Norðurljósið


Norðurljósið - 01.09.1935, Blaðsíða 7

Norðurljósið - 01.09.1935, Blaðsíða 7
NORÐURLJÓSIÐ 39 vantar, en aldrei til þess að koma í staðinn fyrir það. Ríki maðurinn, sem kominn var i kvalastað- inn, vildi fyrir alla muni láta sýna bræðrum sín- um tákn. Hann hjelt því fram, að þeir myndu þá gera iðrun. En Drottinn Jesús leggur í munn Abrahams þessi orð: »Þeir hafa Móse og spá- mennina, hlýði þeir þeim. ...Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum, munu þeir ekki heldur láta sannfærast, þótt einhver rísi upp frá dauð- um.« Eins megum vjer segja í dag: Menn hafh orðs Krists og postula hans i nýja testamentinn, — hlýði þeir þeim. Ef þeir hlýða ekki þessum orðum, munu þeir ekki heldur láta sannfærast, hvaða tákn sem þeim verða sýnd. Þegar postulinn hefir sýnt, að »tungutalið« sje hin síðasta og minsta náðargáfa, segir hann: »En sækist eftir náðargáfunum, þ e i m h i n u m meiri.« (31. v.) Hjer er ber og ótvíræð skipun frá postulanum, sem skrifar í umboði Drottins, nm það, að sækjast ekki eftir því, aö tala tung- um, heldur eftir hinum meií'i náðargáfum. Hold- legir og óhlýðnir lærisveinar eru þeir, sem um- hverfa þessu og hvetja menn til að sækjast eftir þeirri síðastnefndu og minstu náðargáfu, sem brátt átti að »falla úr gildi« og »hætta«. Og enn verra er það, að þeir reyna að rjettlæta uppátæki sitt með því að halda því fram, að það sje nauð- synlegt að tala tungum til þess að sanna, aö vjer höfum meðtekið skírn Heilags Anda! Því hefir verið stundum haldið fram, að grein- armunur sje á »tungutali« sem tákni þess, að maður sje »skírður Heilögum Anda«, og »tungu- tali sem náðargáfu«. En hvergi í ritningunni er nokkur slíkur greinarmunur gerður. Ef slíkt næði nokkurri átt, myndi óhjákvæmilega hafa verið einhver flugufótur fyrir því í nýja testamentinu, en hann finst hvergi. Vjer skulum nú bera saman viö orð heilagrar ritningar þá staðhæfing Hvítasunnumanna, að tungutalið sje tákn þess, að menn hafi öðlast skírn Heilags Anda. Lesum fyrst Gal. 3. 14. Þar segir: »Til þess að heiðingjunum hlotnaðist bless- un Abrahams í Kristi Jesú, og vjer ööluöumst fyrir tn'ma fyrírheitið um andann.« Fyrirheitið um Heilagan Anda öðlast fyrir trú. Ef vjer trú- um, þurfum vjer ekkert tákn. »Vond og hórsörn kynslóð heimtar tákn«, sagði Drottinn Jesús, »en henni skal ekki verða gefið annað tákn en Jón- asar-táknið«, þaö er: að hann risi sjálfur upp frá dauðum. Það hrygði hann, að fólkið vildi ekki trúa berum orðum hans, en heimtaði tákn. Ef tákn er nauðsynlegt til þess að sýna, að vjer höf- um meðtekið skírn Andans, þá er það ekki leng- ur fyrir trú eingöngu, að vjer öðlumst fyrirheitið um Andann. Hvoru ættum vjer heldur að trúa, ritningunni eða þessum kennimönnum? Vjer megum ekki rugla því saman að taka á móti gjöf Guðs fyrir trú, og að heimta tákn, t i 1 þ e s s a ð v j e r t r ú u m, að vjer höfum fengið hana. Þetta er hliðstætt því, að rugla saman náð og verkum. Postulinn segir: »Ef það er af náð, þá er það ekki framar af verkum, annars verður náðin ekki framar náð.« (Róm. 11. 6.). Á sama hátt er trúin, (samkv. Hebr. 11. 1.) »sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá«-. Sje því tákn heimtað, til þess að geta trúað, þá er trúin í raun og veru útilokuð; en ef um sanna, hi-æsnislausa trú er að ræða, þá er ekkert rúm fyrir tákn. Vjer tökum Guð á orðinu, og öðlumst hjálpræðið og allar blessanir hans á sama hátt, — fyrir trú. Það er eitt vers i ritningunni, sem sannar í eitt skifti fyrir öll, að kenning Hvítasunnumanna um skírn Heilags Anda og meðfylgjandi tungutal er gersamlega röng og óbiblíuleg. Það er í 12. kap. í fyrra brjefi til Korintumanna, einum af þeim kapítulum, sem vjer höfum veriö að íhuga í þessu sambandi. í 13. versi standa þessi skýru og ótví- ræðu orð: »Því að m e ð einum A n d a v o r- u m v j e r a 11 i r s k í r ð i r t i 1 a ð v e r a einn líkami, hvort sem vjer erum Gyðingar eða Grikkir, hvort sem vjer erum þrælar eða frjálsir, og allir vorum vjer drykkjaðir einum Anda.« Hjer sjest greinilega, að allir trúaðir menn eru skírðir Heilögum Anda, annars væru þeir ekki limir á líkama Krists. Vjer verðum lim- ir á hinum andlega líkama Krists, er vjer komum til hans og trúum á hann. Samkvæmt oröum hans sjálfs, koma bæði Faðirinn og Sonurinn í hjarta þess manns, sem elskar hann og varðveitir þar af leiðandi orð hans. (Jóh. 14. 23.) En hann sagði líka: »Ef þjer elskið mig, þá munuð þjer halda boðorð mín, og jeg mun biðja Föðurinn, og hann mun gefa yður annan huggara, til þess að hann sje hjá yður eilíflega, Anda sannleikans,...« (Jóh. 14. 15.—17.) Guð í fyllingu sinni, Faðir, Sonur og Heilagur Andi, kemur í hjaita þess manns, sem veitir Kristi viðtöku. Faðirinn er orðinn faðir hans, Sonurinn er orðinn frelsari hans og 11 e i 1 a g u r A n d i e r o r ð i n n h u g g a r í h a n s. Vjer erum skírðir til nafns Föðurins, Sonarins og hins Heilaga Anda, (Matt. 28. 19.) til að sýna þetta. En kenningin, sem læt- ur trúaða, endurfædda menn meðtaka Föðurinn og Soninn, en ekki Heilagan Anda, er auðsjáan- lega villa; hún gerir tilraun til að skifta guðdóm- inum í sundur! Svar Hvítasunnumanna við þessu er venjulega á þá leið, að það hafi staðið svo á, að hver ein- asti meðlimur safnaðarins í Korintuborg 'hafi meðtekið »skírn Heilags Anda« (eftir þeirra skiln- ingi á þessum orðum og auðvitað með tungutali sem tákni), þess vegna gat postulinn sagt við þennan söfnuð: »Með einum Anda vorum vjer allir skírðir«, þetta hafi verið sjerkenni þessa safnaðar á þessum stað; en að það sje ekki rjett að heimfæra þessi orð upp á a 11 a trúaöa, því að ekki hafi allir trúaðir öðlast »skírn Andans«

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.