Norðurljósið


Norðurljósið - 01.11.1935, Blaðsíða 7

Norðurljósið - 01.11.1935, Blaðsíða 7
NORÐURLJÓSIÐ 47 Sömuleiðis sannast það, að gangi inenn fram hjá ‘þeirri sannreynd, að Guð hefir, í eitt skifti fyrir öll, sent oss sinn Heilaga Anda, og ef þeim fer að leið- ast hann og hið blessaða starf hans og girnast eitt- hvað annað, þá geta þeir búist við því, að verða af- vegaleiddir af illum öndum. Þetta hefir án nokkurs minsta efa komið fram hjá mönnum, sem jeg veit nákvæmlega um. Þeir þrá eitthvað meir »spennandi« • eða »dramatískt« en t. d. það, sem postulinn talar um í Galat. 5. 22.; hinni óstöðugu lund þeirra, sem er undir orpin kröfum holdsins, leiðist »þetta ljett- meti«, — og er þeir hafa yfirgefið »kærleikann til sannleikans« er óhjákvætnilegt, að þeir taka á móti megnri villu og trúa lyginni, (sbr. II. Þess. 2. 10.— 11.). Þannig er tilkomin hin hneykslanlega bók, sem jeg vitnaði í, og margt annað, sem nefna mætti. Það vantar ekki dæmin hjer á íslandi. Enn er eitt, sein sannar, úr hvaða átt tungutals- hreyfingin er komin. Það er, hvernig talsmenn henn- ar leyfa sjer að fara með Guðs orð, bæði hjer á landi og erlendis. Frú McPherson segir, t. d., í riti sínu »Guðdómlegar lækningar«: — »Hjer eru nokkrar skipanir Krists, sem aldrei hafa verið afturkallaðar: ... »En þessi tákn skulu fylgja þeim, er trúa: í rnínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum; þeir munu leggja hendur yfir sjúka, og þeir munu verða heilir.« (Mark. 16. 17,—18.) Þessar skipanir, segir hún, hafa aldrei verið aftur- kallaðar. Þess vegna eigum vjer að »tala nýjum tungum«. »Ef táknin vantar, þá er eitthvað athuga- vert við trú okkar«, segir hún. En er það ekki ein- kennilegt, að hún sleppir tveimur »táknum«, sem frelsarinn nefnir í þessunr kafla? Án þess að gera úrfellingarmerki, hefir hún slept úr versinu þessum orðum: »taka upp höggorma; og þó að þeir drekki eitthvað banvænt, þá mun það alls ekki saka þá.« Hefir frú McPherson tekið upp höggorma, eða drukkið banvænt eitur, eða er eitthvað athugavert við trú hennar? Hvers vegna sleppir hún þessum tveimur táknum, meðan hún stagast á því, að hin sjeu enn í gildi? Lærisveinn hennar hjer á landi, sem gaf út ritið »Fyrirheit Föðurins«, fetar trúlega í fótspor hennar. í þessu riti segir hann (5. bls.): »Og Jesús hafði sagt: Þessi tákn skulu fylgja þeim, er trúa: í mínu nafni nrunu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum,« og svo frv. (Mark. 16. 17.) Þetta »og svo frv.« á þessunr stað, er einkennilega hvítasunnumannslegt, ef manni leyfist að smíða nýtt orð. Ekki fæst frúin eða lærisveinn hennar fyrir nokkurn mun til að flytja þennan kafla, eins og hann stendur. Eins og nýguðfræðingar, vilja þau fella úr ritningunni það, sem þeim likar ekki, en taka það, sem þeitn líkar sjálfum vel. Það er þá ekki lengur Andi Guðs, sein ræður því, hverju vjer eigum að trúa, heldur dutlungar þeirra sjálfra. Lík þessu er tilvitnun frú McPherson, í riti hennar, til Matt. 10. 7.—-8. í ritningunni stendur: »Læknið sjúka, vekið upp dauða, hreinsið líkþráa, rekið út illa anda.