Norðurljósið


Norðurljósið - 01.09.1935, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 01.09.1935, Blaðsíða 2
34 NORÐURLJÓSIÐ fyrir marga til syndafyrirgefningar«, (Matt. 26. 28.). Margir af þessum mönnum, sem hafa þó um hönd »altaris-sakramentið«, sýnilega án sam- viskubits, kenna í aðra röndina, að friðþægingin sje óhafandi kenning. Kristur nýja testamentisins segir: »Ritningin getur ekki raskast«. (Jóh. 10. 35.). Þessir »þjón- ar orðsins« svara: »Jú, jú, jú, hún getur raskast. Hún er ófullkomið mannaverk og mjög skeikul.« Kristur nýja testamentisins staðhæfði, þegar hann stóð fyrir rjetti sem eiðsvarinn maður: »Þjer munuð sjá Mannssoninn sitja til hægri handar máttarins og koma á skýjum himins.« (Matt. 26. 64.) Kaífas reif þá skrúða sinn af reiði, o g mótmælti þessu. Nútíðar Kaífasar hneppa skrúða sínum (hempu sinni) fastar að sjer og mótmæla því. Kristur nýja testamentisins staðhæfir um hina óguðlegu: »Þessir skulu fara bui't til eilífrar refs- ingar.« (Matt. 25. 46.) Menn, sem hafa svarið dýran eið, (með fullri vitund og vilja og komnir á ábyrgðaraldur), að flytja kenningar hans í tíma og ótíma, hreint og óskorað, neita þessu harðlega. Svo mætti halda áfram lengi og benda á hið mikla djúp, sem staðfest er á milli kenninga Krists og kirkjunnar, og nútíðar prjedikunar þeirra, sem hirða laun sín sem þjóna kirkjunnar. Maðurinn, sem S. í. S. getur alls ekki haft leng- ur í þjónustu sinni, á að hafa verið eitthvað rið- inn við ummæli um forstjóra þess á þá leið, að hann hefði gefið »falsvottorð« og væri í »þjón- ustu lyginnar«. Hafi Kristur nýja testamentisins ekki sagt bók- staflega satt, er hann svaraði fyrir sig frammi fyrir Kaífasi, þá hefir hann gefið »falsvottorð«. Sje alt hitt ósatt, sem nútíðar niðurrifsmenn mót- mæla, þá hefir hann verið í »þjónustu lyginnar«, samkvæmt kenningum þeirra. Þeir eru því jafnsekir (eða meira en það) gagnvart kirkjunni og æðsta manni hennar, og hinn frávikni er sagður vera gagnvart S. í. S. og forstjóra þess. Nú vill »Norðurljósið« og margir aðrir vinir Krists fá að vita: Er S. í. S. heilagri stofnun en kirkjan, og er forstjóri þess meiri maður, eða friðhelgari, en Drottinn Jesús Kristur? Og loksins, á það að haldast uppi, að kröfurn- ar til drengskapar og heiðarleiks í hinni heilögu kirkju Drottins Jesú Krists sjeu stórum lægri og lausari en þær, sem sjálfsagðar þykja og óhjá- kvæmilegar í »verzlunar- og atvinnufyrirtæki«? A. G. KRISTUR SAGÐI: »Ef þjer standið stöðugir í orði mínu, þá eruð þjer sannarlega lærisveinar mínirr og munuð þekkja sannleikann, og sann- leikurinn mun gera yður frjálsa,« (Jóh. 8. 31. —32.). 30 ára starf á lslandi. (Framhald). Um leið og vjer höfum starfað að því, að leiða menn til að þekkja Krist og lúta honum í öllu, höfum vjer reynt að hafa samfjelag við alla, sem byggja á sama grundvelli og vjer- í aðalatriðum. Nokkrir vinir Krists hafa skilið þetta, og vjer höfum haft bróðurlegt samfjelag. Mætti það nald- ast sem lengst! En því miður eru sumir svo rig- bundnir flokksböndum, að þeir geta ekki haít verulegt samfjelag við þá, sem ekki eru í sama flokki, nema ef til vill að nafninu til. Samt höf- um vjer ætíð farið svo langt sem hægt er á sam- vinnubrautinni og aðeins gefist upp, þegar þröng- sýnin og flokksþrældómurinn hefir gert sam- vinnu ómögulega. Um menn í einum flokki komst óvilhallur maður einu sinni svo að orði, að hvert sinn, sem vjer rjettum þeim bróðurhönd, hræktu þeir í hana! Vjer lítum svo á, að hægt sje að hafa blessun- arríkt samfjelag við trúaða, endurfædda menn, sem í einlægni vilja þjóna Kristi, þó að þeir hafi ekki sömu skoðanir og vjer í öllum atriðum. Ef frelsis-boðskapurinn er hinn sami, þá viljum vjer starfa saman til að vinna sálir fyrir Krist. En þá viljum vjer ekki nota tækifærið til að koma vorum eigin skoðunum að,. eða mótmæla skoðun- um bræðra vorra, heldur ræða aðeins sameigin- leg mál. Slík samvinna er algeng á Englandi, eins og menn geta sjeð af ferðasögum mínum. Hver ræðir sín sjerstöku áhugamál í sínum eigin söfn- uði, eða í sínum eigin málgögnum, en þegar menn starfa með bræðrum sínum úr öðrum flokkum, þa er það þegjandi samþykt, bygð á sjálfsögðum drengskap og bróðurkærleika,. að »kappkosta að varðveita einingu Andans í bandi friðarins«, með því að stýra hjá ágreiningsatriðunum og boða hina sameiginlegu trú. Ef vinir vorir hjer vildu fylgja þessari meginreglu í einlægni, myndi vera meira samstarf og meiri samúð meðal trúaðra manna hjer á landi en nú er. Hin uppblásna ein- staklingshyggja, sem er oröin að »maní« hjá mörgum, og eitrar þjóðmálin svo afskaplega, eins og raun ber vitni, gerir sorglega vart við sig einnig í trúmálum. Mönnum er ekki nægilega ljóst,, að óstjórn í þessu tilliti ber órækan vott um barnaskap og vanþroska. Hvenær skyldu trú- aðir menn hjer á landi verða »fulltíða menn« og »leggja niður barnaskapinn« ? Þó að vjer viljum fyrir alla muni hafa sem mest samfjelag við trúbræöur vora í Kristi, vilj- um vjer ekki hafa neina samvinnu við þá, sem rífa niður kenningar Krists og ritningarinnar, enda er hún algerlega bönnuð í Guðs orði, (sbr. II. Kor. 6. 14.—7. 1.).

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.