Norðurljósið


Norðurljósið - 01.09.1935, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 01.09.1935, Blaðsíða 1
o JMorðurljósið XVIII. árg. September—Október 1935. 9, —10. Er S. 1. S. rjetthærra en kirkja Krists? Þeir, sem lesa dagblöðin, munu kannast við það, að Samband islenskra samvinnufjeiaga hef- ir nýlega svift einn starfsmann sinn stöðunni fyrir þá sök, að hann hefir verið riðinn við um- mæli um forstjóra Sambandsins, sem það telur ósönn og meiðandi. Þetta mál er »Norðurljósinu« óviðkomandi, og leggur það því engan dóm á það, enda vantar ritstjórann kunnugleik til þess að geta myndað sjer rjettláta skoðun um málefnið. En at' öllu má þó-læra, og oft fær maður dæmi, af gangi mála þessa heims, sem varpar Ijósi yfir andlegu málin. í vikublaðinu »Degi« (25. júlí þ. á.) er grein um frávikningu þessa manns og segir þar: »Það liggur í augum uppi, að i engu verzlunar- eða atvinnufyrirtæki getur það orðið þolað, að und- irmanni lialdist uppi að vera riðinn við rógburðar- ofsóknir gegn æðsta inanni þeirrar stofnunar, sem hann vinnur við, og eftir sem áður verið starfs- maður hennar.« Út af fyrir sig er þetta óhrekjandi, og varla mun nokkur geta neitað því, að sanngirnin heimt- ar, að undirmenn sjerhverrar stofnunar sjeu yf- irroönnum sínum hollir. Án þess getur ekkert fyr- irtæki þrifist. En á þetta aðeins við »verzlunar- og atvinnu- fyrirtæki«? Eiga ekki sanngirni og sjálfsögð holl- usta gagnvart yfirboðurum enn betur heima hjá þeim stofnunum, sem vinna að því að auka þess- ar og aðrar dygðir, heldur en hjá þeim fyrirtækj- um, sem fást við verslun og- atvinnumál? Er það heilbrigður hugsunarháttur, að álíta sjálfsagt að koma drengilega fram í verslunarmálum, en jafn sjálfsagt að koma ódrengilega fram í andlegum málum? ^,Nú stendur svo á, að allmargir prestar á þessu Iandi hafa verið riðnir við rógburðarofsóknir gegn æðsta manni þeirrar stofnunar, sem þeir vinna við, en það undarlega hefir skeð, að þeir eru eftir sem áður starfsmenn hennar! Ekki geta verið deildar skoðanir um það, að þjóðkirkjan telji sinn »æðsta mann« vera — Jesúm Krist. Og alla sína þekkingu um Jesúm Krist hefir hún af þeirri bók, er nefnist — nýja testamentið. Þjóðkirkjan þekkir því engan annan Krist en Jesúm Krist nýja testamentisins. Gegn þessum æðsta manni þjóðkirkjunnar, — Kristi nýja testaroentisins, — hafa allmargir prestar hafið mótmæli, hina siðustu áratugi. Kristur nýja testamentisins sagði: »Áður en Abraham varð til, er jeg.« (Jóh. 8. 58.) Vantrú- arpostularnir í prestsstöðunni segja: »Þetta er ekki satt! Hann átti enga tilveru áður en hann fæddist í Betlehem, frekar en aðrir menn.« Kristur nýja testamentisins sagði: »Jeg hefi stigið niður af himni«, (Jóh. 6. 38. og víða í sama kap.). Undirmenn stofnunarinnar, sem hann er æðsti maður í, segja: »Þetta er ekki satt! Fæðing hans varð með vanalegum hætti.« Kristur nýja testamentisins sagði við Himna- föðurinn: »Ger þú mig dýrðlegan, faðir, hjá þjer með þeirri dýrð, sem jeg haföi hjá þjer áður en heimurinn var til.« (Jóh. 17. 5.) Kennimenn, sem ta laun sín fyrir að eiga að boða þetta, segja: »Hann hafði enga dýrð hjá föðurnum áður en heimurinn var til. Þá var hann ekki til heldur.« Kristur nýja testamentisins sagöi: »Enginn kemur til Föðurins, nema fyrir mig.« (Jóh. 14. 6.) Prestar, sem hafa fengið »góð brauð« undir því yfirskini, að þeir vilji prjedika kenningar hans, segja: »Sussu, nei, það eru margar leiðir til föðurins.« Kristur nýja testamentisins sagðist vera kom- inn til að »gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga« og ennfremur, að blóði hans yrði »úthelt

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.