Norðurljósið


Norðurljósið - 01.11.1935, Blaðsíða 8

Norðurljósið - 01.11.1935, Blaðsíða 8
48 NORÐURLJÓSIÐ YFIRLIT YFIR XVIII. ÁRGANG. Afsökun, 48. Betra ráð en sjálfsmorð, 44. Biblíunámskeið, 32. Draumur keisarans, 1. Dýr fórn, 9, Dýrmætur fundur, 41. Ef tveir stjórna, 16. Ekkert nafn finst annað, 9. Er S. í. S. rjetthærra en kirkja Krists ? 33. Finnast hundrað, eða tíu, eða einn? 16. George Muller, 14. Haustmótið á Akureyri, 32. Hvað veidur? 13. Hvar datt öxin þín? 17. Hvernig ert þú að byggja? 16. Játning heimspekingsins, 45. Molar frá borði Meistarans, 7, 22, 30, 38, 45. Niðri í Vatnsstræti, 3, 10 19, 26. Ný smárit, 2. Ritfölsun, 44. Spurning, 45. Sumarferð 1934, 5, 12, 20, 28, 36. Sönn farsæld, 8. »Táknið«, 22, 30, 45. Til vina blaðsins, 40. Trú og endurfæðing, 7. Um George Muller, 14. Um næsta árgang, 48. Veljið á milli, 6. Viðbót við sálm, 40. Vormótið í Reykjavík, 8. Dakkargerð, 24. 30 ára starf á íslandi, 25, 34, 42. Hann starfaði í samfjelagi við alla kristna flokka og söfnuði og hafði þess vegna afar víðtæka reynslu. Enn einu sinni vil jeg endurtaka hin óskeikulu orð frelsarans: »Af ávöxtam þeirra skuluö þjer þekkja þá.<£ Arthur Gook. Um nœsta drgang. Ritstjórinn fær stöðugt frjettir, munnlega eða brjef- lega, af áhrifum blaðsins lesendum til heilla. Er hann Guði mjög þakklátur fyrir. Nýlega hafa þessi brjef komið, — hið fyrra vestan frá Canada: »Jeg hefi æfinlega óblandna ánægju af komu þess, og sjalda.n eða jafnvel aldrei legg jeg blaðið frá mjer, fyr en jeg hefi lesið það til enda. Það svalar æfinlega heitustu þrá minni.« S. M. »Jeg var að enda við að lesa Norðurljósið, og er, jeg innilega. glaður í hjarta mínu af þeim blessun- arríku áhrifum, sem sá lestur hefur á mig. Og jeg þakka góðum Guði fyrir, að Drottinn notar þig mjer og öðrum til blessunar, því það get jeg sagt með einlægni, og jeg les þetta blað til mikillar trú- arstyrkingar, og er jeg í öllum atriðum innilega sammála því, sem það flytur.« Á. J. í næsta árgangi byrjar tvcnt, sem ritstjórinn telur víst, að veki mikla athygli. Annað er mjög skemtileg og lærdómsrík saga, og hitt er hrífandi frásögn nú- tíðar gyðinglegs lærimeistara (rabbí), sem skýrir frá því, hvernig hann sneri sjer til Krists, og frá þeirrl baráttu, sem hann varð að heyja, er fyrverandi trú- bræður hans urðu þess vísir. Lítill vafi Ieikur á því, að fjölmargir menn og kon- ur mundu kaupa blaðið, ef áhugasamir kaupendur vildu góðfúslega sýna þeim það og mæla með því. Enginn veit, hvað hann getur, fyr en reynt hefir. í þeirri trú, að gamlir vinir hakli trygð við blaðið, og að margir nýir bætist við, óskar ritstjórinn öllum lesendum blessunarríks árs í Drottins nafni. Afsöknn. Ritstjórinn biður lesendur afsökunar á drættinum, sem orðið hefir á útkomu þessa tölublaðs. Stafar það að nokkru leyti af því, að ritstjórinn slasaðist, meðan hann var á ferð skamt frá Reykjavík. Meiddist hann á höfði og fjekk mikinn heilahristing, en fyrir Guðs miklu náð náði hann sjer furðanlega fljótt, og er heilsa hans að öllu leyti jafn góð og áður. Til varúð- ar varð hann þó, að læknisráði, að liggja hálfan mánuð í sjúkrahúsi og hafa kyrt um sig annan hálf- an mánuð, þar sem hann dvaldi. Hann notar tækifærið til að votta öllum þeim mörgu, sem auðsýndu honum hjálp og samúð á einn eða annan hátt, hjartans innilegustu þakkir. (Filipp. 4. 13,—14.) VINAG.1AFIK. »Norðurljósið« þakkar þessum vinum fyrir hjálp þeirra í starfi þess: — S- S. (S.-Þing.) 5.00; F. S. (Eyjaf.) 2.00; P. G. (Sk.) 5.00; F. S. (Sk.) 2.00; K. I. (Rvík) 10.00; V. J- (Rvík) 10.00; S. N. (Borg.) 4.00; S. M. (Ak.) 6.00; S. H. (A.-B,arðt) 500. Einnig þessi áheit: 5.00 og 20.00. Svo hafa nokkrir sent blaðinu notuð frímerki, sem koma að góðu gagni. Þegar postulinn viðurkendi gjöf Filippí- manna, bætti hann við: »Ekki að jeg þrái mjög gjöf- ina, heldur þrái jeg mjög ávöxtinn, sem ríkulcga fell- ur í yðar sjóð.« (Filipp. 4. 17.) NORÐURLJÓSIÐ kemur út annan hvorn mánuð, 48 blaðsíður á ári. Árgangurinn kostar 1 kr. og greiðist fyi'- irfram. Verð í Vesturheimi, 40 cents. Ritstjóri og útgefandi: ARTHUR GOOK, Akureyri. Prentsmiðja. Odds Björnssonar.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.