Norðurljósið


Norðurljósið - 01.11.1935, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 01.11.1935, Blaðsíða 2
42 NORÐURLJÓSIÐ garðurinn hefir fengið nýjan eiganda. Hann hefir endurreist húsin, sern lengi höfðu legið í rústum. Einn dag er þjónn hans að plægja úti á akri. Hægt draga nautin plóginn áfrain. Alt í einu situr hann fastur. Vinnumaðuninn athugar, hvað það er, sem er fyrir. Honurn til mikillar undrunar sjer hann, að þar liggur gömul kista, fúin og ósjáleg. Hún hefir lask- ast við áreksturinn og sjest þar í feiknin öll af gulli og silfri! Hann lítur í kringum sig. Enginn hefir sjeð til hans. í skyndi hylur hann kistuna aftur og heldur áfram að plægja, eins og ekkert hafi í skorist. Sama kvöldið finnur hann húsbónda sinn að máli og spyr hann, fyrir hvaða verð hann vilji selja ak- urinn, sem hann var að plægja, því að hann segist vilja eignast hann. Eftir dálítið umtal nefnir hús- bóndinn verðið. En það er langtum meira en það handbært fje, sem vinnumaðurinn á. Hann selur því kofa sinn, sparifatnað, kindurnar, sem hann átti; alt, sem hann á, verður að fara, til þess að hafa upp það verð, sem akurinn kostar. Þá kemur hann með fjeð og gerir út um kaupin. Hann greiðir fyrir akurinn og alt, sem í honum er, eða kann að vera. Þegar kaupin eru fullger og enginn getur vjefengt eignarrjett hans, fer hann að grafa upp kistuna, sem falin var í akrinum. Þá verður hann ríkari en hann hefir nokkurn tíma dreymt um. Söguna um fjársjóðinn, sem falinn var í akri, sagði Drottinn Jesús Kristur. Gaf hann þannig til kynna, hve dýrmætir mennirnir sjeu í hans augum,— mennirnir, sem hann vill ná upp úr hinni djúpu gröf syndarinnar. Hann lýsti einnig með þessari dæmi- sögu, með hverjum hætti hann vildi frelsa mennina. Vegna þeirra, sem vilja trúa á hann og fylgja hon- um, (sem hann telur dýrmætan fjársjóð), kaupir hann allan akurinn, það er að segja, allan heiminn. Hann verður einnig að leggja ALT í sölurnar, til þess að friðþægja fyrir mennina. Eins og hann komst að orði sjálfur: »Mannsins sonur er kominn ... ti) að láta Iíf sitt sern lausnargjald fyrir marga.« Dýr- mætari en radíum eru þeir menn honum, sem vilja taka á móti honum og lifa honum. Og hann vill láta þá verða »heimsins ljós«, og varpa á aðra því ljósi, sem þeir hafa þegið frá honum. Og eins og radíum endist lengi vel, svo er sagt um þá, sem fylgja Kristi trúlega, að »þeir skulu skína sem stjörnurnar um aldur og æfi.« Lesari minn, — ein spurning, áður en þú leggur blaðið frá þjer: »Ert þú einn af þeim, sem hafa kann- ast við frelsisverk Jesú Krists, og tileinkað sjer fórn hans?« Ef þú getur í einlægni svarað játandi, les þú Filipp. 2. 14.—15. og hagaðu þjer eftir því. 30 ára slarf á íslandi. (Niðurlag). Jeg hefi áður bent á það, að starfið, sein Drottinn fjekk lærisveinum sínuin í hendur, er hann yfirgaf þessa jörð, var í þremur þáttum: 1. að gera menn af öllum þjóðum að lærisveinum; 2. að skíra lærisvein- ana; og 3. að kenna þeim að halda alt það, sem Kristur hafði boðið. (Matt. 28. 18.—20.) Ekki hafa allir þeir, sem gerst hafa lærisveinar Krists fyrir starf vort, tekið á móti skírninni, þeirri einu skírn, sem heimiluð er í nýja testainentinu, trú- aðra skírn. Þegar jeg gekk upp á Drangey fyrir nokkrum árum, kom jeg að stað, þar sem mjer var sagt, að margir sneru við; þeir þorðu ekki að halda lengra upp. Trúaðra skírn er staðurinn, þar sem margir snúa við. í Lúkasar guðspjalli lesum vjer, að Drottinn Jesús sagði, að »Farísearnir og lögvitring- arnir ónýttu ráð Guðs þeim til handa, er þeir ljetu ekki skírast af Jóhannesi«, (7. 30.) og í Jóhannesar guðspjalli lesum vjer, að margir af höfðingjunum trúðu á Krist, »en vegna Faríseanna könnuðust þeir ekki við það, til þess að þeir yrðu ekki gerðir sam- kundurækir, því að þeir elskuðu lofstír manna meira en dýrð Guðs.« (12. 42.—43.) Eins og forðum var spurt, ineguin vjer líka spyrja: »Hvar eru hinir níu?« Því að hjarta mannanna er hið sama nú og þá. Þó hafa um 147 verið skírðir kristilegri skírn, sam- kvæmt þeirra eigin ósk og sannfæringu. Hinir, sem eru langt um fleiri, hafa ýmist lent hjá öðrum söfnuðum, sem ekki hafa ofangreind boð Krists á dagskrá sinni, og í sumum tilfellum orðið leiðtogar hjá þeim, eða þá dregið sig í hlje. Vegna þess að jeg hefi forðast það, að hafa per- sónuleg áhrif á þá, sem sækja samkomur mínar, en aðrir starfsmenn hafa ekki hikað við að beita þeim sem mest, hafa margir, sem hafa að eðlisfari vantað staðfestu, fengist til þess að ganga í sjertrúarflokka. Drottinn sagði að vísu, að vjer ættuin að vera »mannaveiðarar«, en jeg hefi skilið það svo, að vjer ættum að »leggja út á djúpið« og vinna þá, sem alls ekki eru tengdir við neitt kristilegt starf. Aðrir virð- ast líta á sig sem »mannaveiðara«, sem ættu að veiða úr neti bræðra sinna. Þeir verða auðvitað að gera herra sínum reikningsskap, en ekki mjer. En jeg er hræddur um, að þeim sje það ekki nógu Ijóst, hve illan grundvöll þeir leggja með þessu undir sitt eigið starf. Þessi starfsaðferð hlýtur að hafa þau á- hrif, að ístöðulítið fólk gengur til þeirra, en þeir að- hyllast starf vort, sem sanna það, að þeir láta ekkj fara með sig eins og óvita börn, sem »hrekja,st og berast fram og aftur af hverjuin kenningarvindi«, (Efes. 4. 14.). Hvað sem því líður, finst mjer að þessir menn ættu að vera mjög þakklátir fyrir starf- ið, sem hefir veitt þeim marga liðsmenn þeirra, en alls ekki sýna því úlfúð og óvildarhug. En hjer sann- ast það, að sumir menn eru þeim verstir, sem þeir hafa mest syndgað á móti. Jafnvel meðal þeirra, sem hafa snúið sjer til Krists og tekið biblíulega skírn, eru það ekki allir, sem hafa viljað fylgja þriðja þætti skilnaðarboða Krists: að »halda alt það, sem hann hefir boðið«. óstjórnleg einstaklingshyggja, sem er, eins og þegar er vikið að, nokkurs konar andleg sótt, gerir menn óhæfa til þess, að koma fram sem lærisveinar Krists og halda einingu Andans í bandi friðarins í samfjelagi við bræður sína. Slíkir menn, sem hafa alla æfi sína ver-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.