Norðurljósið


Norðurljósið - 01.11.1935, Blaðsíða 5

Norðurljósið - 01.11.1935, Blaðsíða 5
NORÐURLJÓSTÐ 45 Játning heimspekingsins. Hinn mikli og göfugi rithöfundur og heimspeking- ur, John Ruskin, sem var einn af mestu bókmenta- mönnum síðustu aldar, skrifaði þessi merkilegu, eft- irtektarverðu orð: »Alt, sem jeg hef kent um listirnar; alt, sem jeg hefi skrifað; alt, sem mikilfenglegt hefir verið í nokkurri hugsun, sem jeg hefi látið frá mjer fara; hvað, sein jeg kann að hafa fram- kvæmt á æfinni; — hefir verið blátt áfram því að þakka, að meðan jeg var barn, las móðir mín með mjer kafla úr biblíunni daglega, og ljet mig læra dálítinn kafla utan að á hverjum degi. Mjer er alveg óhætt að telja þetta hinn verð- mætasta og yfirleitt hinn eina ómissandi þátt í öllu uppeldi mínu.« Hinn mikli postuli Krists, Páll, ritaði sínum unga 'samherja, Tímóteusi, að »vondir rnenn og svikarar munu magnast í vonskunni, villandi aðra og villu- ráfandi sjálfir«, en hann benti honum á óbrigðult ráð, til þess að hann yrði samt »alger, hæfur ger til sjerhvers góðs verks « Það var HEILÖG RITNING, sem Tímóteus þekti frá blautu barnsbeini, og sem gat veitt honum (og öllum öðrum, einnig á þessum dögum), »speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Kristt Jesú«. (Sbr. II. Tím. 3. 13.—17.) Dagarnir, sem vjer lifum á, eru vondir. Allir munu sammála um það. Oss er því enn meiri nauðsyn, að gefa oss að lestri og íhugun heilagrar ritningar, og að hvetja hina ungu kynslóð, að fara að dæmi hins ágæta Tímóteusar. Biblíulestrarspjöld hins allsherjar »biblíulestrar- sambands« eru nú komin út á íslensku fyrir árið 1936, og hafa verið fyrir nokkru send út um landið. Vjer gætum varla gert börnum, unglingum og ungum mönnum nieira gagn en að beina þeim inn á sömu götu og inóðir Ruskins leiddi son sinn. Spjaldin fást hjá mörgum útsölumönnum blaðsins eða hjá útgef- anda þess, og kosta þau aðeins 10 au. hvert. 8 P U R N I N G. »Mxlvr þú þetta af sjálfum þjer, eða hafa aðrir sagt þjer það um mig?« Þessi orð talaði Drottinn Jesús fyrst við Pílatus (Jóh. 18. 34), en mun hann ekki hafa oft talað þau til annarra síðan? Hversu mikið segjum vjer við Drottin, í bæn eða sálma- söng, sem »aðrir hafa sagt«, en sem kemur ekki frá hjarta voru, er ekki sprottið af innilegri og einlægri trú. Látum oss leggja þessi orð Drottins á minnið, og beina spurningunni til sjálfra vor, næst er vjer tökum þátt, til dæmis, í sameiginlegri bæn eða sálmasöng. Hversu margir hafa sungið »Son Guðs ert þú með sanni«, en hafa ekki »mælt þetta af sjálfum sjer«; það er aðeins það, sem aðr- ir hafa sagt um hann. Gáðu að því, vinur minn, að maðurinn, sem ofurseldi Jesúm Krist í hendur Gyðinga, var einn af þeim, sem »fann enga sök hjá honum«, og vildi taka hlutlausa af- stöðu og losna við ábyrgðina af því, að kjósa hann eða hafna honum. Margir taka. sömu afstöðu nú á dögum. Ert þú einn af þeim? Molar frá borði Meistarans. (Greinir fyrir trúaða). »Táknið«. (Niðurlag). Eins og áður er getið setur postulinn »tungutal« síSast á skrá gáfnanna, sem Guð gaf hinum fyrsta söfnuði. Niðurröðunin fer auðsjáanlega eftir gildi gáfnanna, því að hann segir: »fyrst postula, í ööru lagi spámenn, i þriöja tagi fræðara, þvi næst krafta- verk....« Ungur maður, sem varð fyrir áhrifum tungutalsmanna, sagðist ekki hafa neina þörf á »fræðurum« og hjelt því fram, að í söfnuðinum ættu ekki að vera nein »stjórnarstörf« (sem þó koma a undan tungutalinu), en gekk samt úr söfnuðinum, sem hann var í, »af því að söfnuðurinn hafði ekki andagáfurnar«!I í honum var ekkert tungutal, og af því að það vantaði, leyfði maðurinn sjer að fyrirlíta hinar náðargáfurnar. Eins og jeg hefi bent á, er tungutalið eitt aðalatriðið hjá þessum mönnum, þrátt fyrir það, að Guðs orð gerir það að hinu allra minsta, á þeim stutta tíma, sem það var leyfilegt í söfnuðinum. í riti, sem þeir hafa gefið út hjer á landi (»Fyrirheit Föðurins«) er sagt: »Það kom fyrir aftur og aftur og á mörgum stöðum, að Andinn fjell yfir þá, t. d. þegar ofsóknir hófust í Jerúsalem«. Takið eftir: »aft- ur og aftur«; »á mörgum stöðum«. Þetta eru alveg ólej'filegar ýkjur. Eins og jeg hefi áður bent á hjer í blaðinu, fjell Heilagur Andi (1.) yfir gyðinglega lærisveina á Hvítasunnudegi, (2.) yfir samverska lærisveina nokkru seinna, (3.) yfir heiðingja, sein tóku trú, (í húsi Kornelíusar), og (4.) yfir læri- sveina Jóhannesar skírara, sem trúðu á Krist. Hvergi annars staðar er sagt frá því, að Heilagur Andi hafi komið yfir menn í hinum kristna söfnuði, og alls ekki »þegar ofsóknir hófust í Jerúsalem«, eins og rit þetta segir. Höfundurinn ruglar saman skírn Heilags Anda og fyllingu Heilags Anda, sem er ekki hið sama, samkvæmt nýja testamentinu. Einu sinni skírðust lærisveinarnir Heilögum Anda, og þá urðu þeir »lim- ir á líkama Krists«. En mörgum sinnum fyltust þeir Heilögum Anda, enda er í Efesusbrjefi áminning um að »fyilast Andanum« (5. 18.). Hvergi er áminning um að »skírast Andanum«. Hið eina biblíulega »tákn« þess, að vjer sjeum skírð- ir Heilögum Anda og framgöngum í Andanum, er það, að vjer berum ávöxt Andans, sem er tiltekinn í Galat. 5. 22.: »Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmenska, hógværð, bindindi.« Hið síðasta þýðir »sjálfsagi« eða stjórn á líkama sínum. En þessi nífaldi ávöxtur Andans þykir sumum ekki eins »spennandi« og að tala tungum fyrir hópi aðdáenda, og velja þeir heldur tungutalið sem »táknið«. Þeir menn, sem bera stöðugt »ávöxt Andansc, vita minst uin það sjálfir, eins og Móse, 'Sem vissi ekki, að geislar stóðu af andliti hans, af því að hann hafði talað við Guð (II. Móse. 34. 29.).

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.