsins þjónar elskuðu hann, og þeir sátu við fætur hans og hlustuðu hugfangnir á sannleiksorðin, sem fjellu af vörum hans. Mr. Chapman talaði um heimkomu bróður Had- leys í himnaríki, reyndi að gera sjer í hugarlund, hvílíkar kveðjur hefðu orðið milli Hadleys og nokkurra þeirra, sem hann hafði leitt til Krists, og sem hjer hefir verið sagt frá. Mætti þessi stutti útdráttur úr sögu þessa merka manns verða til þess, að margir, sem elska Drottin Jesúm Krist, helgi honum þjónustu sína til þess að vinna villuráfandi sálir fyrir hann; og að margir, sem lesið hafa, en hingað til hafa ekki þekt hinn frelsandi kraft Krists, snúi sjer af á- settu ráði og einlægum huga til hans, til þess að þiggja hina miklu gjöf eilífs lífs og fyrirgefning- ar og kraftai-, sem hann er eins fús til að veita í dag hjer á íslandi, eins og hann var á dögum bróður Hadleys i New York. Sumarferð 1934. (E f t i r ritstjórann). (Framhald).' Næsta ferð mín var til Salisbury, gamallar dómkirkju- borgar skamt frá Salisbury-vellinum. Hann er víðáttu- mikið sljettlendi, sem landherinn notar mikið til æfinga. Næsta dag fór jeg beint austur til bæjar fyrir sunnan London, sem heitir Wallington. Þar á jeg marga gamla vini, og var margt fólk samankomið til að sjá myndim- ar frá íslandi. Daginn eftir var hinn strangasti dagur sumarsins fyrir mig. Fyrst gekk jeg töluverðan spöl frá húsinu, sem jeg gisti í, til vinar míns, sem geymdi bifhjólið. Þá ók jeg um 80 kílómetra suður til Eastbourne. Það var aðeins tími til að matast, hafa fataskifti og aka í flýti þangað, sem »Barnaguðsþjónustufjelagið« ætlaði að haida »tennis«-mót. Starfsfólkið og vinir áttu að keppa um verðlaun, að gamni sínu. Þátttakendur voru margir, og tíminn lítill, svo að leikunum var hagað eins og sagt er, að sje oft gert í Ameríku. Hvert par var látið þreyta 5 leiki gegn hverju öðru pari, og parið, sem vann flesta leiki samanlagt, var talið hafa. sigrað. Það var langt síð- an jeg hafði tekið þátt í þessum holla leik og mikil við- brigði fyrir óstælta vöðvana, en stúlkan, sem Ijek með mjer, var í góðu meðallagi, svo að okkur tókst að vinna 46 leiki af 50 og unnum mótið. Var jeg þó haltur lengí í öðrum fæti vegna áreynslunnar. Sama kvöldið hafði verið stofnað til »spurningasam- komu«. Allir unglingar máttu senda fyrirfram skriflegar spurningar um andleg eða siðferðisleg mál, og var mjer falið að svara þeim. Það spilti alls ekki fyrir áhugam- um hjá unga fólkinu, að jeg hafði orðið með-sigrandi í tennismótinu, heldur hið gagnstæða. Allir, sem vetlingt gátu valdið, söfnuðust saman í stórum sal, — nokkurs konar kapellu í sambandi við stóra kirkju þar í borg- inni. Spurningarnar voru allar mjög skynsamlegar og lýstu miklum áhuga fyrir að þekkja hið rjetta í mörgum málum, en þær komu ekki í mínar hendur fyr en jeg var í þann veginn að leggja af stað um morguninn. Maður hefir ekki mikið næði til rólegrar umhugsunar, meðar. ekið er á flugferð á bifhjóli, og ekki heldur meðan kept er í tennisleikjum! En flestar spurningarnar hafði jeg fengið áður, við önnur slík tækifæri. Þær voru 15 alls, og jeg sagði við áheyrendurna, að jeg' ætlaði að reyna að svara þeim öllum, en það myndi taka langan tíma; væri mönnum því frjálst að fara, í þessum kringumstæðum, áður en samkoman væri á enda. Skyldi jeg því halda áfram, þangað til síðasti maðurinn væri farinn heim, og þá mundi jeg enda samkomuna. En enginn fór, fyr en öllum spurningunum var svarað. Á þessari samkomu held jeg, að Drottinn hafi leitt nokkra unglinga til sín. Snemma næsta morgun kom piltur heim til að finna mig. Hann var að fara í stóran skóla, langt í burtu, og hann þekti engan þar, sem kannaðist við Krist sem frels- ara sinn. Þetta er óvanalegt, því að í mörgum enskum skólum gera kristileg áhrif vart við sig. Jeg held, að þessí piltur hafi farið þangað í fylgd með Drotni Jesú og f krafti hans, og jeg efast ekki um, að Drottinn varðveití hann og láti áhrif hans verða öðrum til hjálpar.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.