Norðurljósið


Norðurljósið - 01.09.1935, Blaðsíða 5

Norðurljósið - 01.09.1935, Blaðsíða 5
NORÐURLJÓSIÐ 37 kau.s heldur að farn með járnbrautarlest. Mjer leiddist það samt, að þurfa að sitja inniluktuv í klefa, í staðinn fyrir að líða um þjóðvegina undir berum himni. Þetta var hin eina langferð, sem jeg fór með lest, meðan jeg' dvaldi í Englandi, og hún tók miklu meiri tíma heldur en ef jeg hefði ekið á bifhjóli. Nú leið að því, að jeg færi að undirbúa. ferð mína til íslands aftur. Jeg hafði ætlað að fara fyrstu dagana í október, en Crusaders’ Union (»Krossfara-sambandið«) hafði beðið mig að tala á stórri samkomu, sem þeiv halda á hverjum ársfjórðungi í London, fyrir alla leiðtoga starfsins meðal ungra skólamanna. Til þess að verða við bón þeirra, þurfti jeg að fresta ferð minni til fslands. Tveim dögum eftir að heim var komið frá Leicester, kvaddi jeg fjölskyldu mína og lagði af stað til London. Með mjer var íslenski vinurinn minn, sem ætlaði líka til höfuðborgarinnar. Ferðin var í alla staði skemtileg og fljót. Það dró mikið úr sársauka skilnaðarins, að kona mín ætlaði með járnbrautarlest til Edinborgar til systur sinnar þar, svo að hún gæti fylgt mjer til skips. »Krossfara«-samkoman var í miklum sal í miðborginni og þangað komu saman um 300 leiðtogar í starfsemi þessari, sumir langt að. Efni fyrirlesturs míns var: »Hvor hefir unnið sigur, nýguðfræðin eða bibiían?« Öllum var leyft að koma með spurningar eftir á, og jeg átti að svara þeim. Flestir viðstaddir voru mjer ókunnugir, en jeg var hissa á að sjá, hversu hlýjan hug margir þeirra báru til min vegna ritverka minna. Næsta kvöld sýndi jeg skuggamyndir frá íslandi hjá »Krossföi um. í Croydon, bæ fyrir sunnan London, þar sem er afarstór flugvöllur. Snemma næsta morgun lagði jeg af stað norður á bóg- inn, kring um stórborgina og á hinn mikla aðalveg norð- ur, sem heitir »Great North Road«. Mjer gekk ferðin vel, þangað til jeg var kominn rúmlega háifa leið til Edin- borgar. Þá bilaði partur í hjólinu, svo að jeg neyddist tii að leita til næstu viðgerðastöðvar, í litlu þorpi langt frá ölium stórborgum. Þar var ekki hægt að fá nýtt stykki keypt, og var ekkert annað úrræði en að láta smiða það á staðnum. Lofuðu viðgerðamennii'nir að hafa það til um hádegi næsta dag, en ekki fyr. Jeg fjeklc bifreið inn í borgina Ripon. Hún liggur ekki við þennan aðalþjóðveg, en er þó aðeins nokkrar mílur frá honum. Hjer fjekk jeg nóttstað í góðu gistihúsi og gekk út til þess að skoða bæ- inn. Ripon er fræg dómkirkjuborg, og var fyrsta dóm- kirkjan reist árið 680. En mjög lítið stendur eftir af hinni fyrstu byggingu. Hómkirkjan, sem nú er, var reist á 12. öld. í þessari borg er mjög einkennilegur siður haldinn, og hefir hann verið haldinn í 1234 ár, eða frá árinu 700. Á hverju kvöldi er maður sendur af bæjarstjóranum á torg- ið, og ber hann stórt nautshorn. Á miðju torginu er stór minnisvarði, sem stendur á ferhyrndum grunni. Horn- þeytarinn staðnæmist við eitt horn af þessum grunni og blæs þar í nautshornið eina langa nótu, og síðan frá hin- um hornunum. Þegar klukkan er nákvæmlega níu, blæs hann fyrstu nótuna. Nautshornið gefur frá sjer mjög ein- kennilegt hljóð, ólíkt nokkru öðru, sem jeg hefi heyrt. Þetta er merkilegt