Norðurljósið


Norðurljósið - 01.07.1935, Blaðsíða 7

Norðurljósið - 01.07.1935, Blaðsíða 7
NORÐURLJÓSIÐ 31 an heim. Hvildardagsmennimir hafa aistaðar orðið frægir fyrir þetta. Ki'istnir trúboðar í öll- um löndum bex*a þeim sömu söguna. Nú sigla Hvítasunnumenn í kjölfar þeiri'a. Ákafir flokks- menn, sem bera ekki fyrir bx-jósti velgengni kristninnar yfirleitt, en hugsa með eigingimi að- eins um sitt eigið starf, falla oft í þessa freistni. Þeir gleyma því, að þeir gefa út um leið opinbera tilkynningu um, að þeim gengur illa að plægja og rækta sinn eiginakur; þessvegnafreistastþeirað stela plöntum úr akri bræðra sinna. Sá, sem vinnur verk sín Guði, og hugsar meira um það, að leiða sálir til Krists, heldur en að auka höfðatölu sína eigin, litla flokks, lyftir aldrei einum fingri tii þæss að laða til sín fólk, sem hefir snúið sjer til Krists hjá öðrum starfsmönnum Drottins, jafn- vel þó að honum finnist þá vanta eitthvað, sem hann telur sig eiga fram yfir þá. En sauðaráns- stefnan hefir alls staðar í heimi haft það í för með sjer, að kristilegir leiðtogar neyðast til að fletta ofan af villukenningum þeirra, sem hafa fallið fyrir þessari freistingu. Vjer skulum þá rannsaka ritninguna hleypi- dómslaust, með innilegri bæn til Guðs um leið- beiningu hans Heilaga Anda, svo að vjer kom- umst að því, sem HANN vill, að vjer trúum í þessum efnum. Fyrst skulum vjer athuga hina guðdómlegu reglu um leiðbeiningu Drottins, sem gefin er í 32. sálmi Davíðs. »Jeg vil kenna þjer og fræða þig um veg þann, er þú átt að ganga; jeg vil kenna þjer ráð, hafa augun á þjer. Verið eigi sem hestar eða skynlausir múlar; með taum og beisli verður að temja þrjósku þeirra, annars nálgast þeir þig ekki.« (8.—9. vers.) Hjer kennir Andi Guðs oss, að Guð vill ekkt leiða oss »með taum og beisli«, eins og vjer vær- um »skynlausar« skepnur; heldur eigum vjer að gerast hollir og hlýðnir samverkamenn hans og (eins og Páll postuli komst að orði) ^reyna að sldlja hver sje vilji Drottins«, (Efes. 5. 17.) Hvítasunnumaður einn gerði ítrekaðar tilraunir til að ná manni úr Sjónarhæðarsöfnuði í sinn flokk. Sá maður varðist og vitnaði með rökfestu til Guðs orðs, svo að hinn varð rökþrota. í eitt skifti komst hann svo að orði: »Þið hafið gaman af rökfræði á Sjónarhæð!« Þótt hann meti rök- fræði lítils, þá teljum vjer, að sjaldan hafi and- stæðingur gefið oss betri vitnisburð. Postulinn skrifar Filippímönnum á þessa leið: »Þetta bið jeg um, að elska yðar aukist enn þá meir og meir, með þekkingu og allri grcind, svo að þjer metið rjett þá hluti, sem mumir er á, til þess að þjer sjeuð hreinir og ámælislausir til dags Krists.« (Filipp. 1. 9.—10.) Rökfræði kenn- ir mönnum ekki annað en það, að »meta rjett þá hluti, sem munur er á«. Með öðrum orðum, það sem er rökfræðilega rjett, er SATT. Ritningin er troðfull af rökfræði. Þegar jeg var að lesa rök- fræði, varð jeg undir eins var við þetta, og dáð- ist að því, hve hún væri í alla staði rökrjett. Að skopast að rökfræði er sama sem að skopast að sannleikanum, að spyrja í háði eins og Pílatusr »Hvað er sannleikur?«, sama sem að lýsa því yf- ir, að maður geri lítið úr því, sem hægt er að sanna með rökum! Enginn rökfræðingur getur jafnast á við Drottin Jesúm Krist. Hann er hinn mikli rökfræðingur, og vjer eigum að keppast eft- ir að læra af honum rökfræði (= kærleika til sannleikans). »í honum eru allir fjársjóðir spek- innar og þekkingarinnar fólgnir«, (Kóloss. 2. 3.) og þar er rökfiæði auðvitað talin með. Ef menn kynnu að hugsa rökrjett, og þyrðu að hugsa rök- rjett, myndu allar trúai’villur hverfa úr sögunni; menn myndu ekki deila meir um hvíldardaginn eða barnaskírn eða tungutal eða önnur þrætu- efni. Ef bankagjaldkeri gerði lítið úr stærðfræði, myndu menn ekki vilja trúa honum fyrir nokkru fje. Sömuleiðis má ekki treysta þeim í andlegum efnum, sem gera lítið úr rökfræði og annaðhvort geta ekki, eða vilja ekki hugsa rökrjett. Drottinn gerir þá kröfu til vor, að vjer verð- um ekki eins og »skynlausir múlar«, heldur lær- um »að meta rjett þá hluti, sem munur er á.« Ef menn veita ekki viðtöku kærleika til sarmleikcms, leyfir hann þeim, — það er óhjákvæmileg afleið- ing, — að falla í »megna villu, til þess að þeir trúi lyginni«, (II. Þess. 2. 10.—11.) Þetta er sí- gildur sannleikur og endurtekur sig, hvað eftir annað, í lífi manna. En ef menn vantar visku til þess að hugsa rjett og skynsamlega, er Drottinn fús til þess, að veita þeim hana, sem biðja hami. En hún veitist ekki tvílyndum mönnum, sem reikulir eru á öllum vegum sínum. (Sjá Jakob 1. 5.-8.) Þeir eru ekki móttækilegir fyrir hana. Það hefir verið bráðnauðsynlegt, að leggja þennan grundvöll að því, sem jeg ætla að skrifa hjer um tungutals-»táknið«, vegna þess, að þeir, sem halda því fram, að það sje biblíulegt, hafa hingað til undantekningarlaust farið undan f flæmingi, er jeg hefi sýnt þeim rökrjettar sann- anir úr ritningunni um mál mitt. »Tungutalið« er nefnt í ritningunni á þremur stöðum í Postulasögunni, (2., 10. og 19. kap.), og i einum löngum kaflaífyrra Korintubrjefinu, (12. —14. kap.) í öllum hinum tólf brjefum Páls post- ula er það ekki nefnt á nafn, heldur ekki í Hebrea- brjefinu. Jakob, Pjetur, Jóhannes og Júdas hafa ekkert að segja um það í brjefum sínum. Hafi tungutalið hina geysimiklu þýðingu, sem Hvíta- sunnumenn segja, er það furðulega einkennilegt, að fjóriraf hinum fimm postulum.sem skrifa brjefin, skulu ganga þegjandi fram hjá því, en Páll ekki víkja einu sinni að þvííöllum brjefum sínum nema einu! Kenningar, sem allir trúaðir menn kannast við, og sem sameina oss »í bandi friðarins«, svo sem friðþægingin, upprisa Krists, endurkoma hans, guðdómur hans, upphefð hans sem Drott- inn, og eining safnaðarins, koma fram aftur og aftur, sumar í hverju brjefi. Jafnvel þó að kenn- ingin um tungutalið sem tákn, væri óaðfinnanleg,

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.