Norðurljósið


Norðurljósið - 01.11.1935, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 01.11.1935, Blaðsíða 3
NORÐURLJÓSIÐ 43 ið í kirkjufjelagi, þar sem alt leyfist, þola illa ok Jesú Krists. Þó er ok hans inndælt og byrði hans ljett, þeim, sem vilja taka það á sig og læra af honum, sein er hógvær og af hjarta lítillátur. Oftar en einu sinni hefir söfnuðurinn orðið að taka afstöðu gegn mönnum, sem hafa viljað gerbreyta hinum biblíulega grundvelli safnaðarins, og jafnvef ónýta siðferðiskenningar nýja testamentisins. Það hefir rætst, sem postulinn taldi óhjákvæmilegt í kristnum söfnuði: »Það verður að vera flokkaskift- ing á meðal yðar, til þess að hinir fullreyndu á með- al yðar verði augljósir.« (I. Kor. 11. 19.) »Öumflýj- anlegt er,« sagði Drottinn, »að hneykslanirnar komi, en vei þeim manni, sem hneyksluninni veldur.« (Matt. 18. 7.) Þó hefir náðin yfirgnæft, þrátt fyrir allan mann- legan veikleika; gleðin hefir reynst langt um meiri en sorgin; og blessun Guðs langt um kröftugri en hneykslanirnar. Og þeir, sem staðist hafa prófið og sýnt Drotni trúmensku og sýna enn, hafa verið langt um fleiri en hinir, sem vilst hafa af vegi Guðs. Vjer megurn telja það mikinn sigur fyrir kenning- ar þær, sem Drottinn hefir trúað oss fyrir, að end- urfæðing fyrir persónulega trú á Krist, er boðuð jafnvel af nokkrum þeirra, sem þó aðhyllast enn þa sjertrúarflokk þann, sem grundvallaður er á endur- fæðingu fyrir verknað prestlegrar athafnar, barna- skírnar. Hvort þeim er það ljóst eða ekki, skal jeg ekki leiða getum um, en þeir afneita í ræðu og riti liornsteini sjertrúarfjelags síns ineð því, að flytja kenninguna uin endurfæðingu fyrir trú, — kenningu, sem aldrei þektist hjer, fyr en vjer hófum að flytja hana, (Jones trúboði laust fyrir aldamót, og Hjálp- ræðisherinn um sama leyti.) Aldrei heyrðist ymprað á því hjá þjóðkirkjumönn- um, þar áður, að menn þyrftu að endurfæðast fyrir trú og persónulega þekking á Drotni Jesú Kristi, enda er það líka óskiljanlegt, að þeir skyldu, eftir margra alda þögn, alt í einu byrja af sjálfsdáðum að taka upp og flytja kenningu, sem kippir grundvellin- um undan hjálpræðisvegi kirkjunnar, sem er skýlaust endurfæðing og innlimun í líkama Krists við barna- skírn. Satt er það, að þeir, sem hafa vaknað til ineð- vitundar um sannleika Guðs, ganga enn þá, cins og Lasarus forðuni, í líkklæðunum, sem sæmdu þeim betur, meðan þeir voru í gröfinni. Og þeir hafa, enn sem komið er, ekki tekið því vel, að menn reyna að hlýðnast skipun Drottins: »Leysið hann og látið hann fara!« Eigi að síður er það merkilegt og eftir- tektarvert fyrirbrigði, að þessi sanna og nauðsynlega kenning hefir unnið glæsiiegan sigur. Hvað gerir það til, þótt þeir fyrirlíti mennina, sem fyrstir fluttu hana og hafa haldið áfrain að flytja hana alt til þessa dags? »KærIeikurinn samgleðst sannleikanum.« »Það er nóg, að Kristur er boðaður á allan hátt.