Norðurljósið


Norðurljósið - 01.09.1935, Blaðsíða 4

Norðurljósið - 01.09.1935, Blaðsíða 4
36 NORÐURLJÓSIÐ Sumarferð 1934. (Niðurlag). Hina dagana voru stuttar guðsþjónustur haldnar undir- eins eftir morgunverð, og var svo lagt af stað. Við kom- um aftur um kl. 6 eða 7 að kvöldi, og' þá var önnur sam- koma haldin eftir kvöldverð. Allir tóku þátt með sýnileg- um áhuga, og þrátt fyrir það, að engum var skylt að sækja samkomurnar, held jeg, að engan hafi nokkurntíma vantað. Einn dag, í inndælu sólskinsveðri, fórum, við í land á skemtilegum stað til að matast, og þá hjeldum við »spurningasamkomu« á eftir. Jeg átti að vera á skipun- um fjórum á víxl, til að kynnast öllum piltunum sem best. Margir notuðu tækifærið til að segja mjer frá vandamálum sínum og leita ráða um andleg efni, bæði á skipunum og eins að kvöldlagi á landi. Við fundum allir, að blessun Drottins hefði hvílt yfir okkur, og jeg held, að fáir eða engir af þessum ungu mönnum hafi farið var- hluta af þeirri blessun. Að vikunni lokinni voru skipin dregin aftur til Wrox- ham, þar sem þau voru leigð, og hópurinn fór heim með járnbraut eða í bifreiðum til Eastbourne. En við bifhjóla- menn hjeldum til High Barnet, þar sem okkur var boðið að dvelja yfir helgina. Eftir mjög ánægjulegan dag þar fór vinur minn norð- ur til Yorkshire, en jeg hjelt tvær samkomur í norður- hluta London. Daginn eftir átti jeg að vera á trúaðramóti í Balham, í suðurhluta London, í söfnuðinum, sem jeg hafði verið í, áður en jeg kom til íslands í fyrsta sinn. Það var ógerlegt að aka þvert yfir stórborgina, vegnsc umferðarþrengslanna. Enginn gerir það á bifhjóli, nema hann sje neyddur til þess. Jeg kaus heldur þá leið, að fara hringferð vestur fyrir, sem var eflaust fljótlegra, þótt vegalengdin væri miklu meiri. í Balham hitti jeg marga gamla vini. Það gladdi mig sjerstaklega að hitta einn mann, sem jeg hafði kynst fyrst á gufuskipi fyrir 32 ár- um. Við vorum þá báðir ungir lærisveinar Krists, og höfð- um hvor um sig orðið að taka sumarleyfi okkar á öðrum tíma en skyldmenni okkar, og við höfðum líka, hvor fyrir sig, beðið Drottin að láta okkur hitta einhvern ungan, trúaðan mann, sem við gætum verið saman með í sumar- leyfinu. Við höfðum aldrei sjest fyr, en er jeg fór að út- býta smáritum meðal farþeganna á gufuskipinu á leið- inni til Yarmouth, á austurströnd Englands, kom hann og talaði við mig. Við fundum, að Drottinn hafði leitt okkut> saman; við ieigðum herbergi saman í Yarmouth og höf- um verið innilegir vinir í Drotni alt síðan. í langan tíma kom hann einu sinni í viku til mín og við rannsökuðum ritninguna saman. Jeg var honum eldri í trúnni og hafði gleði af að miðla þessum áhugamanni af því, sem jeg hafði lært. Jeg hafði ekki sjeð hann í mörg ár, vegna þess að hann flutti langt í burtu, en hann gerði sjer ferð ásamt konu sinni, til þess að vera á þessu móti og hitta mig aftur. Annar maður kom þangað líka til að hitta mig, en hann hafði jeg ekki þekt áður. Það var heldri maður í ábyrgð- armikilli stöðu í Hong-Kong- í Kína. Faðir hans var port- úgalskur, en móðir hans ensk. Hann var í viðskiftaferð til Englands og notaði tækifærið til þess að leita