Norðurljósið


Norðurljósið - 01.11.1935, Blaðsíða 6

Norðurljósið - 01.11.1935, Blaðsíða 6
46 NORÐURLJÓSIÐ í.sambandi við túngutalið, segir postulinn: »Bræð- ur, verið ekki börn í dómgreind«, (I. Kor. 14. 20.). Og postulinn Pjetur skrifar: »Hafið lendar hugskots yðar umgirtar, verið algerlega algáðir.« (I. Pj. 1. 13.) Það er langt frá þvi, að Andi Guðs vilji láta oss »sleppa oss« og komast undir vald einhvers anda, sem notar oss sem ósjálfráð verkfæri, eins og verður, þegar menn tala tungum. »Algerlega algáð- ir«, segir Guðs orð. »Sleptu þjer!« segir Hvítasunnu- maðurinn. Ef nokkur kynni að vera í vafa um þetta mál, er hann hefir íhugað alla þessa ritningarstaði, þá er enn •eftir að benda á hina kröftugustu sönnun þess, að kenningar tungutalsmanna eru ekki frá Guði, sönn- unina, sem felst í orðum Drottins Jesú Krists: »Af ávöxtum þeirra skuluð þjer þekkja þá.« (Matt. 7. 16. —23.) Meðan jeg skrifa þetta, liggja á skrifborði mínu þrjár bækur. Allar eru þær eftir leiðandi inenn í Hvítasunnuhreyfingunni, tvo á Englandi og einn í Danmörku. Jafnvel þótt jeg hefði ekki þekt margt, sorglega margt, um hina skuggalegu ávexti þessarar hreyfingar, við þrjátíu ára rannsókn, hefðu bækur þessar nægt að sannfæra nrig um, að hún er alls ekki frá Guði, og að kenningar hennar eru alls ekki sam- kvæmar ritningunni. Danski höfundurinn, Axel Gro- ve, skrifar bók sína (»Pinsevækkelsen i Danmark«) •ekki sem andstæðingur, en sem Hvítasunnumaður, til þess að reyna að bjarga hreyfingunni frá hinum auðsæju stórgöllum hennar. Hann segir, (15. bls.), að ein orsök fyrir því, að trúaðir menn frá öðrum söfnuðum hafa átt bágt með að ganga inn í Hvíta- sunnuflokkinn, (þetta er nefnilega eitt aðalstarf þeirra, að veiða rnenn úr öðrum flokkum), sje sú, að marga í Hvítasunnuhreyfingunni vantaði það, sem Guðsbörnum er nauðsynlegast: heilagt líferni. (»Mange indenfor Pinsevækkelsen manglede det al- lervigtigste for et Guds Barn: et helligt Liv.«) Þess vegna, segir hann, (16. bls.) hafi hreyfingin »víða komið fljúgandi sem örn í hæðum andans og borin fram með dýrlegu vængjataki, en eftir nokkur ár endað niðri á jörðunni með stýfðum vængjum.« Þá segir hann einnig: »Skyldi ekki ein ástæðan til þess, að svo mikill glundroði hefir verið í Hvíta- sunnuhreyfingunni, vera sú, að þessi hæfileiki til að greina milli hins göfuga og hins ógöfuga, milli hins sanna lífs í Guði og hins halta, rangsnúna og skakka, hafi ekki verið nógu þroskaður hjá oss?« Það er einkennilegt, en lærdömsríkt, að sjá á þessu að sömu einkennin koma fram hjá þessum mönnum í Danmörku, og hjá fjelögum þeirra á ís- Iandi. »Af ávöxtum þeirra skuiuð þjer þekkja þá.« Önnur bókin er eftir Edward Jeffreys, sem var meira en tuttugu ár með þessari hreyfingu, enda var faðir hans, Stephen Jeffreys, sá, sem fyrst flutti hana til Englands, og bræðurnir, Edward og George, hafa lengi verið viðurkendir leiðtogar hennar. Bók Etlwards Jeffreys heitir: »Skírn Andans eða fylling Andans. Hvort?