« í mörg ár höfum vjer haldið stöðugt áfram að plægja jarðveginn og sá hinu góða sæði Guðs orðs, og óneitanlega er afstaðan alt öðruvísi en fyrir þrjá- tíu árum. Nú eru mjög margir hjer á Akureyri, t. d., sem játa trú sína á myndugleika ritningarinnar og fylgjast að ineira eða minna leyti með einhverju kristilegu starfi. En þegar vjer hófum starf vort, var leitun að manni, sem lagði nokkurn tfúnað á biblí- una, eða las hana. En þessi viðleitni vor, að leiða fólkið til að til- einka sjer auðsuppsprettu Guðs heilaga orðs, inætti biturri mótspyrnu frá mörgum, aðallega frá lútersk- um guðfræðingum. Þáverandi sóknarprestur hjer skifti sjer lítið af oss, var hvorki með nje móti, opin- berlega. En fyrverandi sóknarprestur, síra Matthías Jochumsson, sem hafði lengi verið únitari, gerði miklar árásir á kenningar mínar um biblíuna, guð- dóm Krists og friðþæginguna. Stundum stóðu blaða- deilur yfir í báðum vikublöðum kaupstaðarins sam- tímis. En viðureigninni lauk þannig, að hann bauð mjer í einni grein, í háði, að koma til sín og fá dá- litla tilsögn í guðfræði. Hann bjóst auðvitað ekki við að sjá inig, en jeg fór samt, og við töluðumst lengí við. Jeg gat loksins sannfært hann um rjettmæti mál- staðar míns, og hann fjekst til að gefa mjer ákveð- ið loforð um það, að skrifa ekki meira á móti kenn- ingum mínum, nje á móti myndugleika Krists og biblíunnar. Þessu loforði var hann trúr til dauða- dags. Allir tóku eftir því, að árásir hans hættu alt í einu, en menn hafa ekki vitað alment orsökina til þessa. Síðar meir, þegar erkióvinur Guðs og manna æsti upp nokkrar ístöðulitlar sálir til að ráðast á starf vort með mikilli ósvífni, kom síra Matthías til mín, rjetti mjer höndina og tjáði mjer samúð sína. Hann bætti því við, að hvorki hann, nje aðrir borg- arar bæjarins, legði nokkurn trunað á það þvaður, sem um mig hafði verið ritað. Urðum við vinir upp frá því. Ekki hafa allir komið jafngöfuglega fram, eða sýnt jafnmikla sáttfýsi og síra Matthías. Einn lút- erskur guðfræðingur rjeðist á starfið á mjög leiðin- legan hátt undir dulnefninu »Leikmaður«. En hann neyddist til að skríða úr skúmaskotinu og verða sjer til skammar. Vjer höfum altaf reynt að verja málefni allra trú- aðra manna, en ekki aðeins hið persónulega starf vort. Þannig höfum vjer átt í höggi við andatrúar- menn og guðspekinga oftar en einu sinni. Þegar prestur einn kom hingað til að boða fals- kristinn Krishnamurti, og margir voru ákaflega hrifn- ir af boðskap hans, var ekki hægt að sjá, að nokkur kirkjunnar maður ætlaði að hreyfa legg eða lið til þess að andtnæla honum. Mun mörguin minnisstætt kvöldið, er við leiddunt hesta okkar saman í sam- komuhúsi bæjarins og höfðuin umræður um efnið: »Með hverjum hætti kemur Kristur aftur?« Hjelt hann því fram, að Kristur væri þegar kominn aftur í persónu Krishnamurtis, en jeg varði kenningar nýja testamentisins um endurkomu Krists. Nú er Krishna- murti sjálfur algerlega hættur þessum skrípaleik sín- um, en um það leyti voru margir hjer í bænum, sem voru í þann veginn að gerast lærisveinar hans, og sumir voru jafnvel orðnir það. Óskandi væri, að allir hinir mótstöðumenn starfs- ins reyndust jafii sáttfúsir og síra Matthías. Allir eru lifandi enn nema hann, og jeg fyrir mitt leyti er fús til sátta. Jafnvel þó að vjer getum ekki fallist á kenn-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.