Norðurljósið


Norðurljósið - 01.11.1935, Blaðsíða 4

Norðurljósið - 01.11.1935, Blaðsíða 4
44 NORÐURLJÓSIÐ ingar hver annars, er æskilegt mjög, að vjer ræðum þær með stillingu og vináttu, eins og góðum drengj- um sæmir. Yfirleitt má segja, að fyrirheitið hjá spámanninum Jesaja hafi rætst: »Engin vopn, sem smíðuð verða móti þjer, skulu verða sigurvænleg, og allar tungur, sem upprísa gegn þjer til málaferla, skalt þú kveða niður. Þetta er hlutskifti þjóna Drottins og það rjett- læti, er þeir fá hjá mjer, segir Drottinn.« (Jes. 54. 17.) Og enn betra er það, að hið dásamlega fyrirheit frelsarans hefir rætst, sem þeim er gefið, er starfa að hinum þremur þáttum boðskapar hans, (að gera menn að lærisveinum, að skíra þá, og að kenna þeim að halda alt það, sem hann hefir boðið): »SJÁ JEG ER MEÐ YÐUR ALLA DAGA, ALT TIL ENDA VERALDARINNAR.« (Matt. 28. 20.) A. G. ----------- Betra ráð en sjálfsmorð. í Parísarborg var ríkur maður, sem hafði ekkert annað markmið í lífinu en að skemta sjer. Honum dauðleiddist tómlæti bílífisins, og hann ákvað með sjálfum sjer, að hann skyldi binda enda á það með því að steypa sjer í ána. Á leiðinni ofan að ánni mundi hann eftir því, að hann hafði vasann fullan af peningum. Þeir gátu ekki veitt honum þá ánægju, sem hann þráði, en þeir gætu þó orðið einhverjum fátækling að gagni. Hann sneri við og fór með peningana til að gefa þá gam- alii, fátækri konu, sem hann vissi af. »Taktu nú við þessu, gamla kona,« sagði hann. Konan grjet gleðitárum og þakkaði honum hið inni- legasta. Þessi stuttu skifti hans við gömlu konuna vöktu meiri gleði í hjarta hans heldur en margra nótta »skemtanir«. Það var svo gaman, að gleðja hina gleðisnauðu. En það hafði hann aldrei vitað fyr! Hann hugsaði með sjer, að hann skyldi losna við allar eigur sínar á sama hátt, áður en hann fram- kvæmdi sjálfsmorðsásetning sinn. En eftir því sem hann gaf meira burt, óx lífsgleð- in hjá honuin sjálfum, og áður en hann var mjög langt kominn með að gefa eigur sínar, fjekk hann alt annað útsýni yfir lífið og hætti við hið syndsam- lega áform sitt. Nú var hann búinn að uppgötva sannleikann, sem Kristur var þó fyrir löngu búinn að kenna mönnum, að »sælla er að gefa en þiggja«. Seinir eru menn að læra þetta. Hefir þú lært það enn? Ritfölsun. Fyrir nokkru kom í hendur mínar bók á sænsku, sem heitir »Kan jag bliva övervinnare?« (»Get jeg orðið sigur- vegari?«) og stendur skýrum stöfum, að hún sje þýdd úr er.sku og sje eftir »Arthur Gook«. Um útgáfu þessarar bókar hafði jeg enga vitneskju, en það sást undir eins, að hún átti að vera þýðing á bók minni á ensku: »Can we overcome?«, sem er sama og rit- ið »Sigur«, sem kom út í »Norðurljósinu«, 7. árg., og var síðar gefið út sjerprentað. En við nánari athugun sá jeg, mjer til undrunar, að sá, sem hafði þýtt bókina og gefið hana út í heimildar- leysi, hafði leyft sjer að breyta mjög efni hennar og jafn- vel bætt inn í hana heilum ka.pítula frá eigin brjósti, til lofs og dýrðar »Hvítasunnuhreyfingunni« og »tungutal- inu«!! Þannig standa, til dæmis, þessi orð á sömu síðu (65, bls.) og nafn mitt er endurtekið neðanmáls sem höfumlar. »Den underbara vackelse, som i vár tid gár fram över varlden under namn av pingstváckelsen... Vi se för vára ögon, hurusom Jesus döper lángtande sjálar i den Helige Ande ánnu i dag. Vi höra dem tala tungomál och stor- ligen prisa Gud.« Og svo er margt af sama tagi um »skírn Heilags Anda« samkvæmt hinum óbiblíulegu kenn- ingum Hvítasunnumanna. Lesendur »Norðurljóssins« sjá á greinum minum um »Táknið«, að jeg geti alls ekki kannast við, að hreyfing þessi sje frá Guði, eða að kenningar hennar um »skírn Heilags Anda« og »tungutalið« sjeu samkvæmar ritning- unni. f 30 ár hefi jeg athugað margt í sambandi við hana, og eftir því sem hinn banvæni ávöxtur hennar kem- ur betur í Ijós og kenningarnar skýrast, styrkist jeg meir og meir í þeirri sannfæringu, að þótt hún sje mjög slæg eftirstæling af kristilegri trú, þá er hún í raun og veru, og einmitt þess vegna, mjög skaðleg villa. Nær það því engri átt, að leggja mjer þessi ofangreindu orð í munn. Þau eru gagnstieð kenningum mínum í tilgreindu riti, eins og þýðandanum hefir hlotið að vera ljóst. Hann sleppir öllum þeim setningum, sem jeg hafði ritað í frumritið, sem ekki gátu samrýmst kenningum Hvítasunnumanna. Jeg heimtaði skýringu á þessari ritfölsun, sem í flestum löndum varðar við lög, enda er slíkt alstaðar talið glæpur. Útgefandinn (sem ekki er Hvítasunnumaður) kom hrein- lega fram og sagðist ekki hafa haft hugmynd um, hvernig frumritið var, en treysti þýðandanum. En Hvítasunnu- maðurinn, sem drýgði glæpinn, fjekst ekki til að svara brjefi mínu, en jeg hefi sönnun fyrir því, að hann hefir fengið það. f meira en tvö ár hefi jeg hlífst við að geta þessa máls opinberlega, en þar sem mjer er nú kunnugt um, að rit þetta á sænsku er komið hingað til landsins, og að það er farið að lána mönnum það hjer til lesturs, er jeg neyddur til að fletta ofan af þessari fölsun. Guðs orð staðhæfir: »Engin lygi getur komið frá sann- leikanmn.c (I. Jóh. 2. 21.) Lygi og sannleiki eru g«gn- stæður. Menn, sem flytja sannleikann, þurfa aldrei að taka lygi í þjónustu sína, og gera það ekki. Þeir, er það gera, sanna þar með ósjálfrátt, að það, sem þeir flytja, er ekki sannleiki. Hvítasunnumaðurinn, sem þykist »skírður Heilögum Anda« og hrósar sjer af »hinni dýrlegu tungutalsgáfu«, settist niður til að falsa rit mitt og nota sjer það, að önn- ur rit mín um andleg mál höfðu náð mikilli útbreiðslu á sænsku. Hann vildi láta menn trúa lygi hans, að jeg væri talsmaður Hvítasunnuhreyfingarinnar. Vill nokkur maður halda því fram, að andinn, sem leiddi hann til þess, og stóð að baki þessu verki hans, hafi verið Heilagur Andi Guðs? Eða getur nokkur neitað því, að hjer hafi lygi- andi frá hinum vonda verið að starfa að útbreiðslu Hvíta- sunnuhreyfingarinnar í Svíþjóð? Og hví skyldi hann gera það, ef hreyfingin er frá Guði? A. G.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.