« En hvernig hefir frúin það? »Læknið sjúka, hreinsið líkþráa, rekið út illa anda,« hljómar tilvitnun hennar. Hún sleppir orðunum: »Vekið upp dauða,« án þess að hafa nokkurt merki til þess að sýna, að hún hefir gert það. Hvers vegna? Þetta eru skipanir Krists, sem »aldrei hafa verið afturkallaðar«, segir hún, og ef þessi tákn vantar, er eitthvað athugavert við trú okkar. Henni finst auð- vitað, að það gæti verið óþægilegt, ef einhver vildi rannsaka það, hvort hana vantaði eitt eða annað af þessum nauðsynlegu táknum, t. d. hvort hún hefði »vakið upp dauða«, eða »tekið upp höggorma«, eða drukkið banvænt eitur. Þess vegna leyfir hún sjer að hreyta ummælum frelsarans, ineð því að sleppa þess- um orðum. Ókunnuguin mun veita örðugt að trúa því, að fólk, sem lætur jafn mikið yfir sjer sem trúum þjónum orðsins, geti fengið af sjer að fara þannig með orð sjálfs frelsarans. En þeir, sem þekkja vel ávöxt þess- arar hreyfingar, verða alls ekki hissa. Þeir munu hafa komist að raun um það, með orðum frú Mci- Pherson, að það sje »eitthvað athugavert við trú« þeirra. Flestir lesendur kannast við dr. R. A. Torrey, höt- und bókanna »Kristur, biblían og vantrúin«, »Lífs- straumar« og fjölda rita sem því miður hafa ekki verið þýdd á íslensku. Hann var eftirmaður D. L. Moodys og stjórnaði biblíuskólanum, sem Moody stofnaði. Hann er viðurkendur og mikilsvirtur ai kristnum mönnum í öllum flokkutn. Jeg skal enda mál mitt með því að tilfæra nokkur orð úr riti Dr. Torreys: »Er tungutalshreyfingin frá Guði?« Þar segir hann: »Andinn, sem kemur í ljós á samkomum tungutals- manna er alls ekki »andi stillingar« (II. Tím. 1. 7.). En glundroðinn, hversu mikinn vanheiður, sem hann leiðir yfir Guðs orð, og hversu skýrt sem honum er mótmælt í Guði orði, er samt ekki hið lakasta i tungutalshreyfingunni. Eins og jeg hefi áður sagt, hefir gróf siðspilling koinið fram í sambandi við hana. Sá, sem fyrstur kom hreyfingunni af stað, var handtekinn af lögreglunni vegna hinnar grófustu sið- spillingar, í þeirri mynd, sem vantar orð yfir á enskri tungu, en henni er lýst í 1. kap. Rómverjabrjefsins. Einn af hinum helstu leiðtogum þeirra í Ohio-fylki var dæmdur fyrir glæp gegn ungri konu, en sjálfur var hann giftur maður. Það eru til mörg dæmi þess, að menn og konur, leiðtogar í þessari heyfingu, hafa reynst sek í viðbjóðslegasta siðleysi sín á milli. En þó að hreyfingin sje saurguð af hinu grófasta sið- leysi, er alls ekki þar með sagt, að hreinir, siðferðis- góðir menn og konur sjeu ekki til í henni, heldur, að hreyfingin sem heild hafi haft meira siðleysi í för með sjer en nokkur önnur nútíðar hreyfing, að und- anteknum spiritisma, sem hún er rnjög mikið skyld .... Eftir því sem tungutalshreyfingin breiddist út, varð það bert, að hún var frá djöflinum.« Slíkan dóm leggur þessi reyndi, gætni, rökfasti þjónn Jesú Krists á þessa hreyfingu. Hann ferðaðist um allan heim og vann margar þúsundir fyrir Krist.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.