Norðurljósið


Norðurljósið - 01.09.1935, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 01.09.1935, Blaðsíða 3
NORÐURLJÓSIÐ 35 Það hefir verið viðleitni vor, öll þessi ár,. að láta kraft sannleikans einan leiöa menn til Krists, svo að þeir frelsist, og leiða þá til hlýðni við hann í öðrum atriðum, sem koma á eftir. Vjer höfum tekið orð postulans til fyrirmyndar: »Er jeg kom til yður, bræður, og boðaði yður leyndar- dóm Guðs,, kom jeg ekki heldur með frábærri mælskusnild eða speki; því að jeg ásetti mjer að vita ekkert á meðal yðar, nema Jesúm Ivrist og hann krossfestan. ... Og orðræða mín og prjedik- un mín studdist ekki við sannfærandi vísdómsorð, heldur við sönnun anda og kraftar; til þess að trú yðar væri eigi bygð á vísdómi manna, heldur á krafti Guðs.« (I. Kor. 2. 1.—5.) Vjer höfum einnig reynt í einlægni að komast hjá því, að hafa p e r s ó n u 1 e g áhrif á fólk. Það er mikið rætt og ritað í útlöndum um nútíð- ar sálarfræöi, og mönnum er kent, hvernig á að beita persónulegu aðdráttarafli til þess að hrífa fólk með sjer t. d. í þjóðmálum eða verslunarmál- um. Á öllum öldum hafa menn beitt þessu afli, vitandi eða óvitandi,, jafnvel í trúmálum. En Guð hefir ekki ætlað oss að nota slík brögð, enda verða slík áhrif aldrei endingargóð. Jeg hefi, satt að segja, beðið Drottin, að láta mig alls ekki hafa nein persónuleg áhrif á menn og hefi forðast það sem mest sjálfur. Hann hefir ætlast til þess, að kraftur Heilags Anda og hin guðdóm- legu áhrif sannleikans sjálfs, leiði menn að krossi Krists; en ef menn eru hrifnir af einhverju að- dráttarafli í persónunni sjálfri, sem flytur orðið, þá spillir það fyrir áhrifum Heilags Anda. Sumir trúa þessu ekki, en það er satt, samt sem áður. Á sama hátt hefi jeg aldrei beitt neinum per- sónulegum áhrifum til þess að fá fólk til að taka skírn eða ganga i söfnuðinn. Það getur enginn borið vitni um það„ að jeg hafi hvatt hann til þessa persónulega. Ef maðurinn stígur sporið al' bðrum hvötum en þeim, að hann veit, að það er vilji Guðs, þá er það algerlega þýðingarlaust að framkvæma skírnarathöfnina eða telja hann 1 söfnuðinum. Það má vera, að höfðatalan hafi orðið minni vegna þessa, en það verður þá að vera. Til hvers er að byggja ofan á grundvöllinn »trje, hey eða hálm«? (Sbr. I. Kor. 3. 9.—13.) Á meðan jeg hefi verið á Akureyri, hefi jeg haldið opinberar samkomur á hverjum sunnu- degi á veturna fyrir börn (fyrri partinn) og vet- ur og sumar fyrir fullorðna (síðdegis), og með- an jeg hefi veriö fjarverandi hafa aðrir bræður oftast nær komið í skarðið. Einkum hefir Sæ- mundur Jóhannesson, kennari, veitt mikla hjálp í þjónustu orðsins, enda hefir hann tekið mikinn þátt í öllu starfinu, síöustu árin, með trúmensku og þrautseigju. En vjer höfum aldrei litið svo á, að starf vort væri takmarkað við Akureyri. Þar hefir verið bækistöðvor, svo að segja, en vjer höfum álitið það skyldu vora, að útbreiða fagnaðarerindið um alt landið,þvíað víða eru vantrúaðir eða athafnalitlir prestar og margt fólk, sem enginn hefir nokkurn tíma hvatt til að snúa sjer til Krists. Þess vegna höfum vjer reynt að ferðast sem mest og prje- dika annars staðar, þó að þetta hafi verið í miklu smærra stíl en vjer höfuð viljað. Þá hefir »Norð- urljósið« flutt boðskapinn víða, einnig þar sem ekki hefir verið hægt að koma persónulega og boða orðið. Eftir föngum höfum vjer einnig gef- ið út kristilegar bækur og rit, sem hafa útbreiðst í tugþúsunda tali um alt landið. En hver hefir árangurinn orðið af öllu þessu starfi? Hjer skal enginn samanburður gerður. Postulinn sagði: »Ekki dirfumst vjer að telja oss til þeirra, eða bera sjálfa oss saman við suma af þeim, er mæla fram með sjálfum sjer; en þeg- ar þeir hinir sömu mæla sig við sjálfa sig og bera sig saman við sjálfa sig, þá eru þeir óskvnsamir.« (II. Kor. 10. 12.) Drottinn einn getur dæmt um hinn raunveru- lega árangur. Vjer getum aðeins horft á hið ytra. Vel má vera, að sumt, sem vjer teljum góðan á- vöxt, reynist vera hið gagnstæða, á þeim degi, er alt kemur í ljós; sömuleiðis,, að sumt það, sem vjer álítum að hafi mishepnast, verði þá Guði til dýrðar. En ef dæma á eftir hinu ytra, hefir á- rangurinn ekki orðið lítill. Hið fyrsta verk, að gera menn að lærisveinum, hefir blessast mjög, fyrir Drottins náð, og eru fjöldamargir — jeg þori ekki að segja, hve mörg hundruð, — hingað og þangað um landið, sem hafa játað, að hafa snúið sjer til Guðs og sonar hans Jesú Krists, fyrir boðskapinn, sem vjer höfum fengið leyfi til að flytja. Þar sem vjer höfum, hvað eftir annað, frjett um fólk, sem hefir snúið sjer til Drottins fyrir 10, 15 eða 20 árum á samkomum vorum, hjer og annars staðar, -— en það hefir ekki til- kynt oss það fyr„ — þá vonumst vjer eftir, að fá að vita um margt fólk enn, hjer eða í eilífö- inni, sem Drottinn hefir leitt til sín, er vjer höf- um flutt orðið í nafni hans. Margir segja, að blað- iö hafi orðið til þess, að vekja þá til umhugsunar um eilífðarmálin, og loksins leiða þá að krossi Krists. Fyrir alt þetta fólk gerum vjer Guði þakkir. Vjer biðjum oft fyrir þeim,. og vjer von- um, að þeir einnig minnist vor í bænum sínum. Látum oss aldrei gleyma því, að allir, sem elska Krist, eru í raun og veru ein stór fjölskylda. Ef nokkur les þessi orð, sem hefir fundiö Krist á samkomu, sem vjer höfum haldið, eða fyrir boð- skap blaðsins, en hefir aldrei sagt oss frá því, mun það eflaust vera Guði til dýrðar, að hann ljeti oss heyra um það. (Niðurlag). RITSTJÓRINN gerir ráð fyrir, að fara í fyr- irlestrarferð um Suðurland eftir miðjan nóvem- ber. Hann hefði ánægju af að kynnast vinum blaðsins, sem hann þekkir ekki persónulega.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.