Norðurljósið


Norðurljósið - 01.07.1935, Blaðsíða 8

Norðurljósið - 01.07.1935, Blaðsíða 8
32 NORÐURLJÓSIÐ sjest á þessu, að það er alls ekki rjett, að gera svo mikið úr henni, að hún sje látin sundra Guðs bömum, sem eru sameinuð um öll þessi mikil- vægari atriði. Jafnvel meðan tungutalið var leyfilegt í söfn- uðinum, gerði postulinn harla lítið úr því, eins og sjest á þessum tilvitnunum úr I. Korintubrj.: »Þótt jeg talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, yrði jeg hljómandi málmur eða hvellandi bjalla,« (Í3.1.) ; »tungur, þær munu hætta«, (13. 8.) ; »sá, sem tungu talar, uppbyggir sjálfan sig«, (14. 4.) ; »jeg vildi, að þjer töluðuð allir tungum, en þó enn meir, að þjer gætuð spáð«, (það er: talað til uppbyggingar) (14. 5.); »en þótt jeg nú, bræður, kæmi til yðar talandi tungum, hvað mundi jeg gagna yður, ef jeg þa ekki talaði til yðar annaðhvort með opinberun, eða með þekkingu, eða með spámannlegri gáfu, eða með kenningu?« (með öðrum orðum, tungutal er út af fyrir sig gagnslaust), (14. 6.) ; »ef þjer mælið ekki með tungu yðar fram skilmerkileg orð, hvernig verður það þá skilið, sem talað er? Því að þjer talið þá eins og út í bláinn,« (14. 9.) (með öðrum orðum: menn tala »eins og út i blá- inn«, er þeir tala tungum); »Jeg þakka Guði, að jeg tala tungum öllum yður fremur; en á safn- aðarsamkomu vil jeg heldur tala fimm orð með skilningi mínum, til þess að jeg geti frætt aðra, en tíu þúsund orð með tungu,« (14. 18.—19.) (Það er að segja: postulinn talaði á ferðum sín- um mörg tungumál, en á kristilegri samkomu vildi hann heldur tala skiljanleg orð, til að fræða aðra, sem hann telur 2,000 sinnum gagnlegra en að tala tungum) ; »ef nú allur söfnuðurinn kæmi saman og allir töluðu tungum, og inn kæmu fá- fróðir menn eða vantrúaðir, mundu þeir þá ekki segja: »Þjer eruð óðir«? En ef allir töluðu af spá- mannlegri gáfu, en inn kæmi einhver vantrúaður eða fáfróður, yrði hann sannfærður af öllum og dæmdur af öllum. Leyndardómar hjarta hans verða opinberir; og síðan mun hann falla fram á ásjónu sína og tilbiðja Guð, lýsandi yfir því, að Guð er sannarlega hjá yður,« (14. 23.—25.) (Hjer segir postulinn, að ávöxturinn af tungu- talinu verði sá, að menn hneykslast, en ávöxtur- inn af því, að töluð sjeu skiljanleg orð í krafti Andans, verði sá, að menn snúa sjer til Guðs.) I 28. versi er bannað að tala tungum, ef ekki sje útlistað um leið, og í 34. versi er kvenmönnum algerlega bannað að tala á safnaðarsamkomum og staðhæfir postulinn í 37. versi að þetta sje »boð- orð Drottins«. En hjá Hvítasunnumönnum tala margir kvenmenn tungum á safnaðarsamkomum og brjóta þannig þetta boðorð Drottins, enda er leiðtogi flokksins kvenmaður, (sbr. rit hennar »Tapað og uppbætt«, sem Hvítasunnumenn hjer á landi vitna til sem heimildarrits). (Framhald). Hausimótið á Akureyri. Trúaðramótið á Sjónarhæð byrjar þetta ár, ef Guð lofar, á fimtudaginn, 2U. október, en að ölíum líkindum verður aukasamkoma haldin kvöldið áð- ur. Samkomurnar verða haldnar fimtudaginn,. föstudaginn, laugardagskvöld og allan sunnudag- inn, eins og áður hefir verið. Þessi mót hafa verið öllum þátttakendum mjög blessunarrík, undan- farin ár, og allir, sem elska Drottin og orð hans í heilagri ritningu, eru hvattir til þess að sækja mótið í haust, ef þeim er það með nokkru móti mögulegt. Allir lærisveinar Drottins hjer í ná- grenni eru ámintir um, að láta sig ekki vanta. Hver veit, nema þetta verði hið síðasta sinn, sem slíkt mót verður haldið, áður en Drottinn Jesús Kristur kemur? Vjer söfnumst ekki saman í nafni nokkurs flokks eða safnaðar, heldur á hinum sam- eiginlega grundvelli allra sannra lærisveina Krists. Æskilegt er að sem flestir tilkynni þátttöku sína, ef hægt er, en ekki er það nauðsynlegt, ef því verður ekki við komið, tímans vegna. Ekki er ómögulegt, að vjer gætum útvegað langferða- mönnum húsnæði, meðan á mótinu stendur, ef þeir skrifa eða síma i tíma. Biblíunámskeið. Það hefir komið til orða, að stofna til biblíu— námskeiðs snemma á næsta ári hjer á Akureyri, handa ungum mönnum, sem langar til að auka þekkingu sína á grundvallaratriðum Guðs orðs, í þeim tilgangi, að geta frekar starfað fyrir hann í framtíðinni. Það er gert ráð fyrir, að það standi yfir tvo mánuði, febrúar og mars. Ritstjór- anum þætti vænt um, að heyra frá ungum, trú- uðum mönnum, sem vilja og geta offrað tveim mánuðum til þess að afla sjer slíkrar þekkingar. Geta þeir þá fengið frekari upplýsingar. Aðaláherslan verður lögð á það, að gera þátt- takendurna færari um, að starfa fyrir Drottin, og verður farið aö mestu leyti eftir fyrirmynd erlendra biblíuskóla, en auövitað í smáum stíl, vegna þess, hve tíminn er stuttur. En ef námskeið þetta verður vel sótt, höfum vjer í huga, að stofna biblíuskóla, með þriggja vetra námi, meö miklu víðtækara starfsviði. Þá verður tími fyrir kenslu í íslensku og öðrum tungumálum og ef til vill í grísku nýja testamentisins, auk annara námsgreina, sem að gagni mættu verða, til þess að menn sjeu færari um að starfa fyrir Drottin og »fara rjett með sannleikans lærdóm«. Norðurljósið kemur út annan hvorn mánuð, 48 blaðsíður á ári. Árgangurinn kostar 1 kr. og greiðist fyrirfram. Verð í Vesturheimi, 40 cents. Ritstjóri og útgefandi: ARTHUR GOOK, Akureyri. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.