Norðurljósið


Norðurljósið - 01.09.1935, Blaðsíða 6

Norðurljósið - 01.09.1935, Blaðsíða 6
38 NORÐURLJÓSIÐ ánægju af því sjálfur, að rifja upp alt, sem í frásögur er færandi um ferðir mínar. í huganum nýtur maður ferða- gleðinnar aftur. »Góða ferð!« var sagt, þegar ferðin byrjaði; »Velkom- inn heim!« þegar hún endaði. Hvort tveggja hefir rætst. Perðin var góð, og margir gerðu sitt til þess, að heim- koman yrði líka góð. Guði sjeu þakkir fyrir alt! A. G. Molar frá borði Meistarans. (Greinir fyrir trúaða.) »T áknið«. (Framhald). Tilvitnanir þessar eru allar úr 13. og 14. kap. í fyrra Korintubrj., en einnig í 12. kap. er ritað um tungutalið, og það borið saman við annað, sem gerist i söfnuði kristinna manna. í 4.—11. v. er bent á náðargáfur, embætti og framkvæmdir, sem Andi Guðs kemur til iéiðar í söfnuðinum. En í 28.—31. v. er blátt áfram gefin röðin, sem þessar náðargáfur koma í, eftir gildi þeirra og gagnsemi, og er það mjög fróðlegt að athuga hana. Þar segir: »Guð hefir sett nokkra í söfnuðinum, fyrst postula, í öðru lagi spámenn, í þriðja lagi fræðara, því næst kraftaverk, enn fremur lækningargáfur, líknarstörf, stjórnarstörf og tungutal.« Hjer sjáum vjer, að tungutalið er hið áttunda og síðasta á listanum. öll önnur störf hafa meira gildi og eru gagnlegri en það. Ef til vill er þetta vegna þess, að þessi gáfa átti eftir, innan nokkurra ára, að »hætta«, að »falla úr gildi«, (sbr. 13. kap. 8. vers), þegar »hið full- komna kemur«, það er að segja, þegar Guðs orð í nýja testamentinu er komið og hin fullkomna opinberun Guðs vilja er komin í hendur söfnuð- inum, svo að ekki sje þörf á opinberunum »í mol- um«, hvorki með tungutali nje með öðru móti. Nokkrir vilja rangfæra það, sem stendur í 13. kap. 10. versi, og útskýra það eins og þar stæði »þegar hinn fulllcomni kemur,« og segja, að hjer sje átt við endui'komu Krists, og að tungutalið sje í gildi alt þangað til. En postulinn sagði ekki »hinn fullkomni«, heldur »hið fullkomna«. Þeir ganga fram hjá þeirri sannreynd, að söfn- uðurinn í Korintulxn’g, eins og allir aðrir söfn- uðir á þeim dögum, hafði eJckert nýja textamenti, eins og vjer höfum nú. Reynið að gera yður í hugarlund, hvernig ásigkomulagið muni hafa ver- ið, í starfandi, fjölmennum, kristnum söfnuði, sem ekki hafði eitt orð af nýja testamentinu til þess að leiða menn og stjórna gerðum safnaðar- ins, nema ef til vill eitt eða tvö brjef frá Páli! Ekkert guðspjall, enga postulasögu! Til að bæta úr brýnustu þörfinni, þangað til hin »fullkomna« opinberun kom, gaf Guð þessar náðargáfur, með- al annarra tungutalsmenn, til þess að veita söfn- uðunum nauðsynlegustu fræðslu. En alt var »i molum«, ekkert staðfest, menn voru eins og börn, töluðu eins og börn, hugsuðu eins og börn, álykt- uðu eins og börn. Þeir sáu svo sem í skuggsjá í óljósri mynd. Það var ómögulegt þá, að lesa fyrir söfnuðinum hin dásamlegu orð Krists í 14., 15. og 16. kapítula Jóhannesar guðspjalls, þvi að þau voru ennþá ekki rituð. Og alt var eftir þessu, á bernskuárum safnaðarins. En um leið og Andi Guðs endar það rit, sem kemur síðast í hinni skrifuðu opinberun Guðs vilja, sem vjer köllum »nýja testamentið«, lætur hann skrifara sinn (Jó- hannes postula) áminna menn um, að bætá eng<u við <>g taka eklcert frá því, sem skrifað var. (Op- inb. 22. 18.—19.) Vjer þurfum því nú á dögum engar nýjar opinberahir, hvorki frá hinni marg- giftu spákonu í Los Angeles nje öðrum, og vjer þurfum ekki annað til leiðbeiningar en Guðs heil- aga orð í ritningunni. Hún er »hið fullkomna«, sem gerir guðsmanninn »algeran, hæfan gerðan til sjerhvers góðs verks«. (II. Tím. 3. 17.) Svo að guðsmaðurinn »gerþekkir«, eins og hún ger- þekkir hann. En hún gerþekkir hann, eins og stendur í Hebr. 4. 12.—13.: »Orð Guðs ... smýg- ur inn í instu fylgsni sálar og anda ... og er vel fallið til þess að dæma hugsanir og hugrenningar hjartans... Alt er bert og öndvert augum hans, sem hjer er um að ræða.« Ef Guðs börn yfirleitt vildu vera svo hreinskil- in a ð f a r a e f t i r ritningunni, án þess að víkja til hægri nje vinstri, og hætta að velja það úr, sem þeim líkar, og aö hafna hinu, sem þeim líkar miður, þá myndi blessun Drottins koma yfir þau; og þeim gengi þá betur aö varð- veita einingu Andans í bandi friðarins. Þá myndu þau einnig helgast. En jafnve! Kristur hefir ekki nema eitt ráð til þess að helga lærisveina sína (gera þá heilaga). Hann bað Föð- urinn að helga þá með sannleikanum. Það er enginn annar helgunarvegur til. En þá hjelt Drottinn áfram og sagði - »Þitt orð er s a n n 1 e i k u r.« Vjer eigum því að einskorða oss við það, sem Drottinn Jesús vill, að geri oss heilaga, við Guðs orð eitt, en ekki við ímyndaðar »opinberanir« ístöðulítilla kai'la og kvenna. Ef vjer gerum það, þá mun hinn H e i 1 a g i Andi fylla oss og framkvæma vilja Guðs í oss. Kenningar hinna svonefndu ^Hvítasunnumanna** miða að því, að leiða trúaða menn aftur á bak ti! þess ófullkomna ástands sem ríkti, þegar söfnuð- urinn átti hvorki guðspjöllin, postulasöguna nje brjef postulanna, nema eitt eða tvö brjef Páls. Svo lítið gera þeii' úr myndugleika nýja testa- mentisins! Tákn eru aðeins gefin þar sem hið ritaða orð

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.