Norðurljósið - 01.01.1956, Síða 6
6
NORÐURLJÓSIÐ
MOLAR FRÁ BORÐI MEISTARANS.
(Greinir fyrir trúaða.)
„GERIÐ I’AKKIR í ÖLLUM HLUTUM.“
(Eftir EDITH C. TORREY. Stytt í þýð.)
Ber þú einhverja byrði, sem þú þráir að losna
við? Hún getur orðið þér blessunarrík, ef þú getur
þakkað fyrir hana.
Ung stúlka ætlaði út á trúboðsakurinn. Him
lagði hart að sér við nám. Taugarnar biluðu, og
síðan fór hún að verða rugluð.
Trúuð kona mælti við móður hennar: „Hefir þú
nokkru sinni þakkað Guði fyrir þetta?“
„Þakkað Guði?“ svaraði hún gremjulega. „Nei.“
Hóglátlega sagði konan: „Góða mín, það ættir þú
að gera.“
Dótturinni versnaði meir og meir. Móðir liennar
vildi ekki gera Guði þakkir fyrir veikindi hennar.
Loksins gafst hún upp. Grátandi færði hún Guði
þakkir. Stuttu síðar fór dóttur hennar að batna.
Kristnum manni er boðið að gera ávallt þakkir,
hvað sem ber að höndum. „Gerið þakkir í öllum
hlutum." (I. Þess. 5. 18.) „Þakkið jafnan Guði föð-
urnum fyrir alla hluti í nafni Drottins vors Jesú
Krists.“ (Efes. 5. 20.) „Fyrir hann skulum vér því
óaflátanlega frambera lofgerðarfórn fyrir Guð.“
(Hebr. 13. 15.)
Með lofgerð og þakkargerð sýnum vér þakkláts-
semi og traust. „Sá sem færir þakkargerð að fórn
heiðrar mig.“ (Sálm. 50. 23.) Lofgerðin sýnir traust
vort á kærleika og alvizku föður vors á himnurn.
Oft fer svo, að traust vort til hans eykst, er vér
biðjum.
Trúaðri konu var tilkynnt, að hún yrði að flytja
úr leiguíbúð ásamt manni sínum á vissum degi.
Maðurinn var svo veikur, að flutningur gat verið
hættulegur lffi hans. Þrátt fyrir þetta missti hún
ekki sjónar á gæzku og trúfesti Guðs. Hún gat þakk-
að honum fyrir þessa örðugleika. Daginn, sem átti
að flytja, hafði maðurinn náð sér svo, að hann var
fær um að ganga út úr húsinu.
Dóttir trúaðrar konu þjáðist af einhverjum sjúk-
dómi. Læknisrannsókn leiddi í ljós lungnaberkla á
byrjunarstigi. Þetta var mæðgunum reiðarslag. Þeg-
ar þær komu heim, sagði móðirin: „Hvað eigum
við að gera?“
„Ég veit, hvað þú munt segja,“ svaraði dóttirin,
„þú munt segja: „Við skulum færa Guði þakkir.“
Saman krupu þær niður og þökkuðu Drottni, að
hann hefði leyft þessum erfiðleikum að mæta þeim.
Það leið ekki mjög á löngu áður en unga stúlkan
var alheil orðin.
Hvernig er hægt að þakka, mitt í miklum þreng-
ingum? Trúuð kona segir frá því, að hún sá systur
sína sem ósjálfbjarga aumingja. Henni féllst svO'
mikið um það, að hún hraðaði sér heim til að út-
hella hjarta sínu með tárum. Um leið og hún kom
inn heima, var sem mælt væri til hennar: „Hvernig
er það að gera þakkir í öllum hlutum?"
„Hvernig gat ég það,“ segir hún. „En ég vissi, að
ég varð að gera það. Ég féll á kné og sagði: „Faðir,
ég finn alls ekki til þakklætis, en í trú þakka ég þér
að láta allt þetta koma fyrir.
„Byrði mín hvarf þegar í stað.“ Skömmu seinna
var systir hennar tekin heim til Drottins, þar sem
engan veikleika eða sjúkdóm er framar að finna.
Hér má minna á frásöguna í II. Kron. 20. kap.,.
þegar óvígur her kom á móti Júdakonungi. Hann
fylkti liði sínu til bardaga samkvæmt orði Drottins,
og eftir hinu sama orði lét hann söngvara hefja lof-
söng. Drottinn gaf þeim frægan sigur orrustulaust.
Vér megum ekki gleyma, að vér fáum ekki alltaf
lausn úr erfiðleikum með því að lofa Drottin. Oft
vegsamar það Guð meir að gefa náð til að bera
byrðina með lofgerð heldur en taka hana á brott.
Slíkri reynslu lýsir Páll í II. Kor. 12. 7.—10. „Því vil
ég mjög gjarna þess framar hrósa mér af veikleika
mínum, til þess að kraftur Krists megi taka sér bú-
stað hjá mér.“
Lofgerð, þegar erfiðleikar mæta oss, hjálpar oft
öðrum til að festa traust á Guði vorum. Dæmi þessa
eru þeir Páll og Sílas í fangelsi. (Post. 16. 19.—34.)
Þegar þeir lofsungu Guði, þá kom jarðskjálftinn,
svo að fjötrarnir féllu af öllum. Hann vakti líka
fangavörðinn, sem óttasleginn spurði, hvað hann
ætti að gera til þess að verða hólpinn. Þá sömu nótt
frelsaðist hann og heimafólk hans allt.
Kona nokkur var að fara að heiman, en gat ekki
fundið hanzkann sinn. Henni varð að orði: „Guði
sé lof eigi að síður.“ Þetta vakti svo athygli þernu
hennar, sem nærstödd var, að hún skömmu seinna
gaf Guði hjarta sitt.
Maður ritaði einu sinni: „Guð veit, hverjum
hann getur trúað til að bera þjáningar." Getum vér
þakkað Guði, er hann trúir oss fyrir erfiðleikum?
Tökum vér við óvelkomnum kringumstæðum sem
einhverju, er Guð felur oss á hendur til að helga sér
og nota honum til dýrðar?
Spurningin vaknar, hvernig vér getum þetta, sem
virðist ókleift, að þakka Guði fyrir sorgir, erfiðleika
og margs konar reynslur. Vér þurfum að bera traust
til Guðs og kærleika til hans, af því að vér vitum, að
hann elskar oss.
En auk þessa mun svarið finnast í Hebr. 13. 15.
„Fyrir HANN skulum vér því óaflátanlega fram-
bera lofgerðarfórn fyrir Guð.“ Aðeins þegar vér
helgum Kristi líf vort til fulls og opnum hjörtun
fyrir Heilögum Anda í fyllingu hans, getur gerzt
þetta kraftaverk stöðugrar lofgerðar, gleðiríkrar
þakkargerðar.
——