mig uppi. Heima i Kína hafði hann lesið bækur mínar, sem jeg hefi gefið út á ensku, og hafði fengið mikla löngun til að ráð- færa sig við mig um mikilsvarðandi málefni, sem kom framtiðarlífi hans mjög mikið við. Það var trúaður maður og hann þráði það, að gera Guðs vilja, en var efablandinn um þetta málefni. Við mæltum okkur mót næsta dag, til þess að tala saman í næði. Eftir þetta ferðuðurrtst við sa.man til London. Bræðraböndin í Kristi tengja menn saman í kærleika, þótt þeir komi frá fjarlægum heims- álfum og hafi aldrei sjest áður. Við verðum líklega altaf vinir úr þessu. Sama kvöld ók jeg' langt suður í sveitir til þess að halda samkomu í litlum sveitasöfnuði. Frændi konunnar minn- ar, trúaður maður, dvaldi þar á inndæium stað og ha.fði boðið mjer þangað. Tveimur dögum soinna ók jeg' hcim til Bristol i björtu sólskinsveðri. í slíkum kringumstæðum er varla nokkuð eins skemtilegt og að ferðast á bifhjóli um ryklausa, rennisljetta vegi, yfir grasigróin fjöli og skóg- klædda dali. Um þetta leyti heimsótti okkur í Bristol trúaður Gyð- ingur, sem hjet Mark Kagan, og hjelt hann fyrirlestra þar í söfnuðinum. Var hann mjög víðsýnn maður, þekti vel bresti síns eig'in fólks og reyndi ekki að breiða yfiif þá. Var hann prýðilega vel að sjer í ritum gamla testa- mentisins og fyrirlestrar hans voru þrungnir fróðleika, enda voru þeir afarvel sóttir. Einn þeirra hjet: »Hitler og Gyðingar«. Meðal annars sagði hann þessa sögu: Einu sinni, er Hitler hjelt ræðu fyrir fjölmenni, tók hann eftir Gyðingi einum meðal áheyrendanna, sem virt- ist veita ræðu hans alveg sjerstaka athygli. Eftir sam- komuna hitti Hitler mann þennan og hafði orð á því, hve vel hann virtist fylgjast með ræðunni. Hann spurði,' hvað það væri, sem sjerstaklega vakti athygli hans eða sa-múð. Gyðingurinn svaraði á þessa leið: »Faraó Egiptalandskonungur reyndi einu sinni að fyr- irfara fólki mínu, en hann fyrirfórst sjálfur í Kauða- hafinu. Á vissum degi ársins bökum við ferhymdar kökur til að minnast þessa. Aftur reyndi Haman á dögum Persa- konunga að gereyða fólki mínu, en hann var hengdur á háum gálga. Við bökum kringlóttar kökur til þess að minnast þessa. Jeg hefi verið allan timann að velta þvf fyrir mjer, hvers konar kökur við skulum baka. til þess að minnast afdrifa yðar!« Um miðjan september fór jeg til borgarinnar Chelten- ham, þar sem vinur minn, sem hafði einu sinni verið háttstandandi herforingi, hafði beðið mig að koma og halda fyrirlestur um ísland, með skuggamyndum. Hafðí hann leigt mjög stóran sal til þess og auglýst fyrirlestur- inn mjög' rækilega. Milli 400 og 500 manns sóttu sam- komuna, sem var haldin kl. 3 síðdegis. Þar komu þrjár manneskjur, sem jeg hafði hitt á íslandi, meðal þeirra var íslensk stúlka, sem nú er hjúkrunarkona á Englandi. Bæjarblaðið birti grein um ísland, og jeg' tók eftir því, að í einum glugga í stórri bókabúð voru sýndar bækur, sem fjölluðu um ísland og norræn efni. Stuttu eftir það fór jeg til Leicester, stórborgar í Mið- Englandi, þar sem stórt trúaðramót var haldið. Jeg ætlaði að fara á bifhjólinu, en rigningin var svo mikil, að jeg

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.