Norðurljósið


Norðurljósið - 01.11.1935, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 01.11.1935, Blaðsíða 1
Norðurljósið XVIII. árg. Nóvember—Desember 1935. 11.—12. DÝRMÆTUR FU3VDUR. Heimurinn þarf á radíum að halda. Alstaðar er vöntun á þessu undraefni, því að það finst ekki nema á tíu stöðum í heiminum. Margar smálestir af bik- steini (pitchblende) þarf að nota til þess að fram- leiða eitt gramm af radíunr, og er feiknamikið verk, sem sjerfræðingar einir geta gert, í sambandi við vinsluna. Það er sagt, að það sjeu ekki til nema 500 grömm af radíum í öllum heimi, og er verðið milli 250,000 og 340,000 kr. grammið. Það eru fimm ár síðan, að jarðfræðingur einn, að nafni Gilbert Labine, lagði af stað í flugvjel til þess að leita að nýjunr Iögum af biksteini, sem hann grunaði að væru til einhvers staðar í Norður-Cana- da, nálægt Great Bear vatninu. Lengi leitaði hann og skoðaði yfirborð eyðimerkurinnar í krók og kring með sjónauka. Einu sinni, er flugvjel hans var í nokk- ur þúsund feta hæð, sá hann jarðveg, sem reynsla hans og þekking höfðu kent honum, að myndi lík- lega hafa bikstein í sjer fólginn. Hann hafði rjett fyrir sjer. Þar á austurströna Great Bear vatnsins, skamt frá norðurheimskauts- baugnum, fann hann að minsta kosti 3 stór lög af þessu málmgrýti. Nú er kominn heilmikill bær þar og flugstöð, og flugvjelar flytja fólk fram og aftur til járnbrautarstöðvarinnar Waterways. Biksteinninn er fluttur á ám og að nokkru leyti á bifreiðum til Waterways, — 1,500 mílna leið — og þaðan er hann sendur 1,500 rnílur enn til verksmiðjunnar, sem vinnur úr honum. Indíánar, sem ferðuðust þar um slóðir í veiðiför- um sínum, voru undrandi yfir því, að hvítu menn- irnir skyldu hafa svo mikið fyrir því, að flytja burt mold úr þessum ófrjósama jarðvegi! Þeir sögðu fra því, að þeim hefði altaf fundist einkennileg lykt vera á þessum stað. Maður nokkur spurði Indíána einn, hvort hann hefði nokkurs staðar annars staðar fundið samskonar Iykt. Hann játti því og bauðst til að vísa manninum á staðinn, sem var í 100 mílna fjarlægð. Þetta var uin hávetur og jörðin var snævi þakin, en viti menn, þegar snjórinn var farinn að vori, fundu menn mikið af biksteini þar í grend, og er nú unnið af kappi að taka hann og flytja í vinslu- verksmiðju. Á báðum þessum stöðum finst einnig mikið af silfri. Eftir átján mánaða starf hafði verið unnið úr 58 smálestum af biksteini og hafði þá fengist 5y2 gramm af radíum. Þótti þetta ágætur árangur. Þar að auki höfðu menn fengið mikið af úraníum og um 900 kílógrömm af silfri. * * * Menn leita að radíum, af því að það hefir þann sjerstaka eiginleika, að varpa frá sjer geislum, sem skína gegn um margt, sem vanalegir ljósgeislar geta ekki komist í gegn. Það virðist einnig vera sjálflýs- andi, eða að minsta kosti eyðist hið geislagefandl efni mjög seint. Nú langar mig til að segja frá öðr- um, sem hefir hafið leit að dýrinætum hlutum, sem geta varpað ljósgeislum frá sjer og munu endast til þess, þegar sólin hefir brunnið út. En fyrst verð jeg að segja sögu frá fornöld. Það var í landi, sem lá við Miðjarðarhafið að austan- verðu. Óvinaher æddi inn í landið og lagði alt í eyðl. Hann brendi, drap og eyddi alls staðar, þar sem hann kom. Bóndi einn ríkur ásetti sjer að flýja und- an hernum, því að hann þóttist vita, að hann ætti engrar vægðar von hjá honum. En það var hættulegt að flytja með sjer, í þessum kringuinstæðum, alt gull hans og silfur. Honum kom það ráð til hugar, að fela fjársjóð sinn í jörðu, spölkorn frá búgarði sínum. Um hánótt, er enginn gat tekið eftir honum, bar hann stóra kistu út á akur, gróf djúpa holu og Ijet kistuna ofan í hana. Þá mokaði hann vendilega yfir hana, svo að enginn gæti sjeð, að hann hefði hróflað við jarðveginum. Þar var aleiga hans. Hann lagði vandlega á minnið afstöðu þessa bletts, til þess að hann gæti síðar meir fundið staðinn. Næsta dag Iagði hann á flótta, ásamt fjölskyldu sinni og hjúum. Lengi grúfði hið dimma ský ófriðar og tortíiningar yfir landinu. Bóndinn lenti í miklum hrakningum og komst aldrei aftur til óðals síns. Enginn iifandi mað- ur vissi, hvað orðið hafði af hinum mikla fjársjóð hans. Aldirnar líða. Annað fólk er komið í landið. Bú-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.