Norðurljósið


Norðurljósið - 01.09.1935, Blaðsíða 8

Norðurljósið - 01.09.1935, Blaðsíða 8
40 NORÐURLJÓSIÐ og »tungutalið«. Þegar einn af þessum mönnum bar fram rökleiðslu þessa fyrir mig, bað jeg hann að gera svo vel að lesa inngangsorð brjefsins og sjá, við .hverja postulinn átti. Brjefið er sent »söfnuði Guðs, sem er í Korintu, þeim sem helg- aðir eru í Kristi Jesú, heilögum samkvæmt köll- un, ásamt öllum þeim, sem ákalla nafn Drottins vors Jesú Krists al- staðar, hjá þeim og hjá oss« (á frummáli: »þein-a og vors«). Það eru þá a 11 i r, sem ákalla nafn Drottins, a 1 s t a ð a r, sem eru »með einum Anda skírðir til að vera einn líkami«, en ekki eingöngu söfn- uðurinn í Korintu! En jafnvel þó að orðin ættu eingöngu við Kor- intusöfnuðinn, er ekki þar með sannað, að þeir, sem skírðir eru Heilögum Anda, sýni það með því að tala tungum, því að postulinn segir einmitt í sambandi við náðargáfurnar, sem fylgja skírn Andans: »Hvort tala allir tungum?« (30. vers). Látum nú vera, að allir í söfnuðinum í Korintu væru »skírðir Heilögum Anda« eins og Hvíta- sunnumenn skilja þessi orð, þá töluðu þeir samt ekki allir tungum. Þetta sýnir, að kenning þeirra um tungutalið, sem tákn þess að menn hafi öðl- ast skírn Heilags Anda, mótmælir ritningunni og er þar af leiðandi röng. (Framhald). Viðbót við sálm. Allir munu kannast við sálminn: »Lofið vorn Drottin, hinn líknsama föður á hæðum.« Sálmur- inn er ljómandi fagur, en samt hefir þótt vöntun, að hann flytur aðeins lofgerð fyrir tímanlega hjálp og blessun, en ekki fyrir hinar dásamlegu, andlegu gjafir, er Guð hefir veitt oss, er hann gaf oss son sinn, Jesúm Krist, og Heilagan Anda. Þess vegna hefir þótt hlýða að bæta tveimur versum við, og eru þau þannig: — »Lofíð vorn Drottin, er soninn sinn gaf oss hinn góða. Græðir hann syndamein lýða alls heimsins og þjóða. Dómseldur brann; dýrmæta blóðið hans rann, blessaðar sættir að bjóða. Lofið vorn Drottin, hann úthelti Heilögum Anda; aldrei því djöfullinn megnar hans söfnuði’ að granda. Helgaður er allur hans útvaldi her. Bjargið hið sterka mun standa.« Vinir blaðsins geta fengið nokkur eintök af þessum versum, fjölrituð, ef þeir biðja um þau, er þeir skrifa eða panta eitthvað annað. Xil vina blaðsins. Ritstjórinn fær brjef við og við frá lesendum, sem sýna, að Drottinn lætur blaðið ná tilgangí sínum hjá mörgum þeirra. Er það mikil hvatning. til þess, að útbreiða blaðið sem mest, svo að þeir, sem eru móttækilegir fyrir boðskap þess, megi njóta hans. Hjer eru útdrættir úr brjefum nýlega meðtekn- um: — »Það veitir manni ætíð kærkomna ánægju og upp- örvun, að lesa það, og jeg hefi þá trú, að Drottinn láti það verða rríörgum, mjer og öðrum, til andlegr- ar uppbyggingar og blessunar, sem vilja byggja trú sína og traust á orði Drottins og ekkert annað vita. sjer til sáluhjálpar en Jesúm Krist, sem fram- seldur er fyrir vorar misgerðir og uppvakinn til vorrar rjettlætingar. Honum sje lof og dýrð að ei- lífu!« (Frá Breiðafirði.) »Mjer þykir vænt um »Norðurljósið« og má ekki missa það. Jeg verð altaf glöð og þakklát í hvert skifti, sem það kemur.« (Frá V.-Hún.) Jeg bið vini blaðsins að athuga það, að það liggur, ef til vill, í valdi þeirra, að útvega blaðinu kaupendur, sem munu hafa blessun af því, eins og þessir, sem hafa skrifað, og fjöldamargir aðrir. Einn af elstu áskrifendum blaðsins, áttræður öldungur, ellihrumur mjög, hefir nýlega útvegað fjóra nýja kaupendur, og hafði þó tíu áður. Geta yngri menn og hraustari gert betur? Nokkrir láta afgreiðsluna senda blaðið ár eftir ár til fjarlægra ættmenna og vina, hjer á landi og í útlöndum. Væri æskilegt að fleiri athuguðu, hvort bróðir, systir, barn eða annar ástvinur í Vesturheimi eða annars staðar í útlöndum, myndi ekki vilja taka því með gleði, að sjer væri sent »Norðurljósið« sem kveðja frá »gamla landinu«. VINAGJAFIR TIL BLAÐSINS. — Iíitstjórinn flytur þessum vinum bestu þakkir fyrir gjafirnar, sem þeir hafa ótilkvaddir sent, til þess að taka bróðurlegan þátt í út- gáfu blaðsins: J. S. (Ak.) 9.00; J. E. (Hf.) 8.00; Þ. Ó. (Rvík) 3.00; I. J. (Ak.) 3.00; S. J. (Ak.) 8.00; S. M. (Ak.) 3.00; J. .1. (Ak.) 4.00; Þ. J. (Ak.) 10.00. Lesið II. Kor. 9. 6.-8. NORÐURLJÓSIÐ kemur út annan hvorn mánuð, 48 blaðsíður á ári. Árgangurinn kostar 1 kr. og greiðist fyr- irfram. Verð í Vesturheimi 40 cents. Ritstjóri og útgefandi: ARTHUR GOOK, Akureyri. Akureyri. Prentsmiðja Odds Björnssona.r.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.