dæmi þess, hve lengi gamall siður get- ur haldist, löngu eftir að hann hefir mist gildi sitt. Menn vita ekki nákvæmlega, hvers vegna þetta var gert í upp- hafi, en menn kunna illa við að leggja það niður, og ár- lega er veitt dálítil upphæð úr bæjarsjóði til þess að launa manninum, sem hefir þessa þjónustu á hendi. Jeg átti eftir að sjá í Ripon annað enn merkilegra dæmi um það, hversu mönnum er tamt að halda áfram með gamla siði, jafnvel þó að þeir hafi enga þýðingu lengur. Einhvern tíma í fornöld var það ákveðið, að halda dag- lega guðsþjónustu í dómkirkjunni, og' jafnvel þó að eng- inn komi, verður ekki »messufall«, alt fer fram með sama hætti fyrir því. Mig iangaði til að skoða dómkirkjuna, og það vildi svo til, að messan var einmitt að byrja, er jeg gekk inn. Hún var ekki haldin í aðalkirkjunni, heldur í álmu út af henni, sem var afþiljuð. Þar voru ekki færri en tíu klerkar og aðstoðai’menn til að tóna, lesa og syngja »litaníuna«, en aðeins þrír áheyrendur alls. Engin prjedikun var haídin, ekkert nema það, sem stóð í bókunum. Það er annars eitt- hvað viðkunnanlegt við það, að vita, að þessir menn halda áfram, dag eftir dag á sama tíma, að syngja lofsöngva. og lesa guðspjallið, eða annað úr ritningunni, hvort sem nokkur komi til að hlýða á eða ekki. En í mínum augum dregur það mikið úr áhrifunum, að vita, að menniinir gera þetta fyrir ákveðið kaup, og hafa yfir alt, sem þeim er lagt fyrir, eins og hvert annað atvinnustarf. Ætli hin- ir tíu kæmu allir eins regiuiega, ef það væri ekkert í aðrs hönd? Jeg komst með áætlunarbifreið til Dishforth, þar sem hjólið mitt var, og nú var alt komið í besta lag. Þá hjelt. jeg áleiðis til Edinborgar, og lá leið mín meðfram austur- ströndinni langan tíma. En það rigndi svo mikið, að jeg hafði lítið gagn af útsýninu. Fyrir Guðs náð gekk alt slysalaust, þrátt fyrir það, að göturnar voru sleipar og jeg fór gegn um margar borgir á leiðinni. Til Edinboi'gar kom jeg um kl. 7 og hafði verið 6 tíma frá Dishforth. Kona mín hafði komið þangað daginn áður. iiaginn eftir, sem var sunnudagur, talaði jeg á þrem- ur samkomum þar í borginni, en á mánudaginn var farið með okkur hjónum langa, skemtilega ferð í bifreið um sveitirnar umhverfis Edinborg. Jeg var hissa á að sjá, hve fjallasveitirnar voru líkar Islandi sumstaðar. Um kvöldið hjelt jeg minn síðasta fyrirlestur um ísland I þetta sinn, með skuggamyndum. Nú er lítið eftir að segja um þessa heimsókn til Bretr lands. »Gullfoss« átti að sigla á miðvikudagsnótt, og seint á þriðjudaginn (9. okt.) fórum við öll til skipsins. Bif- reiðin sneri við, og ástvinir mínir hjeldu inn í borgina aftur, en jeg fór ofan í klefa minn og háttaði. Þetta mun vera tólfta ferð mín til íslands. Vanalegast fer jeg með tveggja. ára millibili, stundum er þó lengra á milli. 1 Reykjavík hitti jeg marga vini og hafði tíma fyrlr eina. opinbera samkomu, sem var mjög vel sótt. Tii Akur- eyrar kom jeg' h. 19. október, í tíma. til þess að taka þátt í trúaðramótinu, sem haldið var næstu dagana. Fólki á Englandi þykir gaman að heyra um ferðir mínar á íslandi, og þá er það sjálfsagt að láta Islendinga heyra um ferðir mínar á Englandi. Annars hefi jeg mikla

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.