Norðurljósið


Norðurljósið - 01.07.1935, Blaðsíða 6

Norðurljósið - 01.07.1935, Blaðsíða 6
30 NORÐURLJÓSIÐ skólum) höfðu tekið á leigu stóra. skólabyggingu í sveit- inni handa mörgum ungum mönnum í sumarleyfinu. Þá hafði jeg tekið ábyrgð á samkomunum, sem þar voru haldnar, síðari hluta vikunnar. í þetta skifti var jeg beðinn að taka alla vikuna, en nú var það ekki í sveita- skóla, heldur átti að taka á leigu fjögur stór seglskip og sigla um vötnin, árnar og skurðina í Norfolk-sýslu. Heit- ir þetta einu nafni: »Norfolk Broads«. Landið er þar »ijög lágt og vötnin og ámar liggja um alla sýsluna eins og stórt net. Þar má sigla í marga daga, austur og vest- nr, norður og suður. Ungum íslendingi, sem hafði dvalið hjá okkur um tíma, var einnig boðið að vera með. Lögð- um við tveir af stað, hvor á sínu bifhjóli, og ferðuðumst þvert yfir England frá Bristol til Norfolks. Það var mjög skemtileg ferð; þá leið ha.fði jeg aldrei farið fyr. Lands- lagið var mjög fjölbreytt, og við fórum gegn um margar borgir og hjeruð, sem jeg hafði gaman af að sjá í fyrsta sinn. Leið okkar lá um Oxford og Cambridge, háskóla- bseina, en langt er milli þeirra. í borginni Norwich týndi jeg fjelaga mínum um stund og fór tvisvar um endilanga borgina, áður en jeg fann hann aftur. Dimt var orðið áður en við komum þangað sem skipin voru, en við fund- um staðinn loksins, í tæka tíð fyrir mig að halda kvöld- guðsþjónustuna. Skipin og áhafnir þeirra höfðu verið dregin af vjelbát frá borginni, þar sem þau voru leigð, að þeim stað, er við ætluðum að hafa aðalstöð okkar. Þar var reist stórt tjald og í því var matast og samkomurnar; haldnar. Alt fór fram með röð og reglu, eftir ákveðinni dagskrá. Á hverju skipi var einn maður, vanur siglingum, skip- aður skipstjóri, og allir piltarnir þurftu að læra sem fyrst störf sín á skipinu. Við komum altaf heim á kvöldin að aðalstöð okkar, þar sem tjaldið var. En allir sváfu á skipunum. Það má nærri geta, hve kætin hafi verið á .háu stigi stundum, því að margt gat komið fyrir, er marg- ir óvanir unglingar gerðust skipsmenn á slíkum ferðum. Allir voru syndir, enda veitti ekki af því, þar sem það kom iðulega fyrir, að menn duttu útbyrðis, enda voru flestir í sundfötum, þegar veðrið var heitt. Mjer er ó- mögulegt að segja söguna, nákvæmlega af þessum ferð- um; tíminn leið alt of fljótt, og allir skemtu sjer hið besta. Veðrið var hið ákjósanlegasta. Hinn íslenski vinur okkar fjekk ágætar viðtökur og varð bráðum vinsæll meðal piltanna, sem höfðu gaman af að spjalla við hann og læra dálítið frá fyrstu hendi um ísland og íslendinga. Á hverju kvöldi las upp einn maður af hverju skipi ferðasögu dagsins. Sumar ferðasögur voru mjög vel samdar og skemtilegar, og vöktu mikinn hlátur, er þær voru lesnar upp. Til þess að hvetja menn til að halda öllu í reglu á skipunum og sýna sem mestan dugnað í siglingunni, var haldinn nokkurskonar rannsóknardómur á hverju kvöldi og einkunnir gefnar hverju skipi eftir atvikum. Allir skipstjórar-nir voru í dómnefndinni, og jeg var beðinn að vera dómari. Á sunnudaginn var ekki siglt, en hópurinn fór um eft- úmiðdaginn til að skoða leifarnar af gömlu klaustri þar skamt frá, og við hjeldum fund undir beru lofti. Um kvöldið fór allur hópurinn þangað, sem jeg hafði verið beðinn að prjedika í þorpi í nágrenninu. (Framhald). Molar írá borði Meistarans. (Greinir fyrir trúaða.) »Táknið«. (Framhald). Hinn írægi landkönnuður, Sir Samúel Baker,, sem ferðaðist mikið um í Afríku, segir frá því, að herdeild ein úr egipska hemum var einu sinni á ferð yfir eyðimörkina á leiðinni til Núbíu. Hit- inn varð nærri því óþolandiogvatnsbirgðir þeirra á þrotum. Langt í burtu, úti við sjóndeildarhring- inn, þóttust hermennirnir sjá mikið og fagurt vatn og mörg pálmatrje túð strendur þess. Leið- sögumaðurinn, sem var vel kunnugur þar um slóðir, tjáði þeim, að hjer væri ekki um neitt vatn að ræða, þetta væru aðeins hillingar. Hann brýndi fyrir þeim að halda áfram án tafar á. þeirri götu, sem hann hafði vísað þeim á, og þá myndu þeir komast að vatnslækjum, sem hann vissi af. En hermennirnir trúðu honum ekki. Þeir þótt- ust geta sjeð vatnið svo glögt, og þeir heimtuðu, að hann fylgdi þeim þangað. Þegar hann fjekst ekki til þess með neinu móti, urðu þeir því ákaf- ari, og viðureignin endaði með því, að þeir skutu hann til bana. Þá æddi allur herinn þangað, sem vatnið sást og pálmatrjen. En því lengra sem þeir komust, því lengra í burtu virtist vatnið vera. Þeir hjeldu áfram meðan kraftarnir entust, en hnigu loksins allir niður á hinn brennandi sand og ljetu lífið. Þessi sorglegi en sanni atburður endurtekur sig stundum á andlega sviðinu. Ungir, óreyndir tilfinningamenn þykjast sjá vötn og pálmatrje í fjarska og yfirgefa reyndari leiðsögumenn, sem hafa leitt þá gegnum eyðimörkina, í rjetta átt til fyrirheitna landsins. En að síðustu verða þeir fyrir sárum vonbrigðum. Eru það þá hillingar, sem Hvítasunnumenn og aðrir boða, er þeir hvetja menn til að yfirgefa leiðtoga sína, sem hafa verið verkfæri Guðs Anda til að leiða þá til Krists, og virða að vettugi al- varlegar áminningar þeirra? (Sjá Hebr. 13. 17.) Já. Af því að jeg er sannfærður um það, full- komlega sannfærður, (eftir 30 ára yfirvegun og rannsókn Guðs orðs og margvíslega reynslu í sambandi við bæði kenningarnar og kennimenn- ina,) aö þeir boða hillingar einar (í þessu sam- bandi), þá er það skylda mín, að brýna fyrir mönnum kenningar ritningarinnar um þetta mál; því að jeg trúi því, að þeir, sem flækjast í þess- um kenningarvef, munu síðar meir iðrast þess sárt. Jeg er líka neyddur til þess, þar sem þessir menn hafa nú gefið sig við þeirri stefnu, sem er einkenni villutrúarflokka, að sitja um aðra söfn- uði og láta einskis ófreistað til að ná meðlimum þeirra á sitt band. Þeir, sem nota slíkar aðferðíi’, vekja á sjer fyrirlitningu trúaðra manna um all-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.