« og er hún að mestu eða öllu leyti samhljóða því, sém jeg hefi alt af haldið fram að væru kenningar biblíunnar um þetta mál. Þótt við höfum ekki þekt hvor annan, nje vitað um skoðanir hvors annars, eru kenningar hans nú orðn- ar hjer um bil orð fyrir orð hinar söinu og mínar, vegna þess að við höfum báðir viljað fara nákvæin- lega eftir orði Drottins í heilagri ritningu. Edward Jeffreys hefir, eftir mikla baráttu og bæn, slitið öllu samfjelagi við tungutalsmennina og djarflega tekið afstöðu sína gegn öllum villum og hneykslum þess- arar hreyfingar. Vafalaust gera allir einlægir menn, sem enn kunna að vera eftir í henni, hið sama og hann. Þriðja bókin er eftir konu, sem heitir Edith R. R. Benge, og hefir kunnugur maður skrifað mjer, að hún sje vel kunn Hvítasunnukona á Suður-Englandi. Bókin heitir »Service in Verse«, og fyrstu orðin eru þessi: »EftirfyIgjandi blaðsíður hafa inni að halda opinberanir, sem mjer voru gefnar af sjálfum hinum Almáttuga og Jesú.« Innan um hrós um Hvítasunnu- hreyfinguna og tungutalið, er nokkuð af hinu við- bjóðslegasta guðlasti, sem jeg hefi nokkurn tíma les- ið eða heyrt. Mjög kænlega er reynt að kíóra yfir syndir þær og bresti, sem tungutalsmenn eru kunn- astir að. Kunnugir vita, að æðstaprestynja Hvíta- sunnumanna, Mrs. McPherson, strauk frá inanni sin- um að tillaðan »andans«, en í þessari bók er stað- hæft, að María, móðir Jesú, hafi komið til hans, er hann hjekk á krossinum, og sagt honum, að hún hefði farið frá Jósef, því hafi Jesús viljað láta hana vera hjá Jóhannesi! Þar sem Jesús var Hvítasunnu- maður (Pentecostal), fann hann ekki til neinna kvala á krossinunr, segir höfundur þessi. Allir kunnugir vita, hve fljótt þessir menn breyta áformum sínum, sem þeir þykjast hafa fengið »leið- beiningar« um hjá Guði, svo að inaður hlýtur að halda, að guð þeirra sje ákaflega dutlungafullur. I þessu ritj lesum vjer, um eitt atriði: »The Lord had ordained so it had to be, unless in the meantime he changed his mind.« (»Drottinn hafði ákveðið, að svo skyldi vera, nema hann breytti áformi sínu í milli- tíðinni.«) En út yfir tekur, er sú opinberun er flutt, að Jesús hafi verið sonur Gabriels yfirengils og hafi verið einn af englum Satans, áður en hann kom hingað til jarðar, og fengið frá Satan mátt til að gera krafta- verk!!! Þetta guðlast sannar, hvaðan þessar opin- beranir eru runnar, — frá »föður lyginnar«. Þær gefa oss gott sýnishorn af ávexti þessara kenninga^. og eins og frelsarinn sagði: »Af ávöxtum þeirra skul- uð þjer þekkja þá.« Hvítasunnumenn segja, að það sje ómögulegt, að menn, sem biðja um Heilagan Anda, skyldu fá ó- hreinan anda í staðinn, þar sem hinn góði Guð, sam- kvæmt orðum frelsarans, vill ekki gefa börnum sín- um stein. ef þau biðja um brauð, eða höggorm, ef þau biðja um fisk. Þetta er alveg rjett, en það er líka alveg rjett, að þegar fsraelsmenn höfðu fengið brauðið, sem Guð sendi þeim, en gerðu sig ekki á- nægða með það, heldur sögðu: »Vjer erum orðnir leiðir á þessu Ijettmeti!« þá sendi Drottinn eitraða höggonna mcðal lýðsins. (IV. Móse 21. 5.—6.)

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.